Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að ættleiða á nýjan leik einstakling sem hefur áður verið ættleiddur? Eru aldursmörk á því?

Halldór Gunnar Haraldsson

Ekkert mælir gegn því að barn sé ættleitt öðru sinni eða jafnvel oftar. Ekki er í lögum nr. 130/1999 um ættleiðingar að finna nein ákvæði um hámarksaldur þess sem ættleiddur er. Þó þyrfti barn sem ættleitt er öðru sinni eða oftar að sjálfsögðu að uppfylla almenn skilyrði ættleiðingarlaga sem og ættleiðandi.

Í þessu sambandi er rétt að geta sérstaklega 4. greinar ættleiðingarlaga en samkvæmt henni má eigi veita leyfi til ættleiðingar, nema sýnt þyki eftir könnun á málefnum væntanlegs kjörbarns og þeirra, er óska ættleiðingar, að ættleiðing sé barninu til gagns, enda sé það ætlun ættleiðenda að annast og ala barnið upp eða barnið hafi verið alið upp hjá þeim eða aðrar sérstakar ástæður liggi til ættleiðingar. Hér gæti til dæmis komið til að stjúpforeldri vilji ættleiða uppkomið stjúpbarn sitt í þeim tilgangi að stofna til lögerfðaréttar. Gæti það verið „barninu" til gagns þar sem stjúpbörn njóta ekki lögerfðaréttar eftir stjúpforeldri sín, samanber hefðhelgaða skýringu á 1. tölulið 1. greinar erfðalaga nr. 8/1962.

Höfundur

Útgáfudagur

21.9.2001

Spyrjandi

Elín Finnsdóttir

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Er hægt að ættleiða á nýjan leik einstakling sem hefur áður verið ættleiddur? Eru aldursmörk á því?“ Vísindavefurinn, 21. september 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1877.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2001, 21. september). Er hægt að ættleiða á nýjan leik einstakling sem hefur áður verið ættleiddur? Eru aldursmörk á því? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1877

Halldór Gunnar Haraldsson. „Er hægt að ættleiða á nýjan leik einstakling sem hefur áður verið ættleiddur? Eru aldursmörk á því?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1877>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að ættleiða á nýjan leik einstakling sem hefur áður verið ættleiddur? Eru aldursmörk á því?
Ekkert mælir gegn því að barn sé ættleitt öðru sinni eða jafnvel oftar. Ekki er í lögum nr. 130/1999 um ættleiðingar að finna nein ákvæði um hámarksaldur þess sem ættleiddur er. Þó þyrfti barn sem ættleitt er öðru sinni eða oftar að sjálfsögðu að uppfylla almenn skilyrði ættleiðingarlaga sem og ættleiðandi.

Í þessu sambandi er rétt að geta sérstaklega 4. greinar ættleiðingarlaga en samkvæmt henni má eigi veita leyfi til ættleiðingar, nema sýnt þyki eftir könnun á málefnum væntanlegs kjörbarns og þeirra, er óska ættleiðingar, að ættleiðing sé barninu til gagns, enda sé það ætlun ættleiðenda að annast og ala barnið upp eða barnið hafi verið alið upp hjá þeim eða aðrar sérstakar ástæður liggi til ættleiðingar. Hér gæti til dæmis komið til að stjúpforeldri vilji ættleiða uppkomið stjúpbarn sitt í þeim tilgangi að stofna til lögerfðaréttar. Gæti það verið „barninu" til gagns þar sem stjúpbörn njóta ekki lögerfðaréttar eftir stjúpforeldri sín, samanber hefðhelgaða skýringu á 1. tölulið 1. greinar erfðalaga nr. 8/1962....