Til að finna hve langan tíma tekur fyrir verðlag að tvöfaldast er gott að byrja á að reikna verðbólgu á dag. Til að reikna út verðbólgu að meðaltali á dag út frá ársverðbólgu er stuðst við eftirfarandi samband:
(1+Vdag)365=1+VárÞar sem Vdag er verðbólga á dag og Vár verðbólga á ári. Til að finna verðbólgu á dag út frá þessari jöfnu þarf fyrst að losna við veldisvísinn vinstra megin. Það má gera með því að hefja báðar hliðar jöfnunnar upp í veldið 1/365 (taka 365. rót báðum megin). Þá fæst:
1+Vdag=(1+Vár)1/365Þar með sést að verðbólgu á dag má reikna sem:
Vdag=(1+Vár)1/365-1Ef verðbólga á ári er til dæmis 100% fæst þá að verðbólga á dag er:
Vdag=(1+100%)1/365-1eða
Vdag=21/365-1=0,19%Á sama hátt fæst að ef verðbólga á ári er 2,2 milljónir prósenta þá er verðbólga á dag:
Vdag=(1+2.200.000%)1/365-1eða
Vdag=22.0011/365-1=2,78%Til að finna hve marga daga það tekur verðlag að tvöfaldast þarf að leysa eftirfarandi jöfnu:
(1+Vdag)n=2þar sem n táknar fjölda daga. Þessa jöfnu má leysa með því að taka lógaritma báðum megin. Þá fæst:
ln((1+Vdag)n)=ln(2)og þar með
n*ln(1+Vdag)=ln(2)og þar með
n= ln(2)/ ln(1+Vdag)Til að finna út hve langan tíma það tekur verðlag í Simbabve að tvöfaldast ef ársverðbólga er 2,2 milljónir prósenta þá setjum við einfaldlega dagsverðbólguna sem við reiknuðum út áðan (2,78%) inn í þessa reiknireglu. Svarið er n=25,3. Það tekur því rétt rúma 25 daga fyrir verðlag að tvöfaldast. Þótt Simbabve sé ekki öfundsvert af þeirri verðbólgu sem þar geisar nú þá fer því fjarri að hún sé heimsmet. Oft er talið að versta verðbólga sögunnar hafi verið í Ungverjalandi í júlí 1946 en þá tvöfaldaðist verðlag á um 15 klukkustunda fresti. Þótt verðbólga hafi leikið Íslendinga grátt í gegnum tíðina þá höfum við aldrei séð tölur í líkingu við þessar. Árið 1983 hækkaði verðlag á Íslandi um 10,3% frá febrúar til mars en það jafngildir 225% verðbólgu á ári. Frá ágúst 1982 til ágúst 1983 hækkaði verðlag um 103% og er það eina dæmið úr Íslandssögunni um meira en 100% verðbólgu á tólf mánaða tímabili. Líkt og algengt er í löndum þar sem verðbólga hefur verið til vandræða skiptu Íslendingar um gjaldmiðil í ársbyrjun 1981. Þá voru tvö núll tekin af gjaldmiðlinum þannig að ein ný króna jafngilti 100 gömlum. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hver var verðbólgan árið 1983? eftir Gylfa Magnússon
- Er til algilt líkan til að spá fyrir um verðbólgu? eftir Gylfa Magnússon
- theage.com.au. Sótt 26.8.2008.
Verðbólga í Simbabve er nú sögð 2.200.000 prósent (2,2 milljón%). Hver er þá tvöföldunartími verðlags og hvernig er reiknireglan til að sjá það?