Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur þú sagt mér eitthvað um bjölluna asparglyttu?

Jón Már Halldórsson

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Fann bjöllur með gylltan skjöld á víðiplöntu. Geturðu sagt mér hvaða bjalla þetta er og hvort hún er skæð fyrir gróðurinn?

Hér er væntanlega verið að tala um asparglyttu (Phratora vitellinae) sem er nýlegur landnemi hér á landi. Asparglytta er orðin afar algeng í trjágróðri í görðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Þetta eru smávaxnar en mjög fallegar bjöllur. Skelin er með miklum gljáa og breytileg að lit eftir því hvernig birtan fellur á hana; græn, blágræn eða fjólublá. Lirfan er hins vegar dekkst fremst en verður ljósari þegar aftar dregur og er bolurinn mjúkur með dökkum hörðum blettum.

Asparglytta Phratora vitellinae fannst fyrst á Íslandi sumarið 2005.

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands er fjallað um apsarglyttuna. Þar segir meðal annars:

Asparglytta finnst í skógum og görðum með þéttvöxnum öspum (Populus) og víðitrjám (Salix). Fullorðnar bjöllur taka að vakna af vetrardvala upp úr miðjum apríl og safnast saman á stofnum og greinum aspa og víðitrjáa. Þær ná mestum fjölda í júní og taka strax til við að éta laufblöðin þegar brum opnast. Þær kjósa ný blöð á greinaendum. Eftir að bjöllurnar hafa byggt sig upp í um vikutíma fer mökun fram og viku síðar fara kvendýrin að verpa á þroskaðri laufblöðin sem lirfurnar nýta. Samkeppni um fæðu er því lítil á milli lirfa og bjallna og hýsilplantan vel nýtt. Lirfurnar raða sér gjarnan saman hlið við hlið, skríða áfram í hersingu og spæna í sig mjúka vefi laufblaðsins. Þær vaxa upp á tveim til þrem vikum, láta sig síðan falla til jarðar og púpa sig eftir nokkra daga í hulstri sem þær byggja um sig. Púpustigið varir í um átta daga. Ný kynslóð bjallna klekst. Í Evrópu geta þrjár kynslóðir þroskast yfir sumarið. Ekki er kunnugt um fjölda kynslóða hér á landi, en fullorðnar bjöllur finnast á ferli allt sumarið og fram yfir miðjan október. Þá leggjast þær í dvala, gjarnan undir trjáberki eða hvar sem skjól er að finna. Lirfurnar verða sér úti um vörn gegn rán- og sníkjudýrum með því að taka til sín sykrur úr fæðuplöntunni (einkum salicin og salicortin) og umbreyta þeim í salicylaldehyð sem er eitrað. Efnið á skylt við aspirín.

Fyrsti staðfesti fundur asparglyttu hér á landi var síðsumars 2005 í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði. Henni fjölgaði hratt og undanfarin sumur er asparglyttan meðal algengustu meindýra í trjágróðri á suðvesturhluta landsins. Asparglyttan lifir á víðitegundum og eru viðja og blæösp í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Asparglyttan étur mjúka vefi laufblaðanna og eftir standa dökkbrún skemmd laufböðin.

Asparglyttan er eitt besta dæmi um ágenga tegund í íslenskri náttúru, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er vitað hvernig hún barst hingað til lands en líklegt að það hafi gerst með innflutningi jarðvegs eða plantna eða jafnvel með farfuglum.

Lirfur asparglyttunnar raða sér gjarnan saman hlið við hlið, skríða áfram í hersingu og spæna í sig mjúka vefi laufblaðsins.

Það er vel þekkt að ágjarnar tegundir (e. invasive species) eiga oft ekki náttúrulega óvini í nýju heimkynnunum og geta því breiðst hratt út í nýja umhverfinu. Þetta á við um aparglyttuna en fuglar virðast ekki líta við henni. Efnið sem bjallan framleiðir og minnst var á hér fyrir ofan fer nefnilega afar illa í maga afræningjanna.

Heimild og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.8.2017

Spyrjandi

Ragnheiður Arnkelsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér eitthvað um bjölluna asparglyttu?“ Vísindavefurinn, 30. ágúst 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74139.

