Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?

Ólína Þorvarðardóttir

Upphafleg spurning er á þessa leið:
Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver er Jón Þorgeirsson?
Um höfund vísunnar „Grundar dóma” er margt á huldu eftir því sem næst verður komist. Hún er ort undir ferskeyttum bragarhætti sem nefnist sléttubönd. Sléttubandavísur eru afar dýrt kveðnar og sérstæðar fyrir þá sök að þær má hafa yfir bæði afturábak og áfram. Barn að aldri lærði ég þessa vísu, og þá var mér sagt að hún væri „húsgangur”, það er að segja vísa sem týnt hefur höfundi sínum. Eitthvað er misjafnt hvernig með hana er farið, en ég lærði hana svona:
Grundar dóma, hvergi hann

hallar réttu máli.

Stundar sóma, aldrei ann

illu pretta táli.
Vísan er svo meistaralega vel gerð að við umsnúninginn breytist hún úr lofi í last:
Táli pretta illu ann,

aldrei sóma stundar.

Máli réttu hallar hann,

hvergi dóma grundar.

Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um hver höfundurinn geti verið en mér er ekki kunnugt um að menn hafi komist að niðurstöðu þar um.

Faðir sléttubandanna mun vera Guðmundur Andrésson (d. 1654) sem fyrstur tók að yrkja þau, en margir hafa átt við þennan bragarhátt síðan, meðal annars Einar skáld Benediktsson. Ekki er útilokað að Guðmundur sé höfundur vísunnar, en um það verður þó ekkert fullyrt. Í Deiluriti hans er eitt og annað af kveðskap Guðmundar en þessi vísa er ekki þar á meðal.

Heyrst hefur einnig Látra-Björg kunni að hafa látið sér hana um munn fara. Mér er ekki kunnugt um að Látra-Björg hafi fengist við sléttubönd og vísan er ekki tekin upp í bók Guðrúnar P. Helgadóttur Skáldkonur fyrri alda II, þar sem er þó all ítarleg umfjöllun um Björgu (59-76).

Látra-Björg (1716-1784) mun mest hafa ort lausavísur undir rímnaháttum og stutt tækifærisljóð, og líklega hafa sveita- og örnefnavísur hennar haldið nafni hennar mest á lofti. Hún var sögð „mætagott skáld sem faðir hennar”, en þótti níðskældin (Guðrún, bls. 62). Þá var ekki örgrannt um að hún væri talin ákvæðin, því „undarlega margt hafði orðið að spámælum” sem hún lét sér um munn fara (Guðrún, bls. 65). Heimildir um kveðskap hennar eru ekki ítarlegar, en hennar er allvíða getið í handritum. Fyllsta safnið af vísum hennar mun vera í handriti Jónatans Þorlákssonar á Þórðarstöðum (d. 1906) en kvæðasafn hennar var gefið út á vegum Helgafells 1949. Þetta kvæðasafn hef ég ekki undir höndum en nefni það hér ef það mætti freista annarra.

Af því sem sagt hefur verið og skrifað um Björgu er ljóst að hún hefur líklega verið fullfær um að yrkja sléttubönd á borð við „Grundar dóma” en það hefði líka getað verið á færi fleiri níðskældinna kvenna, til dæmis Ljósavatnssystra sem áttu til að yrkja dýrt.

Um höfund þessarar landsþekktu vísu verður því ekkert fullyrt að sinni. Það virðist hafa orðið hlutskipti hennar, sem svo margra annarra vel gerðra lausavísna, að lifa höfund sinn. Jón Þorgeirsson veit ég ekki hver er, hann er til að mynda ekki að finna í Íslensku skáldatali.

Heimildir:

Íslenskt skáldatal a-ö. Hannes Pétursson og Helgi Sæmundsson tóku saman (Alfræði Menningarsjóðs). Reykjavík 1973.

Guðrún P. Helgadóttir 1963: Skáldkonur fyrri alda II. Akureyri.

Guðmundur Andrésson: Deilurit. Jakob Benediktsson bjó til prentunar (Hið íslenska fræðafélag). Kaupmannahöfn 1948.

Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Jakob Benediktsson ritstýrði. Reykjavík 1989.

Sjá einnig svar Gunnlaugs V. Snævarr við sömu spurningu.

Höfundur

Dr. Phil. í íslenskum bókmenntum og þjóðfræði

Útgáfudagur

13.6.2001

Spyrjandi

Sigurlaug María
Hreinsdóttir, f. 1985

Tilvísun

Ólína Þorvarðardóttir. „Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1701.

