Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 144 svör fundust
Hvað er hyski?
Þótt orðið fjölskylda sé vel þekkt í fornu máli hefur það ekki þar þá merkingu sem nú er algengust, það er `foreldrar og börn þeirra; húsráðendur og afkomendur þeirra o.fl.' heldur var hin forna merking einkum `annir, margvísleg störf.' En hvaða orð var notað um fjölskyldu? Hér er þess að gæta að hið forna ísl...
Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað - en jú, hugsanlega er það siðlaust vegna þess að það eykur líkur á erfðagöllum hjá börnunum. Eftir því sem skyldleiki milli foreldra eykst því líklegra er að börnin líði fyrir skyldleikann. Hins vegar er breytilegt hvernig þessi áhrif verða en þó ljóst að þau geta verið mjög...
Hversu margir innflytjendur búa á Íslandi og hvaðan koma þeir?
Um hugtakið innflytjandi er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið innflytjendur? og bendum við lesendum á að lesa það fyrst. Samsetning hópsins sem dvelur á Íslandi hefur breyst umtalsvert á undangengnum 20-30 árum. Hagstofan upplýsir að skipta megi mannfjöldanum sem ...
Hvað er markhyggja?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað er markhyggja? Hvenær og af hverju varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft? Markhyggja er í grófum dráttum hver sú kenning sem beitir tilgangsskýringum. Tilgangsskýringar eru útskýringarnar sem vísa til tilgangs eða ætlunar sem þáttar í orsakasamhengi. Þá er það sem...
Hver fann upp sjónaukann?
Uppfinning sjónaukans er eignuð Hollendingi, sem samkvæmt opinberum hollenskum skjölum bar nafnið Hans Lipperhey (1570-1619) og bjó hann lengst af í Middelburg, höfuðstað Zeelands. Vitað er að hann var aðfluttur frá borginni Wesel í Þýskalandi, sem liggur við ána Rín. Vatnaleiðin á milli þessara borga er um 250 k...
Hvað er varmasmiður og finnst hann á Íslandi?
Varmasmiður (Carabus nemoralis) er skordýr sem finnst við fjölbreytileg skilyrði á heimaslóðum sínum í Evrópu og er þar algengastur stóru smiðanna. Hann heldur sig í allskyns þurrlendi með frjósömum jarðvegi, í opnum skógarbotnum, skrúðgörðum og húsagörðum, bæði í byggð og villtri náttúru. Ræktarlönd og garðyrkja ...
Hvað getið þið sagt mér um lúsmý?
Lúsmý eru agnarsmáar mýflugur af lúsmýsætt (Ceratopogonidae), almennt 1-3 mm, afar fíngerðar og illa sýnilegar nema helst þegar þær safnast margar saman á húð spendýra til að taka þeim blóð. Á það ekki síst við um ljósa og hárlitla húð manna. Lúsmý finnst um víða veröld enda tegundir fjölmargar og hver með sínar k...
Hafa erfðaþættir áhrif á veirusýkingar?
Upprunalega spurningin var: Skipta erfðir hýsils máli í sýkingum vegna veira eða annara sýkla? Breytileiki í einkennum lífvera orsakast af erfðum, umhverfi, samspili hvoru tveggja eða tilviljunum. Munur er á styrk áhrifanna eftir eiginleikum. Form vængja ávaxtaflugna eða munnvídd fólks eru dæmi um breytilei...
Hvað er erfðafræði?
Eins og nafnið bendir til er erfðafræðin fræðigrein þar sem fengist er við rannsóknir á því hvernig eiginleikar erfast frá kynslóð til kynslóðar. Upphaf nútíma erfðafræði má rekja til tilrauna austurríska munksins Gregors Mendel (1822-1884). Mendel birti niðurstöður sínar árið 1866 en þær vöktu þá litla sem enga a...
Getur þú sagt mér eitthvað um bjölluna asparglyttu?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Fann bjöllur með gylltan skjöld á víðiplöntu. Geturðu sagt mér hvaða bjalla þetta er og hvort hún er skæð fyrir gróðurinn? Hér er væntanlega verið að tala um asparglyttu (Phratora vitellinae) sem er nýlegur landnemi hér á landi. Asparglytta er orðin afar algeng í trjágróðri ...
Hvað er líffræði?
Líffræði er fræðigrein sem fjallar um lífið í allri sinni fjölbreyttustu mynd, allt frá minnstu lífefnasameindum upp í flóknustu vistkerfi, frá veirum upp í stærstu hvali og hávöxnustu tré. Á vef Háskóla Íslands er sagt að líffræði fjalli meðal annars um: byggingu og starfsemi frumna byggingu, eftirmyndun, s...
Af hverju stökkbreytist erfðaefni í náttúrunni eftir geislavirkni?
Með geislavirkni er oftast átt við jónandi geislun sem kemur frá geislavirkum efnum. Jónandi geislun getur verið rafsegulgeislun (eins og gammageislun og röntgengeislun) eða agnageislun. Agnageislun veldur yfirleitt meiri usla þar sem hún fer um vegna þess að þar er massi á ferðinni, sem að auki hefur hleðslu. Alf...
Hvað eru til margar tegundir af stofnfrumum?
Þrjú hugtök eru helst notuð til að skilja eðli og hæfni stofnfruma. Alhæfar (e. totipotent) frumur er hugtak sem einungis á við frjóvgað egg og fósturvísi stuttu eftir frjóvgun þar sem einungis frumufjölgun en engin frumusérhæfing hefur átt sér stað. Alhæfar stofnfrumur geta bæði gefið af sér frumur sem verða að f...
Hvenær verðum við eldri borgarar?
Upprunalega spurningin var: Hvert er viðmiðið við að teljast eldri borgari? „Eldri borgari“ er í sjálfu sér teygjanlegt hugtak. Almennt er litið svo á að sá sem hefur lokið föstu starfi og er kominn á eftirlaun sé eldri borgari. Á Íslandi er formlegur eftirlaunaaldur þegar fólk verður 67 ára, en þá hefur þ...
Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Af hverju eykst algengi apabólu með minnkandi ónæmi gegn bólusótt? Apabóla er sjaldgæfur smitsjúkdómur sem er landlægur í nokkrum löndum mið- og vesturhluta Afríku. Í svari við spurningunni Hvað er apabóla? er fjallað almennt um sjúkdóminn og af hverju tilfellum af ...