Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru bleikháfar hættulegir mönnum?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er til bleikháfur og ef svo er hversu hættulegur er hann mönnum?

Samkvæmt Sjávardýraorðabók Gunnars Jónssonar fiskifræðings gengur hákarlategundin Carcharhinus leucas undir heitinu bleikháfur á íslensku. Tegundin er þó kunnari undir heitinu nautháfur sem er bein þýðing á enska heitinu bull shark og mun höfundur halda sig við það í þessu svari.

Nautháfurinn tilheyrir sömu ættkvísl og hinn alræmdi hvíthákarl (Carcharodon carcharias). Hann hefur nokkuð sérstætt útlit, sérstaklega höfuðbyggingu þar sem trýnið er stutt og hausinn nokkuð breiður miðað við lengd. Nautháfurinn getur orðið rúmlega 3 metra langur og 100-240 kg á þyngd. Hann er því töluvert minni en náfrændi hans hvíthákarlinn sem er venjulega 3-6 metrar á lengd og allt að 1200 kg. Hins vegar er nautháfurinn ekki síður illskeyttur og árásargjarn.



Útbreiðsla nautháfa (Carcharhinus leucas).

Nautháfur eða bleikháfur finnst á grunnslóð í hitabeltis- og hlýtempruðum sjó. Hann er tækifærissinni í fæðuvali en helsta fæða hans er ungviði og hálfstálpaðir hákarlar af tegund sandrifshákarla. Auk þess étur hann ótal tegundir beinfiska, sæskjaldbökur, sjávarhryggleysingja svo sem skrápdýr og lindýr og jafnvel fugla. Hann leggur sér ýmislegt annað til munns því í mögum nautháfa hafa meðal annars fundist mannaleifar og leifar af flóðhestum.

Það sem gerir nautháfa einstaka meðal hákarla heimsins er að þeir geta bæði náð óvenju háum aldri og lifað lengur en aðrar hákarlategundir í ferskvatni. Þeir hafa meðal annars haldið lengi til í Mississippi-fljótinu og í Amazon þar sem þeir hafa fundist í allt að 4000 km fjarlægð frá sjó. Nautháfar halda meira að segja til og hrygna árlega í vatni einu í Níkaragva. Áður töldu vísindamenn að hér væri um að ræða stofn sem hefði einangrast frá öðrum nautháfum en síðar hefur komið í ljós að hákarlarnir fara upp ána líkt og laxar gera þegar þeir leita upp ár til að hrygna.

Nautháfar eru veiddir víða um heim og notaðir til matar, bæði í Asíu og Suður-Ameríku. Auk þess er skrápurinn notaður til leðurgerðar. Ekki er ljóst hvert ástand stofnsins er en svo virðist sem nautháfum hafi eitthvað fækkað á þeim svæðum sem þeir halda sig mest á.



Nautháfurinn heldur sig í grunnum sjó.

Sú staðreynd að nautháfar lifa á grunnsævi úti fyrir þéttbýlum svæðum, auk þess að vera mjög árásargjarnir og miklir tækifærissinnar í fæðuvali, setur þá í flokk með þeim hákörlum sem mönnum stafar hvað mest hætta af. Jafnvel má telja þá hættulegri en hinar kunnu mannætutegundir tígrishákarlinn og hvíthákarlinn sem halda að jafnaði til í mun dýpri sjó en nautháfurinn.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.8.2005

Spyrjandi

Sigríður Jóhannsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru bleikháfar hættulegir mönnum?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2005, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5210.

Jón Már Halldórsson. (2005, 19. ágúst). Eru bleikháfar hættulegir mönnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5210

Jón Már Halldórsson. „Eru bleikháfar hættulegir mönnum?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2005. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5210>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru bleikháfar hættulegir mönnum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er til bleikháfur og ef svo er hversu hættulegur er hann mönnum?

Samkvæmt Sjávardýraorðabók Gunnars Jónssonar fiskifræðings gengur hákarlategundin Carcharhinus leucas undir heitinu bleikháfur á íslensku. Tegundin er þó kunnari undir heitinu nautháfur sem er bein þýðing á enska heitinu bull shark og mun höfundur halda sig við það í þessu svari.

Nautháfurinn tilheyrir sömu ættkvísl og hinn alræmdi hvíthákarl (Carcharodon carcharias). Hann hefur nokkuð sérstætt útlit, sérstaklega höfuðbyggingu þar sem trýnið er stutt og hausinn nokkuð breiður miðað við lengd. Nautháfurinn getur orðið rúmlega 3 metra langur og 100-240 kg á þyngd. Hann er því töluvert minni en náfrændi hans hvíthákarlinn sem er venjulega 3-6 metrar á lengd og allt að 1200 kg. Hins vegar er nautháfurinn ekki síður illskeyttur og árásargjarn.



Útbreiðsla nautháfa (Carcharhinus leucas).

Nautháfur eða bleikháfur finnst á grunnslóð í hitabeltis- og hlýtempruðum sjó. Hann er tækifærissinni í fæðuvali en helsta fæða hans er ungviði og hálfstálpaðir hákarlar af tegund sandrifshákarla. Auk þess étur hann ótal tegundir beinfiska, sæskjaldbökur, sjávarhryggleysingja svo sem skrápdýr og lindýr og jafnvel fugla. Hann leggur sér ýmislegt annað til munns því í mögum nautháfa hafa meðal annars fundist mannaleifar og leifar af flóðhestum.

Það sem gerir nautháfa einstaka meðal hákarla heimsins er að þeir geta bæði náð óvenju háum aldri og lifað lengur en aðrar hákarlategundir í ferskvatni. Þeir hafa meðal annars haldið lengi til í Mississippi-fljótinu og í Amazon þar sem þeir hafa fundist í allt að 4000 km fjarlægð frá sjó. Nautháfar halda meira að segja til og hrygna árlega í vatni einu í Níkaragva. Áður töldu vísindamenn að hér væri um að ræða stofn sem hefði einangrast frá öðrum nautháfum en síðar hefur komið í ljós að hákarlarnir fara upp ána líkt og laxar gera þegar þeir leita upp ár til að hrygna.

Nautháfar eru veiddir víða um heim og notaðir til matar, bæði í Asíu og Suður-Ameríku. Auk þess er skrápurinn notaður til leðurgerðar. Ekki er ljóst hvert ástand stofnsins er en svo virðist sem nautháfum hafi eitthvað fækkað á þeim svæðum sem þeir halda sig mest á.



Nautháfurinn heldur sig í grunnum sjó.

Sú staðreynd að nautháfar lifa á grunnsævi úti fyrir þéttbýlum svæðum, auk þess að vera mjög árásargjarnir og miklir tækifærissinnar í fæðuvali, setur þá í flokk með þeim hákörlum sem mönnum stafar hvað mest hætta af. Jafnvel má telja þá hættulegri en hinar kunnu mannætutegundir tígrishákarlinn og hvíthákarlinn sem halda að jafnaði til í mun dýpri sjó en nautháfurinn.

Heimildir og myndir: ...