Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eiga kettir það til að láta sig hverfa þegar þeir finna að dauðinn bíður þeirra?

JMH

Menn hafa oft velt því fyrir sér hvort dýr skynji dauðann nálgast og búi sig undir hann með því að yfirgefa hjörðina sína eða fjölskyldu og fara á afvikinn stað til þess að deyja.

Ólíklegt er að kettir viti hvað dauði er. Hins vegar eiga þeir það til, líkt og margar aðrar tegundir spendýra og annarra dýra, að koma sér á afvikinn stað og leita skjóls þegar þeim líður illa eða eru særðir. Þetta atferli er ósköp eðlilegt í náttúrunni því veik eða slösuð dýr geta verið varnarlaus gagnvart öðrum sem þau eiga í samkeppni við. Þess vegna er við því að búast að dýr sem þannig er ástatt um fari í felur. Þetta vita allir þeir sem hafa átt kött eða hund sem hefur slasast eða orðið veikur. Dýrið kemur sér þá oft fyrir einhvers staðar þar sem það getur verið í friði.


Deyjandi ljón. Veggmynd úr steini frá því um 645 f. Kr.

Þetta atferli hefur verið skráð hjá fjölmörgum tegundum dýra. Undirritaður sá eitt sinn fræðsluþátt þar sem ljónynja varð fyrir eitruðu biti kóbraslöngu. Hún varð eins og vænta mátti fárveik og fékk háan hita. Þá yfirgaf hún hjörðina sína og lá í felum á meðan líkami hennar var að berjast við eitrið enda var hún algjörlega berskjölduð gagnvart öðrum dýrum merkurinnar. Þegar ljónynjan hafði náð sér hélt hún aftur til ljónahópsins og tók aftur upp venjubundna lífshætti. Svipað atferli hefur einnig verið skráð hjá öðrum kattartegundum, hundum og fílum svo nokkur dæmi séu tekin.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.10.2007

Spyrjandi

Íris

Tilvísun

JMH. „Eiga kettir það til að láta sig hverfa þegar þeir finna að dauðinn bíður þeirra?“ Vísindavefurinn, 5. október 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6833.

JMH. (2007, 5. október). Eiga kettir það til að láta sig hverfa þegar þeir finna að dauðinn bíður þeirra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6833

JMH. „Eiga kettir það til að láta sig hverfa þegar þeir finna að dauðinn bíður þeirra?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6833>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eiga kettir það til að láta sig hverfa þegar þeir finna að dauðinn bíður þeirra?
Menn hafa oft velt því fyrir sér hvort dýr skynji dauðann nálgast og búi sig undir hann með því að yfirgefa hjörðina sína eða fjölskyldu og fara á afvikinn stað til þess að deyja.

Ólíklegt er að kettir viti hvað dauði er. Hins vegar eiga þeir það til, líkt og margar aðrar tegundir spendýra og annarra dýra, að koma sér á afvikinn stað og leita skjóls þegar þeim líður illa eða eru særðir. Þetta atferli er ósköp eðlilegt í náttúrunni því veik eða slösuð dýr geta verið varnarlaus gagnvart öðrum sem þau eiga í samkeppni við. Þess vegna er við því að búast að dýr sem þannig er ástatt um fari í felur. Þetta vita allir þeir sem hafa átt kött eða hund sem hefur slasast eða orðið veikur. Dýrið kemur sér þá oft fyrir einhvers staðar þar sem það getur verið í friði.


Deyjandi ljón. Veggmynd úr steini frá því um 645 f. Kr.

Þetta atferli hefur verið skráð hjá fjölmörgum tegundum dýra. Undirritaður sá eitt sinn fræðsluþátt þar sem ljónynja varð fyrir eitruðu biti kóbraslöngu. Hún varð eins og vænta mátti fárveik og fékk háan hita. Þá yfirgaf hún hjörðina sína og lá í felum á meðan líkami hennar var að berjast við eitrið enda var hún algjörlega berskjölduð gagnvart öðrum dýrum merkurinnar. Þegar ljónynjan hafði náð sér hélt hún aftur til ljónahópsins og tók aftur upp venjubundna lífshætti. Svipað atferli hefur einnig verið skráð hjá öðrum kattartegundum, hundum og fílum svo nokkur dæmi séu tekin.

Mynd:...