Ólína Þorvarðardóttir. (2001, 13. júní). Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1701

Ólína Þorvarðardóttir. „Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1701>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?
Upphafleg spurning er á þessa leið:

Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver er Jón Þorgeirsson?
Um höfund vísunnar „Grundar dóma” er margt á huldu eftir því sem næst verður komist. Hún er ort undir ferskeyttum bragarhætti sem nefnist sléttubönd. Sléttubandavísur eru afar dýrt kveðnar og sérstæðar fyrir þá sök að þær má hafa yfir bæði afturábak og áfram. Barn að aldri lærði ég þessa vísu, og þá var mér sagt að hún væri „húsgangur”, það er að segja vísa sem týnt hefur höfundi sínum. Eitthvað er misjafnt hvernig með hana er farið, en ég lærði hana svona:
Grundar dóma, hvergi hann

hallar réttu máli.

Stundar sóma, aldrei ann

illu pretta táli.
Vísan er svo meistaralega vel gerð að við umsnúninginn breytist hún úr lofi í last:
Táli pretta illu ann,

aldrei sóma stundar.

Máli réttu hallar hann,

hvergi dóma grundar.

Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um hver höfundurinn geti verið en mér er ekki kunnugt um að menn hafi komist að niðurstöðu þar um.

Faðir sléttubandanna mun vera Guðmundur Andrésson (d. 1654) sem fyrstur tók að yrkja þau, en margir hafa átt við þennan bragarhátt síðan, meðal annars Einar skáld Benediktsson. Ekki er útilokað að Guðmundur sé höfundur vísunnar, en um það verður þó ekkert fullyrt. Í Deiluriti hans er eitt og annað af kveðskap Guðmundar en þessi vísa er ekki þar á meðal.

Heyrst hefur einnig Látra-Björg kunni að hafa látið sér hana um munn fara. Mér er ekki kunnugt um að Látra-Björg hafi fengist við sléttubönd og vísan er ekki tekin upp í bók Guðrúnar P. Helgadóttur Skáldkonur fyrri alda II, þar sem er þó all ítarleg umfjöllun um Björgu (59-76).

Látra-Björg (1716-1784) mun mest hafa ort lausavísur undir rímnaháttum og stutt tækifærisljóð, og líklega hafa sveita- og örnefnavísur hennar haldið nafni hennar mest á lofti. Hún var sögð „mætagott skáld sem faðir hennar”, en þótti níðskældin (Guðrún, bls. 62). Þá var ekki örgrannt um að hún væri talin ákvæðin, því „undarlega margt hafði orðið að spámælum” sem hún lét sér um munn fara (Guðrún, bls. 65). Heimildir um kveðskap hennar eru ekki ítarlegar, en hennar er allvíða getið í handritum. Fyllsta safnið af vísum hennar mun vera í handriti Jónatans Þorlákssonar á Þórðarstöðum (d. 1906) en kvæðasafn hennar var gefið út á vegum Helgafells 1949. Þetta kvæðasafn hef ég ekki undir höndum en nefni það hér ef það mætti freista annarra.

Af því sem sagt hefur verið og skrifað um Björgu er ljóst að hún hefur líklega verið fullfær um að yrkja sléttubönd á borð við „Grundar dóma” en það hefði líka getað verið á færi fleiri níðskældinna kvenna, til dæmis Ljósavatnssystra sem áttu til að yrkja dýrt.

Um höfund þessarar landsþekktu vísu verður því ekkert fullyrt að sinni. Það virðist hafa orðið hlutskipti hennar, sem svo margra annarra vel gerðra lausavísna, að lifa höfund sinn. Jón Þorgeirsson veit ég ekki hver er, hann er til að mynda ekki að finna í Íslensku skáldatali.

Heimildir:

Íslenskt skáldatal a-ö. Hannes Pétursson og Helgi Sæmundsson tóku saman (Alfræði Menningarsjóðs). Reykjavík 1973.

Guðrún P. Helgadóttir 1963: Skáldkonur fyrri alda II. Akureyri.

Guðmundur Andrésson: Deilurit. Jakob Benediktsson bjó til prentunar (Hið íslenska fræðafélag). Kaupmannahöfn 1948.

Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Jakob Benediktsson ritstýrði. Reykjavík 1989.

Sjá einnig svar Gunnlaugs V. Snævarr við sömu spurningu.

...