Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað tekur rotnun líks í sjó langan tíma og getur hitastig sjávar skipt þar máli?

Gunnlaugur Geirsson (1940-2022)

Ekki er unnt að setja fastan tíma á niðurbrot líkama í vatni fremur en í jörðu. Þó er niðurbrot líkamsleifa í sjó eða vötnum með nokkuð öðrum hætti en líka, sem umbreytast undir beru lofti eða í jörðu og skiptir hitastig miklu máli. Líkamar manna, sem drukkna í sæ eða vötnum kólna hraðar en líkamar á þurru landi. Við það hægir á niðurbroti af völdum gerla þannig að hin græna litarbreyting rotnunar kemur síðar fram á líkinu og loftmyndun sömuleiðis.

Lík drukknaðs manns sekkur í fyrstu og er höfuðið yfirleitt dýpst í vatninu. Blóðið leitar því í átt að höfði og hálsi og verður niðurbrotið fyrst þar.

Varmi í vatninu eða skólpmengun hraðar niðurbroti, en lík sem liggur í tæru, köldu árvatni getur varðveist afar vel. Þarf því að meta allar aðstæður í umhverfi þegar reynt er að áætla hversu lengi lík hefur legið í vatni.

Nokkur munur er á niðurbroti líkama eftir því hvort það á sér stað í sjó eða fersku vatni. Vegna þess að sjór er saltur dregst vökvi úr líkinu og húðin verður hrukkótt en hornlag húðarinnar dregur í sig vatn og getur byrjað að flagna af á stórum svæðum á höndum og fótum eftir um það bil 10 daga í vatni. Hárið losnar svo og neglur. Smám saman brotna innri vefir niður og enda þótt gerlavöxtur sé hægari vegna kulda vatns eða sjávar þá ná þeir að framleiða loft, sem lyftir líkinu upp að yfirborði á 6.-10. degi. Þar getur það orðið fæða fugla og ef lík berst að ströndu getur núningur við grýtta fjöru valdið skemmdum.

Ef líkaminn er lengi í vatni verður breyting í fitu, sem getur tekið nokkrar vikur til mánuði og veldur því að líkamsfitan harðnar (sápun), sem leiðir til betri varðveislu líksins. Einnig geta lík í sjó varðveist lengi ef hlífðarfatnaður hindrar að smádýr í sjónum, einkum marfló, komist að til að éta upp vefina.

Skoðið einnig svar við spurningunni Hvað gerist við rotnun mannslíkamans? eftir sama höfund.

Höfundur

prófessor emeritus í réttarlæknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.1.2005

Spyrjandi

Guðlaug Sigurðardóttir

Tilvísun

Gunnlaugur Geirsson (1940-2022). „Hvað tekur rotnun líks í sjó langan tíma og getur hitastig sjávar skipt þar máli?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4731.

Gunnlaugur Geirsson (1940-2022). (2005, 28. janúar). Hvað tekur rotnun líks í sjó langan tíma og getur hitastig sjávar skipt þar máli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4731

Gunnlaugur Geirsson (1940-2022). „Hvað tekur rotnun líks í sjó langan tíma og getur hitastig sjávar skipt þar máli?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4731>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað tekur rotnun líks í sjó langan tíma og getur hitastig sjávar skipt þar máli?
Ekki er unnt að setja fastan tíma á niðurbrot líkama í vatni fremur en í jörðu. Þó er niðurbrot líkamsleifa í sjó eða vötnum með nokkuð öðrum hætti en líka, sem umbreytast undir beru lofti eða í jörðu og skiptir hitastig miklu máli. Líkamar manna, sem drukkna í sæ eða vötnum kólna hraðar en líkamar á þurru landi. Við það hægir á niðurbroti af völdum gerla þannig að hin græna litarbreyting rotnunar kemur síðar fram á líkinu og loftmyndun sömuleiðis.

Lík drukknaðs manns sekkur í fyrstu og er höfuðið yfirleitt dýpst í vatninu. Blóðið leitar því í átt að höfði og hálsi og verður niðurbrotið fyrst þar.

Varmi í vatninu eða skólpmengun hraðar niðurbroti, en lík sem liggur í tæru, köldu árvatni getur varðveist afar vel. Þarf því að meta allar aðstæður í umhverfi þegar reynt er að áætla hversu lengi lík hefur legið í vatni.

Nokkur munur er á niðurbroti líkama eftir því hvort það á sér stað í sjó eða fersku vatni. Vegna þess að sjór er saltur dregst vökvi úr líkinu og húðin verður hrukkótt en hornlag húðarinnar dregur í sig vatn og getur byrjað að flagna af á stórum svæðum á höndum og fótum eftir um það bil 10 daga í vatni. Hárið losnar svo og neglur. Smám saman brotna innri vefir niður og enda þótt gerlavöxtur sé hægari vegna kulda vatns eða sjávar þá ná þeir að framleiða loft, sem lyftir líkinu upp að yfirborði á 6.-10. degi. Þar getur það orðið fæða fugla og ef lík berst að ströndu getur núningur við grýtta fjöru valdið skemmdum.

Ef líkaminn er lengi í vatni verður breyting í fitu, sem getur tekið nokkrar vikur til mánuði og veldur því að líkamsfitan harðnar (sápun), sem leiðir til betri varðveislu líksins. Einnig geta lík í sjó varðveist lengi ef hlífðarfatnaður hindrar að smádýr í sjónum, einkum marfló, komist að til að éta upp vefina.

Skoðið einnig svar við spurningunni Hvað gerist við rotnun mannslíkamans? eftir sama höfund....