Jón Már Halldórsson. (2017, 30. ágúst). Getur þú sagt mér eitthvað um bjölluna asparglyttu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74139

Jón Már Halldórsson. „Getur þú sagt mér eitthvað um bjölluna asparglyttu?“ Vísindavefurinn. 30. ágú. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74139>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur þú sagt mér eitthvað um bjölluna asparglyttu?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Fann bjöllur með gylltan skjöld á víðiplöntu. Geturðu sagt mér hvaða bjalla þetta er og hvort hún er skæð fyrir gróðurinn?

Hér er væntanlega verið að tala um asparglyttu (Phratora vitellinae) sem er nýlegur landnemi hér á landi. Asparglytta er orðin afar algeng í trjágróðri í görðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Þetta eru smávaxnar en mjög fallegar bjöllur. Skelin er með miklum gljáa og breytileg að lit eftir því hvernig birtan fellur á hana; græn, blágræn eða fjólublá. Lirfan er hins vegar dekkst fremst en verður ljósari þegar aftar dregur og er bolurinn mjúkur með dökkum hörðum blettum.

Asparglytta Phratora vitellinae fannst fyrst á Íslandi sumarið 2005.

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands er fjallað um apsarglyttuna. Þar segir meðal annars:

Asparglytta finnst í skógum og görðum með þéttvöxnum öspum (Populus) og víðitrjám (Salix). Fullorðnar bjöllur taka að vakna af vetrardvala upp úr miðjum apríl og safnast saman á stofnum og greinum aspa og víðitrjáa. Þær ná mestum fjölda í júní og taka strax til við að éta laufblöðin þegar brum opnast. Þær kjósa ný blöð á greinaendum. Eftir að bjöllurnar hafa byggt sig upp í um vikutíma fer mökun fram og viku síðar fara kvendýrin að verpa á þroskaðri laufblöðin sem lirfurnar nýta. Samkeppni um fæðu er því lítil á milli lirfa og bjallna og hýsilplantan vel nýtt. Lirfurnar raða sér gjarnan saman hlið við hlið, skríða áfram í hersingu og spæna í sig mjúka vefi laufblaðsins. Þær vaxa upp á tveim til þrem vikum, láta sig síðan falla til jarðar og púpa sig eftir nokkra daga í hulstri sem þær byggja um sig. Púpustigið varir í um átta daga. Ný kynslóð bjallna klekst. Í Evrópu geta þrjár kynslóðir þroskast yfir sumarið. Ekki er kunnugt um fjölda kynslóða hér á landi, en fullorðnar bjöllur finnast á ferli allt sumarið og fram yfir miðjan október. Þá leggjast þær í dvala, gjarnan undir trjáberki eða hvar sem skjól er að finna. Lirfurnar verða sér úti um vörn gegn rán- og sníkjudýrum með því að taka til sín sykrur úr fæðuplöntunni (einkum salicin og salicortin) og umbreyta þeim í salicylaldehyð sem er eitrað. Efnið á skylt við aspirín.

Fyrsti staðfesti fundur asparglyttu hér á landi var síðsumars 2005 í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði. Henni fjölgaði hratt og undanfarin sumur er asparglyttan meðal algengustu meindýra í trjágróðri á suðvesturhluta landsins. Asparglyttan lifir á víðitegundum og eru viðja og blæösp í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Asparglyttan étur mjúka vefi laufblaðanna og eftir standa dökkbrún skemmd laufböðin.

Asparglyttan er eitt besta dæmi um ágenga tegund í íslenskri náttúru, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er vitað hvernig hún barst hingað til lands en líklegt að það hafi gerst með innflutningi jarðvegs eða plantna eða jafnvel með farfuglum.

Lirfur asparglyttunnar raða sér gjarnan saman hlið við hlið, skríða áfram í hersingu og spæna í sig mjúka vefi laufblaðsins.

Það er vel þekkt að ágjarnar tegundir (e. invasive species) eiga oft ekki náttúrulega óvini í nýju heimkynnunum og geta því breiðst hratt út í nýja umhverfinu. Þetta á við um aparglyttuna en fuglar virðast ekki líta við henni. Efnið sem bjallan framleiðir og minnst var á hér fyrir ofan fer nefnilega afar illa í maga afræningjanna.

Heimild og myndir:

...