Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 346 svör fundust
Notaði fólk tannbursta í gamla daga?
Þótt almenn tannburstanotkun hafi ekki fest sig í sessi fyrr en á síðustu öld hefur það þekkst í árþúsundir að hreinsa tennur á einhvern hátt. Fyrr á tímum var til dæmis algengt að nota litlar trjágreinar í þeim tilgangi og eins notuðu menn tuskur til að nudda óhreinindi af tönnum. Heimildum ber ekki alveg sama...
Er hægt að ættleiða á nýjan leik einstakling sem hefur áður verið ættleiddur? Eru aldursmörk á því?
Ekkert mælir gegn því að barn sé ættleitt öðru sinni eða jafnvel oftar. Ekki er í lögum nr. 130/1999 um ættleiðingar að finna nein ákvæði um hámarksaldur þess sem ættleiddur er. Þó þyrfti barn sem ættleitt er öðru sinni eða oftar að sjálfsögðu að uppfylla almenn skilyrði ættleiðingarlaga sem og ættleiðandi. Í ...
Hvað eru heilar og ræðar tölur?
Við höfum áður fjallað um náttúrlegar tölur í svari við spurningunni Hvað eru náttúrlegar tölur?. Þær eru ágætar til síns brúks en duga skammt einar og sér. Þess vegna þurfum við meðal annars á heilum og ræðum tölum að halda. Ef við ætlum til dæmis að stunda viðskipti að einhverju ráði, þá verður fljótt þægileg...
Hvað eru hugvísindi?
Hugvísindi eru þær greinar fræða og vísinda sem fást við að skýra afurðir menningarinnar, greina þær og miðla þeim. Menning er hvers kyns viðleitni manna til að gæða lífið merkingu. Sú viðleitni er öðrum þræði í því fólgin að nema það sem fyrir ber í allri sinni dýpt og öllum sínum fjölskrúðugu myndum. Öll vísindi...
Hvaða rannsóknir hefur Davíð Ólafsson stundað?
Davíð Ólafsson er aðjúnkt í menningarfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að virkni bóklegrar miðlunar út frá sjónarhóli hversdagsmenningar og hugmyndum um atbeina (e. agency) og iðkun (e. practices). Í því efni hefur hann meðal annars beint sjónum að iðkun sjál...
Hvaða rannsóknir hefur Kristján Jóhann Jónsson stundað?
Rannsóknir Kristjáns Jóhanns eru fyrst og fremst á sviði íslenskra bókmennta og bókmenntakennslu. Doktorsritgerð Kristjáns fjallaði um rómantíska tímabilið og Grím Thomsen. Fræðistörf Kristjáns eru aðallega á sviði bókmennta fyrri alda, það er 1350-1900, og íslenskukennslu. Kristján skrifaði bækurnar Lykilinn að N...
Er það rétt að til sé köngulóartegund á Íslandi sem getur bitið í gegnum skinn á manni?
Já, það er rétt. Af þeim rúmlega 80 tegundum köngulóa sem hafa fundist hér á landi eru örfáar sem hafa nógu öflug klóskæri til að stinga í gegnum húð manna. Þær eru krossköngulóin (Araneus diadematus), heiðaköngulóin (Arctosa alpigena) og skurðalóin(Leptorhoptrum robustum). Þess má þó geta að bit af völdum þessa...
Verkar kreatín ef viðkomandi er ekki að stunda lyftingar, bara aðrar íþróttir?
Kreatín er fæðubótaefni úr amínósýrum sem líkaminn framleiðir sjálfur en íþróttamenn nota gjarnan til að auka afköst sín, aðallega í kraftlyftingum eða sprettíþróttir. Í svari Steinars Aðalbjörnssonar við spurningunni Hvað er kreatín? segir: Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla á kreatíni (oftast kreatín ...
Hvenær á að nota „mig“ og hvenær á að nota „mér“ með sagnorðum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær á að nota „mig“ og hvenær á að nota „mér“ með sagnorðum? (Til dæmis mig langar, mér finnst). Flest sagnorð taka með sér nafnorð eða fornöfn, eitt eða fleiri, til að tákna þátttakendur í þeirri athöfn, atburði eða aðgerð sem sögnin lýsir. Mjög oft stendur eitt þessara nafnor...
Sumir segja að Mannréttindasáttmáli Evrópu kunni að vera stjórnarskrárígildi, hvað er átt við með þessu?
Mannréttindasáttmáli Evrópu, sem Ísland er aðili að, hefur rík túlkunaráhrif á mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands og því er stundum sagt að Mannréttindasáttmálinn hafi nokkurs konar stjórnarskrárígildi. Dómar Hæstaréttar hafa sýnt að leitast er við að túlka mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til samræmis ...
Hvaða regla gildir um það hvort fólk er statt í eða á landi (á Íslandi, í Þýskalandi)?
Vísindavefurinn fékk aðra sambærilega spurningu sem einnig er svarað hér. Hún er svohljóðandi: Hvers vegna býr maður á Íslandi en í Hollandi, á Ítalíu og í Ástralíu? Og hvers vegna í Ólafsvík en á Hólmavík? Algeng málvenja er að nota á um stærri eyjar en í um lönd. Til dæmis er sagt á Íslandi, á Grænlandi, á Bret...
Hver fann upp markmannshanska?
Hér er gert ráð fyrir því að átt sé við markmannshanska sem notaðir eru í fótbolta. Hanskarnir gegna því hlutverki að verja hendur markvarða og bæta frammistöðu þeirra, til að mynda með betra gripi. Markvörðum er ekki skylt að nota hanska, en nánast allir gera það. Frægt er hins vegar atvikið úr vítaspyrnukeppni P...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hermann Þórisson rannsakað?
Hermann Þórisson stundar rannsóknir í líkindafræði, einkum á sviði slembiferla og slembimála. Hann hefur meðal annars þróað hugtökin endurnýjun (e. regeneration) og jafnvægi (e. stationarity, equilibrium) og kannað eiginleika þeirra. Hann hefur jafnframt unnið að þróun almennrar aðferðafræði, tengingar (e. couplin...
Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?
Upphafleg spurning er á þessa leið:Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver er Jón Þorgeirsson?Um höfund vísunna...
Hvar er best að finna heimildir um leiklist Forn-Grikkja?
Langbest er að kynnast grísku harmleikjunum með lestri á harmleikjunum sjálfum. Það sama gildir vitaskuld um gamanleikina. Alls eru varðveittir 33 harmleikir auk brota úr glötuðum harmleikjum sem hafa meðal annars fundist á misheillegum papírusbrotum. Sjö verk eru varðveitt eftir Æskýlos, önnur sjö eftir Sófókl...