Orsakir þess að fólk fær sinadrátt eru ekki alveg ljósar en helstu kenningarnar eru breytt taugavöðvastjórn, vökvatap, skortur á kalíni, salti, magnesíni og kalsíni, og vöðvaþreyta. Það hefur í sumum tilfellum gagnast fólki að taka eitt eða fleiri af ofangreindum efnum. En það er líka sérstaklega mælt með því að hita vel upp fyrir átök, teygja vel á vöðvum eftir áreynslu og passa að drekka nóg. Hægt er að lesa meira um sinadrátt í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvers vegna fáum við sinadrátt? Einnig má benda á grein eftir Magnús um sinadrátt á Mbl.is sem lesa má hér og grein á sama vef byggða á viðtali við Gauta Grétarsson sjúkraþjálfara sem lesa má með því að smella hér. María Þorsteinsdóttir dósent í sjúkraþjálfun við HÍ fær bestu þakkir fyrir aðstoð við gerð þessa svars. Mynd:
- Core Performance. Sótt 8. 8. 2011.