Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verða svarthol til?

JGÞ

Vísindamenn telja að svarthol geti myndast á þrjá vegu. Í fyrsta lagi geta þau orðið til þegar massamiklar stjörnur enda æviskeið sitt. Svartholin verða þá til þegar kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Í öðru lagi geta stór svarthol myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrarbrauta og dulstirna. Í þriðja lagi er talið að lítil svarthol hafi orðið til í Miklahvelli og skömmu eftir hann, vegna frávika í massaþéttleika og þrýstingi.

Hægt er að lesa meira um myndun svarthola í svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig myndast svarthol í geimnum?

Þyngdarsvið svarthols er svo sterkt að ekki einu sinni ljósið sleppur frá því. Þess vegna er ómögulegt að sjá svarthol. Vísindamenn nota óbeinar aðferðir til þess að finna svarthol, til dæmis með því að skoða hreyfingu stjarna umhverfis ósýnileg en massamikil fyrirbæri.


Sýndarmynd af svartholi með tífaldan sólarmassa séð úr 600 km fjarlægð með vetrarbrautina okkar í bakgrunni.

Það var seint á 18. öld sem mönnum kom fyrst til hugar að fyrirbæri sem við nefnum í dag svarthol, gætu verið til. Enski jarðfræðingurinn John Michell (1724-1793) og franski stjörnufræðingurinn Pierre-Simon Laplace (1749-1827) voru fyrstir til að fjalla um hluti sem væru svo massamiklir að ekkert slyppi úr þyngdarsviði þeirra. Michell nefndi þessi fyrirbæri svartar stjörnur (e. dark stars).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

16.3.2011

Spyrjandi

Breki Bragason, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig verða svarthol til?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58897.

JGÞ. (2011, 16. mars). Hvernig verða svarthol til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58897

JGÞ. „Hvernig verða svarthol til?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58897>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verða svarthol til?
Vísindamenn telja að svarthol geti myndast á þrjá vegu. Í fyrsta lagi geta þau orðið til þegar massamiklar stjörnur enda æviskeið sitt. Svartholin verða þá til þegar kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Í öðru lagi geta stór svarthol myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrarbrauta og dulstirna. Í þriðja lagi er talið að lítil svarthol hafi orðið til í Miklahvelli og skömmu eftir hann, vegna frávika í massaþéttleika og þrýstingi.

Hægt er að lesa meira um myndun svarthola í svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvernig myndast svarthol í geimnum?

Þyngdarsvið svarthols er svo sterkt að ekki einu sinni ljósið sleppur frá því. Þess vegna er ómögulegt að sjá svarthol. Vísindamenn nota óbeinar aðferðir til þess að finna svarthol, til dæmis með því að skoða hreyfingu stjarna umhverfis ósýnileg en massamikil fyrirbæri.


Sýndarmynd af svartholi með tífaldan sólarmassa séð úr 600 km fjarlægð með vetrarbrautina okkar í bakgrunni.

Það var seint á 18. öld sem mönnum kom fyrst til hugar að fyrirbæri sem við nefnum í dag svarthol, gætu verið til. Enski jarðfræðingurinn John Michell (1724-1793) og franski stjörnufræðingurinn Pierre-Simon Laplace (1749-1827) voru fyrstir til að fjalla um hluti sem væru svo massamiklir að ekkert slyppi úr þyngdarsviði þeirra. Michell nefndi þessi fyrirbæri svartar stjörnur (e. dark stars).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....