Er vitað á þessari stundu hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) auki líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu?Ónæmisbælandi meðferð getur aukið hættu á ýmis konar sýkingum og það er mögulegt að slík meðferð auki hættu á alvarlegri COVID-19-sýkingu en sú hætta er að líkindum lítil. Einnig er vert að hafa í huga að slíkri meðferð er beitt í baráttu við alvarlega sjúkdóma sem í sjálfu sér geta sett sjúklinginn í áhættuhóp varðandi COVID-19. Það getur því verið spurning hvort sé hættulegra í þessu samhengi sjúkdómurinn eða meðferðin.
- File:Healthy Human T Cell.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 27.03.2020).