Þyngdarsvið svarthols er svo sterkt að ekki einu sinni ljósið sleppur frá því. Þess vegna er ómögulegt að sjá svarthol. Vísindamenn nota óbeinar aðferðir til þess að finna svarthol, til dæmis með því að skoða hreyfingu stjarna umhverfis ósýnileg en massamikil fyrirbæri.
Það var seint á 18. öld sem mönnum kom fyrst til hugar að fyrirbæri sem við nefnum í dag svarthol, gætu verið til. Enski jarðfræðingurinn John Michell (1724-1793) og franski stjörnufræðingurinn Pierre-Simon Laplace (1749-1827) voru fyrstir til að fjalla um hluti sem væru svo massamiklir að ekkert slyppi úr þyngdarsviði þeirra. Michell nefndi þessi fyrirbæri svartar stjörnur (e. dark stars). Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hverfur allt sem fer inn í svarthol eða kemur eitthvað út úr þeim aftur? eftir Kristján Rúnar Kristjánsson
- Hvernig uppgötvuðust svarthol? eftir JGÞ
- Er hægt að koma efnisögnum á meiri hraða en ljóshraða? Ef ekki, verður þá hægt að rannsaka svokölluð svarthol? eftir Árdísi Elíasdóttur
- Verða ruslatunnur í framtíðinni lítil svarthol? eftir Lárus Thorlacius og Þorstein Vilhjálmsson
- Wikimedia Commons. Sótt 16.3.2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.