Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er tunglið langt frá jörðu?

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Tunglið er að meðaltali 384.400 km frá jörðu. Mesta fjarlægð þess er 405.500 km en minnsta 363.300 km. Ástæða þess að tunglið er ekki alltaf í sömu fjarlægð frá jörðu er sú að braut þess um jörðu er ekki hringur heldur sporbaugur ("ellipsa"). Miðskekkja hennar er 0,0549 en í því felst meðal annars að fjarlægð jarðar frá miðju sporbaugsins er sú tala sinnum meðalfjarlægð tungls frá jörð.

Á myndinni hér á eftir sjást nokkrir sporbaugar með mismunandi miðskekkju. Miðskekkja sporbaugs liggur á bilinu 0 til 1. Þegar miðskekkjan er núll þá er sporbaugurinn hringur (sem er þá sérstök tegund sporbaugs), og þegar miðskekkjan nálgast einn fer sporaskjan að nálgast lögun línustriks.



Þegar miðskekkja sporbaugs er eins lítil og hjá tunglinu víkur lögun hans lítið frá hringlögun en miðja sporbaugsins (hringsins) víkur hins vegar nokkuð frá brennipunktinum þar sem jörðin er í þessu tilviki.

Meira má lesa um tunglið, jörðina og sólkerfið okkar með því að slá orðin inn í leitarvél okkar.

Um sporbauga sólkerfisins og frávik brauta frá hringlögun má lesa nánar á íslensku í bókum Þorsteins Vilhjálmssonar, Heimsmynd á hverfanda hveli, I-II, Reykjavík: Mál og menning, 1985-1986.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.10.2001

Spyrjandi

Matthías Grétarsson, Steinar Marinósson

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er tunglið langt frá jörðu?“ Vísindavefurinn, 4. október 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1890.

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 4. október). Hvað er tunglið langt frá jörðu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1890

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er tunglið langt frá jörðu?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1890>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er tunglið langt frá jörðu?
Tunglið er að meðaltali 384.400 km frá jörðu. Mesta fjarlægð þess er 405.500 km en minnsta 363.300 km. Ástæða þess að tunglið er ekki alltaf í sömu fjarlægð frá jörðu er sú að braut þess um jörðu er ekki hringur heldur sporbaugur ("ellipsa"). Miðskekkja hennar er 0,0549 en í því felst meðal annars að fjarlægð jarðar frá miðju sporbaugsins er sú tala sinnum meðalfjarlægð tungls frá jörð.

Á myndinni hér á eftir sjást nokkrir sporbaugar með mismunandi miðskekkju. Miðskekkja sporbaugs liggur á bilinu 0 til 1. Þegar miðskekkjan er núll þá er sporbaugurinn hringur (sem er þá sérstök tegund sporbaugs), og þegar miðskekkjan nálgast einn fer sporaskjan að nálgast lögun línustriks.



Þegar miðskekkja sporbaugs er eins lítil og hjá tunglinu víkur lögun hans lítið frá hringlögun en miðja sporbaugsins (hringsins) víkur hins vegar nokkuð frá brennipunktinum þar sem jörðin er í þessu tilviki.

Meira má lesa um tunglið, jörðina og sólkerfið okkar með því að slá orðin inn í leitarvél okkar.

Um sporbauga sólkerfisins og frávik brauta frá hringlögun má lesa nánar á íslensku í bókum Þorsteins Vilhjálmssonar, Heimsmynd á hverfanda hveli, I-II, Reykjavík: Mál og menning, 1985-1986.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...