Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 638 svör fundust
Hvað eru til margar tegundir af músum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað eru til margar tegundir af mýslum/músum? Ég veit um hagamús, stökkmús og húsamús en eru til fleiri? Mýs tilheyra músaætt (Muridae). Innan músaættarinnar eru þekktar yfir 700 tegundir smávaxinna nagdýra. Þetta er tegundaauðugasta ætt spendýra en um 12% allra spendýra tilheyr...
Eru til tígrisdýr sem eru minni en ljón?
Minnstu tígrisdýrin (Panthera tigris) tilheyra deilitegundum sem lifa á eyjum Indónesíu. Af þessum deilitegundum er Súmötru-tígurinn sú eina sem er enn við lýði. Um 1970 dó Jövu-tígrisdýrið (Panthera tigris sondaica) út og Balí-tígrisdýrið (Panthera tigris balica) varð útdautt árið 1937. Súmötru-tígrisdýrið ve...
Af hverju er hnúfubakur loðinn í munninum?
Hárin á skíðum hnúfubaka og annarra skíðishvala gegna mikilvægu hlutverki í fæðunámi þeirra. Skíðin eru föst við efri kjálka dýranna og sú hlið skíðanna sem snýr inn að munnholi er alsett hárum. Hnúfubakurinn hefur 330 pör af skíðum. Þau eru um 60 cm á lengd og rúmir 30 cm á breidd þar sem þau eru breiðust. Hér s...
Eru til risakanínur? Hvaða kanínutegund er stærst?
Tuttugu og átta tegundir kanína eru þekktar í heiminum í dag og tilheyra þær ættinni Leporidea ásamt hérum. Stærsta villta kanínutegundin er norður-amerísk mýrarkanína af tegundinni Sylvilagus aquaticus. Hún getur orðið 53 cm á lengd og vegið nærri 3 kg. Ræktaðar kanínur eða heimiliskanínur geta þó orði...
Hvað lifir snæugla lengi?
Snæuglur (Bubo scandiacus) verða nokkuð gamlar miðað við fugla. Talið er að villtar snæuglur verði venjulega yfir 10 ára gamlar. Eins og með margar aðrar skepnur geta snæuglur í haldi manna náð hærri aldri en villtir fuglar í náttúrunni. Til eru heimildir um að snæugla í vörslu manna hafi náð 28 ára aldri. Snæ...
Hvers konar fuglar eru vákar og hvernig líta þeir út?
Vákar (Buteo) eru ættkvísl ránfugla sem telur tæplega 30 tegundir og er innan haukaættar (Accipitridae). Vákar eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en tvær tegundir, fjallvákurinn, (Buteo lagopus) og músvákur eða (Buteo buteo) hafa flækst hingað til lands. Fjallvákur er meðalstór ránfugl, oftast á bilinu 5...
Hvaða sveppir á Íslandi eru eitraðir?
Það getur verið mjög varasamt að borða ákveðnar tegundir sveppa þar sem þær innihalda efnasambönd sem valda truflun á líkamsstarfsemi. Sem dæmi má nefna að til eru tegundir sem innihalda efnasambandið cyclopeptíð (e. cyclopeptide) sem getur valdið lífshættulegum lifrarskemmdum. Sumar sveppategundir innihalda vægar...
Hvað er dagslátta stór í fermetrum?
Spurningin Ólafs hljóðaði svona: Góðan dag. Hugtakið dagslátta var notað yfir skika í túni sem einn maður gat slegið á einum degi með orfi og ljá. Spurningin er: Hvað er dagslátta stór í m2 eða stór hluti af hektara? Þessari spurningu er ekki hægt að svara með nákvæmum hætti. Eins og einn spyrjandi nefnir v...
Er virkilega hægt að poppa maísbaun með því að láta farsíma hringja umhverfis baunina, eins og sýnt er á myndböndum á Netinu?
Stutta svarið við spurningunni er nei. Myndböndin eru falsanir sem ýmist eru gerðar með klippingu og límingu eða að kröftugum örbylgjusendi er komið fyrir undir borðplötunni fyrir neðan baunina. Við vekjum athygli þeirra sem horfa á þessi myndbönd á gólfsíða borðdúknum sem einkennir flest þeirra. Í öllum þes...
Hvernig líta eyruglur út?
Eyruglur (Asio otus) lifa á norðlægum svæðum í Evrópu og Rússland og allt austur til Japan. Hún finnst einnig á tempruðum svæðum Norður-Ameríku. Í Norður og Austur-Afríku eru til staðbundnir stofnar. Í sumar (árið 2003) var í fyrsta sinn staðfest varp eyruglu hér á landi, nánar tiltekið í Þrastaskógi í Grímsnes...
Hvað eru til margar tegundir af spendýrum?
Í dag eru þekktar rúmlega 4.600 tegundir spendýra sem skiptast í 125 ættir og 24 ættbálka. Af þessum ættbálkum tilheyra flestar tegundir nagdýrum en fæstar eru tegundirnar í ættbálkinum Tubulidentata, sem kallast píputannar á íslensku, eða aðeins ein, jarðsvín (Orycteropus afer, e. aardvark). Þótt ótrúlegt megi...
Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?
Skógarmörðurinn (Martes martes) lifir eins og nafnið gefur til kynna í skóglendi og finnst víða í Evrópu og Mið-Asíu. Skógarmörðurinn er af vísluættinni og mælist 42-52 cm á lengd, með um 20 cm langa rófu. Hæð hans yfir herðakamb er um 15 cm og hann vegur yfirleitt um 1-2 kg. Vistfræðirannsóknir hafa sýnt að by...
Af hverju hafa vetur undanfarinna ára verið svona snjólitlir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna hafa veturnir undanfarin ár verið svona lélegir? Af hverju hefur verið svona lítið um snjó?Þar er aðallega hlýindum um að kenna. Snjóleysi stafar annað hvort af hlýindum eða þurrkum. Hlýindi valda því að sjaldnar snjóar en ella og sá snjór sem á annað borð fel...
Hver fann upp Barbie-dúkkuna og hvað er hún gömul?
Það er Bandaríkjakonan Ruth Handler sem á heiðurinn af Barbie, einni mest seldu dúkku heims. Fyrsta eintak dúkkunnar kom á markaðinn þann 9. mars árið 1959 á hinni bandarísku árlegu “Toy Fair” vörusýningu. Barbie er því farin að nálgast fimmtugt. Ruth hafði tekið eftir því að Barbara dóttir hennar vildi heldur ...
Getið þið sagt mér eitthvað um þríbrota?
Þríbrotar (trilobita) eru útdauður hópur liðdýra (Arthropoda) sem uppi var á fornlífsöld. Þríbrotar voru með svokallaða ytri stoðgrind sem varðveitist afar vel í jarðlögum og gerir það að verkum að þetta er einn best þekkti hópur dýra frá fornlífsöld. Þríbrotar hafa varðveist vel í jarðlögum. Elstu þríbrotarnir ...