SiO2 < 52% Basískt berg |
SiO2 52-66% Ísúrt berg |
SiO2 > 66% Súrt berg |
|
Gosgler | Basaltgler | Hrafntinna | |
Gosberg | Basalt / blágrýti | Andesít / íslandít | Ríólít / ljósgrýti |
Gangberg | Dólerít / grágrýti | Míkródíorít | Granófýr |
Djúpberg | Gabbró | Díorít | Granít |
Ljósar steindir | Ca-Na feldspat (plagíóklas) |
Na-Ca feldspat (plagíóklas) |
Alkalí-feldspat Kvars |
Dökkar steindir | Pýroxen Magnetít Ólivín |
Pýroxen Magnetít |
Pýroxen |
2MgO + H4SiO4 = Mg2SiO4 + 2H2ONúorðið er stundum talað um kísilríkt og kísilsnautt berg í staðinn fyrir súrt og basískt, en lýsingarorðið „ísúr“ er nýyrði Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings, dregið af orðinu „ísaltur“ sem notað er á Suðurlandi yfir hálfsölt lón við ströndina. Orðin blágrýti, grágrýti og ljósgrýt eru íslenskun hinna alþjóðlegu nafna, íslandít er járnríkt afbrigði af andesíti sem er einkennandi fyrir úthafssvæði eins og Ísland, en ríólít kallast nú það sem áður var nefnt líparít. Samkvæmt þessu er flokkun bergs í aðalatriðum efnafræðileg, enda hafa á síðustu 50 árum komið fram æ fljótvirkari og nákvæmari sjálfvirkar vélar til að greina berg. Flest hinna algengu nafna eru þó miklu eldri en efnagreiningar, mörg tengd námagreftri eða byggingarlist. Þess vegna byggðist greining þeirra lengst af á eiginleikum sem meta má með berum augum og án flókinna tækja – lit, grófleika kristalla, hörku, kleyfni — og með dálítilli æfingu má ná færni í að flokka flestar algengar bergtegundir með stækkunargler eitt að vopni auk þess sem vasahnífur getur verið gagnlegur til að meta hörku steinda. Aðferðir við að greina berg eru eftirfarandi, með vísan til taflna 1 og 2: 1. Greining í handsýni (1. mynd).
Bretinn George Walker, sem vann merkilegt jarðfræðistarf á Austurlandi á 6. og 7. áratug 20. aldar, greindi flest berg í handsýni, jafnvel mismunandi basalt. Því skipti hann í þrennt, ólivín-basalt, þóleiít og dílabasalt.
Bergfræðismásjár eru flókin og dýr áhöld, og undirbúningur sýna fyrir smásjárskoðun sömuleiðis ekki á allra færi. Sá undirbúningur er í því fólginn að berg er límt á gler og slípað niður í þynnu af ákveðinni þykkt, 30 míkrómetra (0,03 mm). Þá eru flestir kristallar gagnsæir og unnt að greina þá, jafnt steintegund, stærð kristalla og innri gerð bergsins.
Fyrstu haldbæru bergefnagreiningar voru gerðar fyrir miðja 19. öld, en fram undir 1960 voru slíkar greiningar talsvert vandasamar og mjög tímafrekar. Með nútímatækni (flóknum og dýrum rafeindatækjum) er efnagreining þægilegasta og öruggasta greiningaraðferðin, og fljótlegust fyrir utan greiningu í handsýni. 3. tafla. Pikrít-basalt — efnagreining. Í einföldum bergefnagreiningum eru þessi 12 efni greind og oftast gefin í þungaprósentum.
SiO2 | 46,4 | FeO | 9,8 | Na2O | 1,6 |
TiO2 |
2,0 | MnO | 0,2 | K2O | 0,3 |
Al2O3 | 8,5 | MgO | 20,8 | P2O5 | 0,2 |
Fe2O3 | 2,5 | CaO | 7,4 | H2O | 0,3 |
- Smásjársýni: yamaguchi-u.ac.jp. Sótt 16. 2. 2011.
- Handsýni: Sigurður Steinþórsson.