Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3680 svör fundust
Er Nykur eða Nykurtjörn að finna á fleiri stöðum en í Svarfaðardal á Norðurlandi?
Örnefnið Nykurtjörn er að finna á nokkrum stöðum á landinu, meðal annars upp af Grund í Svarfaðardal í Eyjafirði (JÁ III:211) og á Garðshornsheiðum í Svarfaðardal. Ein Nykurtjörnin er á Arnhólsstöðum í Skriðdal, ein á Tindum í Geiradal, ein á merkjum Kvígsstaða og Fossa í Andakíl og ein í Kasthvammi í Laxárdal í S...
Gáta: Hversu djúpt í jörðu þarf ungi sæfarinn að grafa til að finna fjársjóðinn?
Verðlaunagáta Vísindavefsins á Vísindavöku 22.09.2006 Svartskeggur skipstjóri var einn alræmdasti sjóræningi í Karíbahafi. Hann þótti einkar óárennilegur, enda fullir tveir metrar á hæð með gróskumikið og svart skegg. Þegar hann dó skildi Svartskeggur eftir sig verðmætan fjársjóð sem sagt var að hann hefði grafið...
Er einhvers staðar á veraldarvefnum að finna skrá yfir íslensk viðskeyti og merkingu þeirra?
Á vefnum mun ekki vera til skrá eins og þú leitar að. En þar má þó finna grein eftir Eirík Rögnvaldsson prófessor frá 1986 með titlinum ,,Nokkur viðskeyti og tíðni þeirra”. Fjallað er um viðskeyti í bók Eiríks Íslensk orðhlutafræði og allrækilega er gerð grein fyrir viðskeytum og notkun þeirra í ritverkinu Ísl...
Hver er uppruni tungumála Finna og Ungverja, sem eru gjörólík öllum öðrum í Evrópu?
Finnska og ungverska teljast til svonefndra finnsk-úgrískra mála af úrölsku málaættinni en til hennar telst einnig önnur grein, samójedíska. Mál af úrölsku málaættinni eru talin eiga uppruna sinn að rekja til frumúrölsku, sem töluð hafi verið í norðanverðum Úralfjöllunum í Rússlandi fyrir rúmum 7,000 árum og boris...
Hver er tvöföldunartími verðlagsins Simbabve og hver er reiknireglan til að finna hann út?
Fréttir af verðbólgu í Simbabve eru nokkuð á reiki þótt óumdeilanlega sé hún mjög mikil. Í júlí 2008 var opinbera talan 2,2 milljónir prósenta og verður miðað við hana hér. Verðbólga er yfirleitt skilgreind sem hækkun verðlags á einu ári. Alla jafna byggja útreikningarnir á einhvers konar verðlagsvísitölu. Þann...
Er eðlilegt að finna til þegar bein grær saman eftir beinbrot? Eru það vaxtarverkir?
Já, það er eðlilegt að finna fyrir sársauka er bein grær saman. Bein gróa mishratt og varir sársauki mislengi eftir því. Bein barna gróa hraðar en fullorðinna og brot þar sem auðvelt er að halda beini stöðugu, til dæmis í legg eða handlegg, gróa hraðar en í mjög hreyfanlegum beinum, svo sem í hryggsúlu eða mjaðmag...
Er hægt að finna hitaeiningafjöldann í brauðinu ef maður veit hver hann er í hráefnunum?
Ef aðeins er verið að skoða hitaeiningafjölda í brauðinu öllu er hægt að leggja saman hitaeiningafjölda hráefnanna til að fá út heildarfjölda hitaeininga í brauðinu. Síðan er hægt að skoða hvað hver brauðsneið gefur margar hitaeiningar. Yfirleitt er hitaeiningafjöldi (he) þó gefinn upp í he/100g af vöru. Ef ætlu...
Er búið að finna upp eilífðarvél? Ef ekki, hvað hafa menn þá komist næst því?
