Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 689 svör fundust
Af hverju koma hvítir deplar þegar ég er búin að horfa lengi á ljós?
Hvítu deplarnir sem við sjáum eftir að hafa horft á einhvern bjartan flöt eru örlitlir klumpar af hlaupi eða öðru hálfgegnsæju efni sem sveimar um í glærhlaupi augans. Ef menn reyna að horfa beint á þá skjótast þeir oft undan manni. Það er ýmislegt sem getur valdið þessum blettum í glæruhlaupinu. Þegar við eru...
Hvar er hægt að finna lesefni um Einstein og myndir af honum?
Mynd fengin af áhugaverðu vefsetri, Albert Einstein Online Handa þeim sem lesa ensku er auðvitað mýgrútur af vefsetrum með gögnum um Einstein. Auk þess eru til nokkrar nýlega ævisögur sem verða nefndar hér á eftir. Það nýjasta og besta sem er að finna á íslensku um Einstein og verk hans er í þýddri bók eft...
Hvernig finnið þið út fjarlægðirnar í geimnum?
Þetta er góð spurning og varðar grundvallaratriði í stjarnvísindum því að fjarlægð stjarna og vetrarbrauta skiptir að sjálfsögðu sköpum þegar menn meta mikilvæga eiginleika þeirra, svo sem raunverulega birtu. Í stuttu máli má segja að menn beiti mjög mismunandi aðferðum við þetta eftir því hver fjarlægðin er. Það ...
Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er Suðurskautslandið talið vera eyðimörk? Og er það í rauninni stærsta eyðimörk heims? Sandur, sól og steikjandi hiti kann að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eyðimerkur ber á góma. En í rauninni þarf ekkert af þessu að einkenna eyðimerkursvæði – þau g...
Hvað er löss?
Löss er vindborið set sem iðulega hefur myndast við lok ísaldar þegar jöklar hörfuðu og skildu eftir sig mikið af fínkorna bergmylsnu sem sorfist hafði úr berggrunninum. Vindar feyktu setinu langar leiðir og settu það niður í þykkum lögum sem þekja landslagið sem fyrir var. Frægar myndanir eru til dæmis í vestanve...
Er húsaköngulóin sérstök tegund og finnst hún ekki utandyra?
Talið er að 89 tegundir köngulóa tilheyri hinni íslensku fánu. Þar af eru líklega sjö tegundir sem einungis finnast innanhúss. Ein þeirra tegunda sem aðeins lifir innanhúss er húsakönguló eða Tegenaria domestica á fræðimáli. Þekktir fundarstaðir eru aðallega á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt riti Inga Agnarssonar, ...
Fæðumst við með hitaeinangrun sem við missum síðan með aldrinum?
Tvær gerðir fituvefs er að finna í spendýrum. Önnur er betur þekkt enda mun fyrirferðarmeiri, hún nefnist ljós fita. Ljósa fitan kemur við sögu í orkuefnaskiptum líkamans og er bæði notuð sem orkuefni og geymd sem orkuforði líkamans. Enn fremur veitir hún hitaeinangrun og er höggdeyfir. Hin fitugerðin er svokö...
Hvernig er hægt að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem án blöndunar?
Röndótt tannkrem hefur löngum þótt dularfullt fyrirbæri. Aðferðin við að setja rauðar rendur í hvítt tannkrem, til dæmis, er þó sáraeinföld. Litunum er ekki blandað saman í túpunni, heldur við stútinn þar sem tannkremið kemur út. Tannkremstúpunni er skipt í tvö hólf. Annað hólfið er stærra og í því er hvítt ta...
Hvað er tunglið langt frá jörðu?
Tunglið er að meðaltali 384.400 km frá jörðu. Mesta fjarlægð þess er 405.500 km en minnsta 363.300 km. Ástæða þess að tunglið er ekki alltaf í sömu fjarlægð frá jörðu er sú að braut þess um jörðu er ekki hringur heldur sporbaugur ("ellipsa"). Miðskekkja hennar er 0,0549 en í því felst meðal annars að fjarlægð jarð...
Til hvers eru veiðihár á köttum og vaxa þau aftur ef þeir missa þau?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna eru menn ekki með veiðihár eins og mörg önnur dýr? er fjallað um hlutverk veiðihára hjá dýrum. Hjá köttum gegna þau mikilvægu hlutverki við skynjun á umhverfinu, líkt og gildir um þreifara hjá skordýrum. Kettir hafa að meðaltali 12 hreyfanleg hár á hvorri hlið trý...
Af hverju eru strútar með svona lítinn heila?
Strúturinn (Struthio camelus) hefur vissulega lítinn heila miðað við okkur mennina. Heilinn í strútum er svipaður og hjá öðrum fuglum en þar sem hann er stærstur allra núlifandi fugla þá er hlutfallsleg stærð heilans miðað við líkamsþyngd frekar lítil. Þetta á reyndar við um margar aðrar fuglategundir. Heili strú...
Er vitað hvort ónæmisbælandi meðferð auki líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu?
Daði spurði upprunalega um tvennt sem tengist sjúkdómnum COVID-19. Hér er fyrri hluta spurningarinnar svarað: Er vitað á þessari stundu hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) auki líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu? Ónæmisbælandi meðferð getur aukið hættu á ýmis konar sýki...
Hvað er snjáldra?
Snjáldrur eða snjáldurmýs (Soricidae) nefnist sérstök ætt lítilla spendýra innan ættbálks skordýraæta (Insectivora). Alls hefur rúmlega 300 snjáldrutegundum verið lýst og eru þær tegundaauðugasta ætt innan ættbálksins. Dæmi um önnur dýr sem tilheyra ættbálki skordýraæta eru moldvörpur og broddgeltir. Snjáldrur...
Hvað er neyslustýring?
Neyslustýring hefur verið notuð innan hagfræðinnar til að lýsa því hvernig opinberar álögur og í sumum tilfellum niðurgreiðslur hafa áhrif á neyslu manna. Ef álögur eða niðurgreiðslur eru mjög mismunandi á vörur sem eiga í samkeppni í hugum neytenda þá getur það breytt neyslu manna, þannig að hún verði öðruvísi en...
Hafa eldgos áhrif á veðrið?
Eldgos geta haft mikil áhrif á veðurfar til skemmri tíma, en til þess að svo megi verða þurfa þau að vera mjög stór eða „vel“ staðsett og helst hvoru tveggja. Langflest stór gos eru sprengigos. Þau dreifa miklu magni tiltölulega grófra gosefna í veðrahvolfið en gosefnin falla tiltölulega fljótt út og því er það lí...