Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru bakteríur í heiminum?

ÞV

Einfaldasta svarið er kannski: Af því að þær þrífast!

Margar tegundir baktería urðu til fyrir mjög löngu og hafa þrifist ágætlega allar götur síðan, en hafa raunar talsvert aðra næringarkosti á síðari tímabilum jarðsögunnar en þær eða forverar þeirra höfðu í öndverðu.

Samkvæmt hugmyndum okkar um þróun lífsins á jörðinni byrjaði saga lífsins með því að til varð lítil og einföld lífvera, einfrumungur, sem var búin þeim eiginleika að út frá henni urðu til nýjar lífverur næstum því eins og sú fyrsta. Þessar lífverur fjölguðu sér og út frá þeim mynduðust síðan nýjar tegundir. Eftir langan tíma fóru lífverurnar svo að verða flóknari og flóknari, lífverur með mörgum frumum urðu til og svo framvegis.

Bakteríur eru meðal þeirra lífvera sem nú lifa og eru líkastar þessum upphaflegu tegundum einfrumunga. Það er því ekki fjarri sanni að við finnum í hópi baktería einhverjar elstu tegundir sem nú lifa á jörðinni.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

12.3.2008

Spyrjandi

Ástþór Arnar Bragason

Tilvísun

ÞV. „Af hverju eru bakteríur í heiminum?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2008, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7225.

ÞV. (2008, 12. mars). Af hverju eru bakteríur í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7225

ÞV. „Af hverju eru bakteríur í heiminum?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2008. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7225>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru bakteríur í heiminum?
Einfaldasta svarið er kannski: Af því að þær þrífast!

Margar tegundir baktería urðu til fyrir mjög löngu og hafa þrifist ágætlega allar götur síðan, en hafa raunar talsvert aðra næringarkosti á síðari tímabilum jarðsögunnar en þær eða forverar þeirra höfðu í öndverðu.

Samkvæmt hugmyndum okkar um þróun lífsins á jörðinni byrjaði saga lífsins með því að til varð lítil og einföld lífvera, einfrumungur, sem var búin þeim eiginleika að út frá henni urðu til nýjar lífverur næstum því eins og sú fyrsta. Þessar lífverur fjölguðu sér og út frá þeim mynduðust síðan nýjar tegundir. Eftir langan tíma fóru lífverurnar svo að verða flóknari og flóknari, lífverur með mörgum frumum urðu til og svo framvegis.

Bakteríur eru meðal þeirra lífvera sem nú lifa og eru líkastar þessum upphaflegu tegundum einfrumunga. Það er því ekki fjarri sanni að við finnum í hópi baktería einhverjar elstu tegundir sem nú lifa á jörðinni.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....