Upphafleg spurning var:Er búið að finna upp "eilífðarvél", það er vél sem er sjálfri sér nóg og gengur án ytri orkugjafa? Einhverntíma heyrði ég að svissnesk úrafyrirtæki, Jaeger-LeCoultre, hefði hannað klukku, Atmos, sem væri næst því að vera eilífðarvél því hún gengur fyrir breytingum í veðri, það er loftþrýstin...
Er hægt með rannsóknum á Y-litningum Íslendinga að finna út hve landnámsmenn voru margir?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Ég sá þátt í sjónvarpinu (60 mínútur) þar sem var sýnt fram á að mjög margir gyðingar höfðu sama Y-litning þar sem hann erfist óbreyttur frá föður til sonar. Kenningin sem var sett fram var að allir afkomendur Arons hefðu sama Y-litning. Ef ég hef skilið þetta rétt hljóta mjög m...
Hvar er að finna gleggsta lýsingu á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag til forna?
Í forníslenskum heimildum er ítarlegustu lýsinguna á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag að finna í 6. kafla Gísla sögu Súrssonar. Þar ganga í fóstbræðralag svonefndir Haukdælir úr Dýrafirði, Gísli, bróðir hans Þorkell, mágur þeirra Þorgrímur Þorsteinsson goðorðsmaður og Vésteinn Vésteinsson, mágur Gísla. Viná...
Hvar er hægt að finna upplýsingar um fjölda íbúa í sveitarfélögum eða byggðarkjörnum á Íslandi?
Vísindavefnum berast við og við spurningar um hversu margir íbúar séu í tilteknu sveitarfélagi eða þéttbýliskjarna. Hér verður farið yfir hvar hægt er að nálgast slíkar upplýsingar auk þess sem eftirfarandi spurningum er svarað:Hvað búa margir í Grundarfirði?Hvort er stærra og fjölmennara bæjarfélag, Akureyri eða ...
Hvar er hægt að finna upplýsingar um hver íbúafjöldi eða fólksfjöldi er í tilteknu landi?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað búa margir í Bandaríkjunum? (Ingvi Þorkelsson)Hvað búa margir á Indlandi? (Sigrún Aagot)Hvað búa margir á Ítalíu? (Jakob Reynisson)Hvað búa margir á Englandi? (Jakob Reynisson)Hvað búa margir í Þýskalandi? (Stefanía Traustadóttir)Hvað búa margir í Sviss? (Sólveig Arnarsdótt...
Eiga kettir það til að láta sig hverfa þegar þeir finna að dauðinn bíður þeirra?
Menn hafa oft velt því fyrir sér hvort dýr skynji dauðann nálgast og búi sig undir hann með því að yfirgefa hjörðina sína eða fjölskyldu og fara á afvikinn stað til þess að deyja. Ólíklegt er að kettir viti hvað dauði er. Hins vegar eiga þeir það til, líkt og margar aðrar tegundir spendýra og annarra dýra, að ...
Ef vísindamenn mundu finna upp nýtt efni í staðinn fyrir bensín, hvernig efni mundi það vera?
Bensín er unnið úr hráolíu sem einnig er nefnd jarðolía. Í svari Leifs A. Símonarsonar við spurningunni Hversu margir lítrar af olíu eru til í heiminum? segir meðal annars þetta um tilurð jarðolíunnar:Flestir jarðfræðingar eru sammála um að jarðolía hafi myndast úr plöntu- og dýraleifum sem einkum hafa safnast sam...
Er það satt að allt gas sé lyktarlaust og lykt sé bætt í til að finna gasleka?
Gas eða lofttegund er efni í gasham við aðstæður sem ríkja í andrúmslofti jarðar, það er um einnar loftþyngdar þrýsting og hitastig milli - 50°C til + 50°C. Orðið gas hefur lengi verið notað einungis yfir brennanlegar gastegundir. Iðnaðarmenn hafa kallað asetýlengas og súrefni, gas og súr, en það er notað við logs...