Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 171 svör fundust
Hvaða gastegundir koma upp í eldgosi?
Lofttegundir sem mynda eldfjallagas, eru sumar hverjar leystar upp í bergkvikunni. Þær eru í meginatriðum af þrennum toga, úr möttli jarðar, úr myndbreyttu gosbergi eða setbergi, og úr yfirborðsjarðlögum, að vatnshveli jarðar meðtöldu. Aðrar myndast úr uppleystum frumefnum eða sameindum kvikunnar, meðan uppgufun e...
Er hægt að drekka súrefni á vökvaformi?
Stutta svarið við þessari spurningu er „já“. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því að það að drekka súrefni á vökvaformi er stórhættulegt og mundi líklega valda dauða þess sem reyndi það! Mörgum finnst svalandi að drekka kalda drykki en við erum ekki vön að drekka vökva sem eru kaldari en við frostmark, sem...
Eiga vatn og rafmagn eitthvað sameiginlegt og verður sjórinn rafmagnaður ef rafmagnslína dettur ofan í hann?
Vatn og rafmagn eiga fátt sameiginlegt. Vatn (táknað H2O) er efnasamband og er vatnssameindin gerð úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Orðið rafmagn er hins vegar haft um hvers konar fyrirbæri sem tengjast rafhleðslum og hreyfingum þeirra, en rafhleðsla er einn af grundvallareiginleikum efnisins...
Er hægt að geyma vetnisflúoríð á glerflösku ef það er ekki leyst upp í vatni?
Gerður er greinarmunur á HF á gasformi og HF í vatnslausn. HF á gasformi kallast vetnisflúoríð og er táknað með HF(g) en vatnslausn af vetnisflúoríði kallast flússýra (einnig kallað flúorsýra eða flúrsýra) og er táknuð með HF(aq). Algengasta form vetnisflúoríðs er 40% lausn af HF í vatni. Slíkar lausnir eru se...
Getur vatn brunnið?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju slekkur vatn eld ef vetni er eldfimt og súrefni nauðsynlegt fyrir eld? Af hverju er ekki hægt að kveikja í vatni, það er bæði hægt að kveikja í vetni og súrefni en hvers vegna ekki vatni? Vatnsameind er uppbyggð af einni súrefnisfrumeind (O) og tveimur...
Hvað eiga froskdýr og skriðdýr sameiginlegt?
Það er langt síðan þessir tveir flokkar hryggdýra: froskdýr (Amphipia) og skriðdýr (Reptilia) aðskildust í þróunarsögunni. Fyrstu froskdýrin komu fram seint á Devon-tímabilinu í jarðsögunni, fyrir um 360 milljón árum (sjá mynd af jarðsögutöflu með því að smella hér), og voru ríkjandi á kolatímabilinu. Fyrir um 310...
Hvað tekur rotnun líks í sjó langan tíma og getur hitastig sjávar skipt þar máli?
Ekki er unnt að setja fastan tíma á niðurbrot líkama í vatni fremur en í jörðu. Þó er niðurbrot líkamsleifa í sjó eða vötnum með nokkuð öðrum hætti en líka, sem umbreytast undir beru lofti eða í jörðu og skiptir hitastig miklu máli. Líkamar manna, sem drukkna í sæ eða vötnum kólna hraðar en líkamar á þurru landi....
Hvað er metýl-ísósýanat og hver eru áhrif þess á umhverfið?
Metýl-ísósýanat (CH3NCO), gjarnan skammstafað MIC (e. methyl isocyanate), er litlaus eldfimur vökvi sem gufar hratt upp þegar hann kemst í snertingu við loft. Efnið hefur sterka, einkennandi lykt og veldur bráðum eituráhrifum. Þegar metýl-ísósýanat kemst undir bert loft myndar það gas sem brotnar niður í andrú...
Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum?
Í tóbaksreyk eru yfir sjö þúsund mismundandi efnasambönd, bæði lofttegundir, vökvi og örsmáar fastar efnisagnir. Í laufum tóbaksjurtarinnar eru um tvö þúsund efni. Gera þarf greinamun á:efnasamsetningu laufa tóbaksjurtarinnarefnum sem bætt er í tóbak við vinnsluefnasamböndum í tóbaksreyknum sem myndast við br...
Getur vatn verið þurrt?
Gestir okkar hafa greinilega gaman af að velta fyrir sér merkingu orðanna þó að tengingin við raunveruleikann sé að vísu oft á næstu grösum. Við kveinkum okkur alls ekki undan þessu því að við höfum líka lúmskt gaman af að spá í orðin og tungumálið. Hins vegar þurfa kannski báðir aðilar að gæta sín á því að festas...
Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?
Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun (e. dehydration), en það getur verið lífshættulegt ef ekkert er að gert. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps. Ofþornun þýðir einfaldlega að líkaminn hefur ekki nægilegt magn ...
Hvaða vítamín eða steinefni vantar í líkamann ef maður fær mjög oft sinadrátt?
Sinadráttur getur fylgt ýmiss konar aðstæðum. Einna algengast er að fá sinadrátt við eða eftir óvenjulega og mikla áreynslu eins og fylgt getur íþróttaiðkun, erfiðri göngu eða áreynslu í starfi. Margir þekkja það að fá sinadrátt að kvöld- eða næturlagi, til dæmis í kálfa, án sérstakrar ástæðu. Sumur konur fá sinad...
Hvað er sjórinn langur?
Vökvi getur haft rúmmál og massa en það er erfitt að sjá hvernig hægt er að mæla lengd hans. Sem dæmi þá getum við verið með einn lítra af vatni sem er það sama og 1 dm2 og þessi lítri er 1 kg að þyngd. Við getum líka talað um flatarmál vatnsins, til dæmis við yfirborð eða botn, en það er hins vegar breytileg stæ...
Hvers vegna koma eldgos?
Eldgos verða af því að jörðin er mjög heit að innan. Í kjarna jarðarinnar er hitinn um 5000°C en í miðju jarðar er hitinn um 7000°C. Hitinn leitar út en kemst ekki nógu hratt upp á yfirborðið nema efnið í jörðinni hreyfist. Þannig kælir jörðin sig með tilfærslu á heitu efni upp á yfirborðið en í svari Ármanns Hösk...
Götur eru saltaðar til að svellið bráðni, en skíðabrekkur til að fá harðfenni. Hvernig má það vera?
Saltið sem dreift er á götur bræðir ísinn og salti er stundum dreift á skíðabrekkur til að fá harðfenni. Þrátt fyrir að við fyrstu sýn sé þetta mótsögn geta báðar fullyrðingarnar verið réttar. Salt sem stráð er á snjó eða ís bræðir yfirborð hans og myndar saltvatnspoll. Þetta gerist þannig að ísinn og saltið m...