Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3940 svör fundust
Er hægt að segja að talan 0 sé eining, öllu heldur sem eitthvað, jafnvel áþreifanlegt?
Elstu menningarþjóðirnar, Forn-Egyptar, Majar, Kínverjar og Súmerar, virðast hafa haft hugtakið "núll", en sérstakt tákn var þó ekki notað fyrir það nema stundum til að gefa til kynna eyðu á milli annarra tölustafa. Fyrsta notkun á tölustafnum "0" (það er samsvarandi tákni) á sama hátt og hann er notaður í dag kem...
Er stærðfræði raunvísindi eða hugvísindi?
Það er að vissu leyti samkomulagsatriði hvort stærðfræði flokkist til raunvísinda eða hugvísinda. Það má líka færa rök fyrir því að stærðfræði tilheyri hvorki raunvísindum né hugvísindum. Af öðrum fræðigreinum á stærðfræði að mörgu leyti mest sameiginlegt með greinum eins og rökfræði (e. logic) og ákvörðunarfr...
Hvers konar skáldskapur er ljóðasafnið Satírur eftir rómverska skáldið Júvenalis?
Ljóðasafnið Satírur eftir Júvenalis hefur enn ekki komið út á íslensku. Í stystu máli inniheldur það kvæði af því tagi sem kallast satírur eða saturae á latínu. Með öðrum orðum heitir kvæðasafn Júvenalis eftir bókmenntaformi kvæðanna. En hvað eru satírur? Satírur eru í stuttu máli rómverskur ádeilukveðskapur. Vara...
Hvað eru silfurský og hvenær ársins sjást þau?
Við lok júlímánaðar og fyrri hluta ágúst má alloft um miðnæturbil sjá bláhvítar, örþunnar skýjaslæður á himni og kallast þær silfurský. Lengi var talið að þessi ský væru sjaldséð, en síðan fóru að sjást merki um þau í mælingum gervihnatta. Þá kom í ljós að þau eru mjög algeng á ákveðnum svæðum að sumarlagi. Lo...
Af hverju setti Nikulás Kópernikus fram nýja heimsmynd?
Einhver forvitnilegasta spurningin sem saga Kópernikusar vekur er um það hvað honum gekk til að vilja setja fram nýja heimsmynd. Hefðbundin söguskoðun gefur vitaskuld það einfalda svar að þarna hafi blátt áfram verið um að ræða einarða sannleiksást og vísindalega snilli. Ýmsir fræðimenn síðari ára hafa þó viljað s...
Hvers vegna dragast sum efni saman þegar þau blotna?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvers vegna dragast sum efni saman þegar þau blotna, til dæmis kaðlar, snæri og ýmis vefnaður? Hvers vegna þenjast þau ekki út við að bæta við sig efni?Það er vissulega rökrétt að hugsa sem svo að efni þenjist út við að draga vatn í sig. Það er líka vel þekkt að bómullar- og næ...
Geta tveir einstaklingar af ólíkum tegundum eignast afkvæmi saman?
Já einstaklingar af mismunandi tegundum geta eignast afkvæmi saman. Skilgreiningin á tegund er á þá leið að hún sé mengi þeirra einstaklinga sem geta eignast saman frjó afkvæmi. Það þýðir að til þess að einstaklingar teljist til sömu tegundar verða þeir að geta eignast afkvæmi saman sem getur svo sjálft eignast af...
Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?
Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ...
Til hvers tóku Íslendingar saman ættfræðirit á fyrri öldum?
Fyrstu minningar hverrar manneskju eru tengdar uppruna og ættmennum. Sérhverjum manni er því náttúrulegt að vita uppruna sinn, vita hvaðan og hverjar kynkvíslir að honum renna. Ættfræði hefir því verið stunduð frá ómunatíð í flestum menningarsamfélögum og er elsta grein sagnfræði meðal þjóða heims. Ættfræði var st...
Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki?
Vegna þess hvað hundar og úlfar eru skyldir og líkir líffræðilega geta þeir eignast afkvæmi vandkvæðalaust. Þá virðist ekki skipta máli hvaða hundakyn eða úlfastofn eiga í hlut en hins vegar geta skapast vandræði ef stærðarmunur er mikill. Hundar og úlfar eru af hundaættinni, Canidae, sem inniheldur aðeins um þ...
Hvaða rannsóknir hefur Þorsteinn Helgason stundað?
Þorsteinn Helgason er dósent emeritus í sagnfræði og sögukennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa beinst að kennslufræði sögu, námsgagnagerð (einkum í sögu), gagnrýninni hugsun í kennslu, minningafræði og munnlegri sögu. Viðamestu verkefnin hafa þó fjallað um Tyrkjaránið á Íslandi 1627 o...
Geta vísindamenn útilokað vithönnun (intelligent design) sem upphaf lífsins?
Áður en bók Charles Darwins (1809-1882) Uppruni tegundanna kom út árið 1859 voru flestir Vesturlandabúar á þeirri skoðun að tegundir lífs á jörðinni hefðu orðið til við sköpun. Darwin ber kenningu sína saman við þessa hugmynd allvíða í bókinni. Hana má kalla sköpunarhyggju á íslensku en á ensku er hún oft nefnd cr...
Af hverju ruglar fólk stundum saman orðunum apótek og bakarí?
Að undanförnu hef ég spurst fyrir um þennan rugling á orðunum apótek og bakarí en engan hitt sem kannast við hann. Ekki rengi ég þó að hann sé til því að vel er þekkt að fólk segi eitt ósjálfrátt en hafi ætlað að segja annað. Sjálf segi ég mjög oft febrúar þegar ég ætla að segja nóvember og öfugt og hef enga skýri...
Íþróttamenn sjást stundum nota munntóbak, hvernig fer þetta tvennt saman?
Þegar talað er um reyklaust tóbak er átt við neftóbak og munntóbak. Neftóbaks hefur verið neytt á Íslandi í mjög langan tíma. Munntóbaks hefur aftur á móti verið neytt í mun styttri tíma svo einhverju nemi en notkun þess hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum einkum meðal yngra fólks. Ein skýringin á þessari ...
Hvers vegna krumpast tóm, lokuð plastflaska saman inni í ísskáp?
Í heild var spurningin svona:Hvers vegna krumpast lokaða plastflaskan saman (líkist lofttæmingu) ef hún stendur tóm í ísskápnum en ekki ef ég set þó ekki væri nema smávegis vökva í hana (né heldur ef smá op er á henni)? Svarið hefur með þéttingu lofts að gera þegar það er kælt niður. Loftið í kringum okkur er a...