Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 377 svör fundust
Hvaðan kemur orðið byssa?
Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:98) segir um orðið byssa: ‘sérstök tegund skotvopns; †baukur’. Krossinn merkir að um sé að ræða forna merkingu eða gamalt mál. Um uppruna og skyldleika við önnur mál segir Ásgeir að orðið sé skylt færeysku byrsa, nýnorsku bøsse, børse, sænsku bøssa, dön...
Er atómljóð og prósaljóð sama fyrirbærið eða er einhver munur þar á?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver, ef einhver, er helsti munurinn á atómljóðum annars vegar og prósaljóðum hins vegar? Í stuttu máli er helsti munurinn sá að prósaljóð er alþjóðlegt hugtak en atómljóð séríslenskt. Hugtakið prósaljóð er alþjóðlegt hugtak um skáldlegan texta sem ekki er á bundnu ...
Hver er skýringin á bæjarnafninu Trymbilsstaðir í Kaldalóni?
Bærinn er nefndur í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1710 sem „Trimbilsstader“ í Ármúlalandi á Langadalsströnd og sagt að munnmæli segi að byggð hafi verið þar (VII:247). Í örnefnaskrá er nefnt að sögn sé um að bæinn hafi tekið af í jökulhlaupi. Trymbill er ef til vill auknefni manns frekar...
Hvað er að vera á skjön?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Að vera á skjön við eitthvað, t.d. stefnu eða stjórnvöld. Ég veit hvað það merkir en hvaðan kemur orðið "skjön"? Orðið skjön merkir ‘skakki, skái’. Orðasambandið á skjön merkir ‘á ská, út á hlið’. Það er þekkt í málinu frá 18. öld og er líklega tökuorð úr dönsku på skjøns ...
Hvað er ljóður þegar talað er um að ljóður sé á ráði?
Nafnorðið ljóður merkir ‘galli, annmarki’ og virðist ekki gamalt í málinu. Aðeins 12 dæmi eru í ritmálssafni Orðabókar Háskólans og eru öll nema eitt um að eitthvað sé ljóður á ráði einhvers. Elst dæmanna er úr ritgerðasafni Árna Pálssonar, Á víð og dreif, sem gefið var út 1947: Honum var að vísu ekki virt það ...
Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?
Upprunlega hljóðaði spurningin svona:Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós. Spurningin er hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós? Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir n...
Hvers konar dí er í því sem er dísætt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hverjar eru orðsifjar orðsins 'dísætt'? Ég skil þetta sætt en hvað er þetta dí? Orðið dísætur er kunnugt í málinu allt frá 17. öld í merkingunni ‘mjög sætur’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:116) getur Ásgeir Blöndal Magnússon sér þess til að orðið sé tökuorð úr dönsku og ben...
Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu?
Orðið kölski þekkist í málinu frá því á 17. öld sem annað orð yfir fjandann en einnig um gamlan og ósvífinn karl. Bjarni Vilhjálmsson fyrrum þjóðskjalavörður skrifaði grein um orðið í afmælisrit Halldórs Halldórssonar og benti á tengsl þess við lýsingarorðið kölskulegur 'ákafur; ósanngjarn', atviksorðið kölsku...
Af hverju er sama sögn notuð yfir prjónaskap og þegar hestur eða hjól prjónar?
Samkvæmt heimildum tekur prjón ekki að tíðkast hérlendis fyrr en á 16. öld. Það kemur ekki fyrir í fornu máli. Af nafnorðinu prjónn ‘teinn úr málmi (eða tré), stuttur málmpinni með haus á enda’ er leidd sögnin að prjóna og af henni nafnorðið prjón (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989: 724–725). Í Ritmálssafni Orðabókar ...
Hvaðan kemur þetta HÚRRA sem fagnaðaróp - og hvað þýðir það eiginlega?
Húrra sem fagnaðarhróp þekkist í málinu frá því á 18. öld. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:391) er orðið sagt komið úr dönsku hurra sem aftur hafi það úr miðháþýsku hurren (boðháttur af sögn). Það væri þá skylt sögninni húrra ‘renna hratt’ sem einnig er tökuorð úr dönsku. Húrra sem fa...
Hvers konar úð er í úlfúð og hver er uppruni orðsins?
Nafnorðið úlfúð merkir ‘fjandskapur, óvinátta’. Það er samsett úr úlfur og úð ‘hyggja, hugarfar, hugð’, eiginlega ‘sá sem hefur hugarfar úlfs’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:1081) er orðmyndin orðin til í áherslulausum viðliðum samsettra orða, það er orðið til úr hugð sem aftu...
Hver er uppruni orðsins stúlka?
Orðið stúlka er í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar skýrt sem ‘ung, ógift kona, stelpa’. Það er sama orð og í færeysku stulka og finnst í sænskum mállýskum sem stulka ‘unglingsstelpa’ og í nýnorsku stulk. Af sama toga er nýnorska sögnin stulka, stolka ‘ganga stirðlega, staulast’. Nafnorðið er þó tæ...
Hvað þýða hugtökin sem notuð eru yfir höfuðáttirnar, norður, suður , austur og vestur
Nöfnin austur, vestur, norður og suður eru mjög gömul heiti á höfuðáttunum fjórum. Af þeim eru nöfn dverganna dregin sem samkvæmt Snorra-Eddu halda uppi himninum. Þegar synir Bors höfðu drepið Ymi jötunn fluttu þeir hann í Ginnungagap og gerðu úr honum jörðina en af blóði hans sjó og vötn. Síðan stendur: „Tóku þei...
Hvað eru mórar? Fylgja þeir alltaf ákveðnum fjölskyldum?
Tegundir drauga eru margar og uppruni þeirra breytilegur. Fyrsta má telja þá sem nefnast afturgöngur. Þeir ganga aftur af sjálfsdáðum til dæmis ef þeim finnst illa farið með bein sín eða ef þeir sakna peninga sinna eða annars sem þeir höfðu ofurást á í lífinu. Af þeim toga eru bæði útburðir og fépúkar. Mest kveður...
Hvað þýðir nafnið Esja?
Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi. Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var k...