Af hverju er Suðurskautslandið talið vera eyðimörk? Og er það í rauninni stærsta eyðimörk heims?Sandur, sól og steikjandi hiti kann að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eyðimerkur ber á góma. En í rauninni þarf ekkert af þessu að einkenna eyðimerkursvæði – þau geta allt eins verið dimm, köld og þakin snjó. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig verða eyðimerkur til? þá er eyðimörk gjarnan skilgreind sem svæði þar sem meðalúrkoma ársins er innan við 250 mm. Fleiri þættir geta þó komið til og þá sérstaklega hvernig hlutfallið er á milli úrkomu og uppgufunar. Það skiptir þó ekki máli þegar eins kalt svæði og Suðurskautslandið er skoðað.

Ekki dæmigerð eyðimerkurmynd en Suðurskautslandið er engu að síður stærsta eyðimörk jarðar. Þar er mjög lítil úrkoma öfugt við það sem ætla mætti miðað við að landið er hulið ís og snjó. Sá snjór sem fellur safnast hins vegar fyrir þar sem uppgufun og leysing er mjög lítil.
- Antarctic weather — Australian Antarctic Division. (Skoðað 17. 10. 2016).
- Antarctica Fact File, What is it like in Antarctica, Antarctic environment. (Skoðað 17. 10. 2016).
- Climate of Antarctica - Wikipedia. (Skoðað 17. 10. 2016).
- Desert - Wikipedia. (Skoðað 17. 10. 2016).
- Mynd: Antarctica: Helicoptering the Dry Valleys | Ferrar Glacier | Eli Duke | Flickr. (Sótt 17. 10. 2016).