Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Ef aðeins er verið að skoða hitaeiningafjölda í brauðinu öllu er hægt að leggja saman hitaeiningafjölda hráefnanna til að fá út heildarfjölda hitaeininga í brauðinu. Síðan er hægt að skoða hvað hver brauðsneið gefur margar hitaeiningar. Yfirleitt er hitaeiningafjöldi (he) þó gefinn upp í he/100g af vöru. Ef ætlunin er að reikna út he/100g af heimabökuðu brauði, þarf að taka tillit til þess að 10% af vökvanum tapast við það að baka brauðið. Byrja þarf þá á því að draga 10% frá vökvamagninu í uppskriftinni og leggja síðan saman grammafjölda og he-fjölda hráefna í uppskriftinni. Þannig er hægt að finna út hitaeiningafjölda/100g af brauði.
Hér að neðan er dæmi um útreikninga á hitaeiningafjölda í heilhveitibollum, bæði per 100g af brauði og per bollu. (Athugið að uppskriftin hefur ekki verið prófuð).
[Afsakið útlitsgalla á töflunni, sem kunna að fara eftir tölvutegund og forriti sem notað er].
Heilhveitibollur (40 stk)
g
he
Smjörlíki
50
350
Vatn
300 (270) *
- **
Ger
25
- **
Hveiti
1000
3400
Heilhveiti
500
1500
Samtals
1875 g
4250 he
(1845 g*)
4250 he/1845g = 2,3 he/g = 230 he/100g af brauðbollum
Ef við segjum að uppskriftin gefi 40 bollur þá gefur hver bolla 4250 /40 = 106 he.
* Eftir að búið er að gera ráð fyrir 10% vökvatapi við bökun þá er þyngd vatns í uppskrift 270 g ** Fjöldi hitaeininga hverfandi
Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Er hægt að finna hitaeiningafjöldann í brauðinu ef maður veit hver hann er í hráefnunum?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=160.
Ingibjörg Gunnarsdóttir. (2000, 29. febrúar). Er hægt að finna hitaeiningafjöldann í brauðinu ef maður veit hver hann er í hráefnunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=160
Ingibjörg Gunnarsdóttir. „Er hægt að finna hitaeiningafjöldann í brauðinu ef maður veit hver hann er í hráefnunum?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=160>.