Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 401 svör fundust

category-iconLögfræði

Má taka upp samtöl við lögregluna, til dæmis ef maður er stoppaður?

Vöktun með leynd, hvort sem um er að ræða mynd- eða hljóðupptöku, er ekki heimil. Þetta þýðir að þeir sem sæta vöktun, til dæmis á vinnustað, verða að vita af því. Á þessu geta þó verið undantekningar. Í sumum tilfellum er lögreglu heimilt að taka upp samtöl án vitneskju þeirra sem eru á upptökunni. Skilyrði ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getið þið sagt mér um L-karnitín sem notað er sem fæðubótarefni?

Karnitín (L-karnitín) er á fyrstu skrefum framleiðslunnar búið til úr amínósýrunum lýsíni og metíoníni í lifur og nýrum Eins og á við um svo mörg efni sem markaðsett eru sem fæðubótarefni þá framleiðir heilbrigður einstaklingur nóg karnitín til að anna eftirspurn. Nokkrar tegundir erfðasjúkdóma geta þó valdið rösk...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver uppgötvaði frumuna?

Uppgötvanir í vísindum eru oftast ekki gerðar af einum manni eða eru einstakir atburðir heldur eru þær ferli sem taka mismunandi langan tíma. Þannig var það einnig um uppgötvun frumunnar. Hún tengist þróun smásjárinnar og framförum í smásjárrannsóknum. Eftir að tókst að búa til litvísar (akrómatískar) linsur í ...

category-iconVísindavefur

Hvað er Plútó þungur?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar slöngutegundir í heiminum?

Slöngur eru af ætt skriðdýra (reptilia). Þær tilheyra sama ættbálki og eðlur en eru flokkaðar í undirættbálkinn serpenta en eðlur tilheyra undirættbálknum sauria. Í þróuninni töpuðu slöngur útlimum og öðru lunganu og augnalok hafa þær einnig misst. Elstu steingerðu leifar slangna eru frá síðari hluta krítartímabil...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Til hvers nota fílar ranann?

Rani fíla gegnir margþættu hlutverki. Fyrst má nefna að fílar nota hann til að afla sér fæðu. Þeir brjóta með honum greinar af trjáplöntum og stinga upp í sig. Rannsóknir hafa sýnt að fílar geta lyft allt að 250 kg með rananum. Fílar nota ranann einnig til að taka upp vatn, til drykkjar, þvotta og kælingar. V...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er elsta tungumál í heimi sem er talað enn í dag?

Það er ekki til neitt eitt ákveðið svar við þessari spurningu þar sem margt í tengslum við tungumál þarf að rannsaka betur. Ýmislegt er þó vitað um sum mjög gömul mál. Arabíska er til dæmis afar gamalt mál og hana tala um 150 milljónir manna. Hið klassíska arabíska bókmál er rakið aftur á 8. öld og Kóraninn var...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna voru hafðar galdrabrennur hér í gamla daga?

Svar þetta er skrifað með unga lesendur í hugaGaldrabrennurnar í gamla daga helguðust af því að fólk hugsaði of mikið um djöfulinn og það óttaðist að hann væri að ná tökum á mannfólkinu. Þetta sagði að minnsta kosti Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti, í bréfi sem hann skrifaði einum af prestum landsins árið ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaða tungumál í heiminum hefur einföldustu málfræðina?

Þessari spurningu er erfitt að svara. Engar áreiðanlegar tölur eru um fjölda tungumála heimsins og ekki heldur samkomulag um hvernig ákvarða á hvort ákveðið mál er sjálfstætt mál eða mállýska. Fræðimenn eiga enn talsvert langt í land með að rannsaka öll þau mál sem þekkt eru og lýsa þeim og sumum ná þeir aldrei að...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig verða svarthol til?

Vísindamenn telja að svarthol geti myndast á þrjá vegu. Í fyrsta lagi geta þau orðið til þegar massamiklar stjörnur enda æviskeið sitt. Svartholin verða þá til þegar kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Í öðru lagi geta stór svarthol myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrar...

category-iconHugvísindi

Hvað er saga?

Orðið saga er skylt sögninni segja og hefur upphaflega vísað til þess sem var sagt, óháð innihaldi þess. Leifar þeirrar merkingar höfum við í orðum eins og fiskisaga, sem er frekar frétt af fiskigöngu heldur en eiginleg saga. En strax í fornu máli norrænu var tekið að nota orðið sérstaklega í tveim merkingum sem s...

category-iconLæknisfræði

Hvað er faraldsfræði?

Til eru margar skilgreiningar á faraldsfræði, en þær eru flestar svipaðar að innihaldi. Eftirfarandi skilgreiningu er að finna í faraldsfræðiorðabók Last (1995): Með faraldsfræði er átt við rannsóknir á dreifingu og áhrifaþáttum ástands eða fyrirbæra er varða heilbrigði í tilteknum þýðum. Jafnframt fæst hún við ...

category-iconMannfræði

Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið?

Spurningin um hvar uppruna manna sé að leita hefur sótt á hugi margra vísindamanna á Vesturlöndum undanfarnar tvær aldir eða allt síðan farið var að efast um að frásögn Gamla testamentisins af sköpun mannsins væri fræðilega nákvæm. Á ofanverðri nítjándu öld fóru líffærafræðingar að átta sig á því að hægt væri a...

category-iconLæknisfræði

Hvað segja vísindin um svonefnt þyrnirósarheilkenni?

Kleine-Levin-heilkenni (e. Kleine-Levin syndrome), einnig þekkt sem þyrnirósarheilkenni, er ein tegund lotubundinnar svefnröskunar. Heilkennið er mjög sjaldgæft og hrjáir helst unglinga og þá fremur stráka en stelpur, en 70% þeirra sem hafa heilkennið eru karlkyns. Heilkennið einkennist af endurteknum en afturk...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju er Marsjeppinn kallaður Curiosity?

Könnunarjeppanum Curiosity, einnig þekktur sem Mars Science Laboratory (MSL), var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst...

Fleiri niðurstöður