Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 100 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Eru til sérstakir íslenskir steinar?

Í stuttu máli eru ekki til neinir „sérstakir íslenskir steinar“ í þeim skilningi að þeir finnist hvergi nema hér. Hins vegar eru nokkrir steinar sem mætti kalla einkennandi fyrir Ísland. Með steinum er hér annars vegar átt við berg (grjót) og hins vegar steindir (steintegundir). Steind er skilgreind sem krist...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er Vatnajökull ekki á Norðurlandi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Þar sem meðalhiti frá miðbaugi lækkar í átt að norðurpólnum má búast við að stærsti jökull Íslands sé á Norður-Íslandi en Vatnajökull er á Suður-Íslandi. Hver er skýringin á þessu? Jöklar myndast þar sem veðurfar er slíkt árum saman, að snjóa setur meir að vetri en nær að l...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er munur á seltu Svartahafs og Dauðahafs og hve mikill er hann?

Ein merkasta uppgötvun í jarðfræði á 18. öld var ef til vill sú að öll ferli í náttúrunni eru í hringrás – og þannig óendanleg í eðli sínu. Vatn gufar upp í hitabeltinu og berst til hærri breiddargráða þar sem það fellur aftur til jarðar sem regn eða snjór. Á landi leysir efnaveðrun salt og önnur efni úr berginu o...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvaða hita snjóar? Getur snjóað í miklu frosti?

Stöku sinnum snjóar í skamma stund í 2 til 4°C hita, en hiti er langoftast neðan við 0,5°C í snjókomu. Líkur á mikilli snjókomu minnka að jafnaði eftir því sem frost er meira, en mikil úrkoma myndast þó í skýjum þar sem hiti er lægri en -8°C sé uppstreymi þar jafnframt mikið. Það getur snjóað mikið í miklu frost...

category-iconJarðvísindi

Hver var James Hutton og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

James Hutton (1726-1797) telst hafa lagt grundvöll að nútíma jarðfræði. Hann var Skoti, fæddur í Edinborg þar sem hann bjó lengst af. Þar í borg var á ofanverðri 18. öld þungamiðja „skosku upplýsingarinnar“ svonefndu, og Hutton var framarlega í flokki andans manna sem komu sama vikulega til að ræða málin – meðal þ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er jökulhlaup?

Jökulhlaup eru snögg vatnsflóð frá lónum við jökuljaðar eða jökulbotn sem bræðsluvatn og regn safnast í. Jaðarlónin myndast þar sem jökull stíflar þverdal eða gil. Vatn rís uns það nær að þrengja sér undir ísstífluna og opna rásir. Í fyrstu eru þær örsmáar en víkka síðan við ísbráðnun vegna núningsvarma því að ísf...

category-iconJarðvísindi

Hverjar eru helstu aðferðir við flokkun bergs og hvernig fara þær fram?

Almennt er berg af þrennu tagi, storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Yfirborð Íslands er að langmestu leyti úr storkubergi og því lítum við svo á að spurningin vísi til flokkunar þess. Storkuberg myndast við kólnun úr glóandi bergbráð og flokkun bergsins byggist annars vegar á efnasamsetningu bráðarinnar og...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er hafsbotnsskorpa málmríkari en meginlandsskorpa?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er hafsbotnsskorpa málmríkari, og þar af leiðandi með meiri eðlismassa, en meginlandsskorpa? Réttara væri að snúa spurningunni við: Af hverju er meginlandsskorpa málmsnauðari og þess vegna eðlisléttari en hafsbotnsskorpa? Einfalda svarið er tvíþætt: léttara efni leit...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju rignir, hvaðan kemur rigningin og hvernig myndast hún?

Rigningin er hluti af hringrás vatnsins á jörðinni. Vatnið gufar upp úr sjó, stöðuvötnum, blautum jarðvegi og svo framvegis og stígur upp í lofthjúpinn. Raunveruleg vatnsgufa er ósýnileg en ef hún kemur til dæmis í kaldara loft þéttist hún og myndar dropa sem geta safnast í ský og stækkað þar til þeir falla til ja...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr er trektkönguló og er hún hættuleg?

Til svonefndra trektköngulóa teljast nokkrar tegundir innan ættkvíslarinnar Hydronyche og ein innan ættkvíslarinnar Atrax (A. Robust), alls 42 tegundir. Ástæðan fyrir nafngiftinni er gerð köngulóarvefsins sem er trektlaga og frábrugðinn hefðbundnum flatlaga vefjum flestra köngulóategunda. Trektköngulær eru sva...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er typpið vöðvi?

Typpi (getnaðarlimur, reður) er hólklaga líffæri sem gegnir því hlutverki að koma sáðfrumum inn í leggöng þannig að frjóvgun geti átt sér stað og nýr einstaklingur orðið til. Það er einnig leið þvags út úr líkama karla. Typpi skiptist í rót, bol og kóng og er gert úr þremur risvefjum (e. erectile tissue). Tve...

category-iconJarðvísindi

Hvað er átt við með súrum, ísúrum og basískum eldgosum?

Þegar talað er um súr, ísúr og basísk eldgos er verið að vísa til þess hvernig kvikan er sem kemur upp í eldgosinu. Þegar kvika er flokkuð í súra, ísúra og basíska er fyrst og fremst litið til efnasamsetningar hennar og þá hversu kísilrík hún er. Hér verður þó ekki fjallað um mismunandi efnasamsetningu kviku þar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli?

Til að svara þessari spurningu könnuðum við orðtíðni þriggja texta: Nýja testamentisins, Njáls sögu og handrits af væntanlegri bók með völdum svörum af Vísindavefnum. Lítið tölvuforrit var smíðað til að sjá um talninguna og helstu niðurstöður eru þessar: Algengir stafir, algengustu efst. Nýja testamentiðNjál...

category-iconEfnafræði

Hvað er líftækni?

Líftækni (e. biotechnology) er mjög víðtækt hugtak og ekki létt að skilgreina það í stuttu máli. En skilgreining gæti til dæmis verið þessi: Líftækni er sérhver tækni þar sem líffræðilegum kerfum, lífverum eða hlutum þeirra, er beitt til að framleiða vörur eða breyta vörum eða vinnuferlum til ákveðinna nota. Lí...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Við hvaða hitastig lifir sæði?

Í hverjum mánuði myndar karlmaður um 12 milljarða sáðfrumna í hlykkjóttum sáðpíplum eistna, sem eru í pungnum, húðpoka milli læra fyrir utan líkamann. Ástæðan fyrir því að eistun eru utan líkamans er sú að kjörhitastig fyrir sáðfrumumyndun er nokkuð lægra en eðlilegur líkamshiti, eða um 34-35°C. Eitt helsta h...

Fleiri niðurstöður