Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er hægt að finna upplýsingar um fjölda íbúa í sveitarfélögum eða byggðarkjörnum á Íslandi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Vísindavefnum berast við og við spurningar um hversu margir íbúar séu í tilteknu sveitarfélagi eða þéttbýliskjarna. Hér verður farið yfir hvar hægt er að nálgast slíkar upplýsingar auk þess sem eftirfarandi spurningum er svarað:
  • Hvað búa margir í Grundarfirði?
  • Hvort er stærra og fjölmennara bæjarfélag, Akureyri eða Hafnarfjörður?
  • Hvað eru margir íbúar á Laugarvatni?

Hagstofa Íslands birtir ítarlegar töflur um mannfjölda og breytingar á honum sem byggðar eru á upplýsingum úr þjóðskrá. Þessar töflur má finna með því að fara inn á vef Hagstofunnar www.hagstofa.is og velja þar mannfjölda undir flipanum Íbúar. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um fjölda íbúa í hverju sveitarfélagi eða byggðarkjarna landsins, sundurliðaðar eftir kyni og aldri og einnig aftur í tímann.

Hér eru til dæmis upplýsingar um:

Slíkar upplýsingar eru til dæmis gagnlegar þegar sveitarfélög samanstanda af fleiri en einum byggðakjarna og við viljum aðeins skoða afmarkaða hluta þess. Sem dæmi má nefna ef við höfum áhuga á að vita hversu margir búa í Njarðvík en ekki í Reykjanesbæ öllum.

Sama á við ef við viljum vita hversu margir búa í byggðakjarna sveitarfélags og hversu margir í dreifbýli, til dæmis hversu margir búa á Skógum en ekki í öllu Rangárþingi eystra.

Einnig er hægt að skoða upplýsingar um mannfjölda eftir póstnúmerum. Þannig er til dæmis hægt að kalla fram upplýsingar um hversu margir íbúar hafa póstnúmerið 101 í Reykjavík í stað þess að skoða Reykjavík sem heild.


Hvað búa margir í Grundarfirði?

Íbúar í Grundarfjarðarbæ voru 936 þann 1. desember 2003. Í Grundarfirði sjálfum (ekki öllum Grundarfjarðarbæ) voru hins vegar skráðir 843 íbúar.



Grundarfjörður

Hvort er stærra og fjölmennara bæjarfélag, Akureyri eða Hafnarfjörður?

Þann 1. desember 2003 voru 16.048 manns með skráð lögheimili á Akureyri en 21.190 voru til heimilis í Hafnarfirði. Hafnarfjörður er þess vegna fjölmennara bæjarfélag en Akureyri. Hafnarfjörður er þriðja fjölmennasta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík og Kópavogi en Akureyri situr í fjórða sætinu.

Hvað eru margir íbúar á Laugarvatni?

Þann 1. desember 2003 voru íbúar í Bláskógarbyggð 905, þar af voru 142 skráðir til heimilis á Laugarvatni. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að þessar tölur eiga við þá sem eru með skráð lögheimili á Laugarvatni en taka ekki til þeirra nemenda sem eiga lögheimili annars staðar en dvelja á Laugarvatni yfir vetrartímann vegna náms við Menntaskólann eða í íþróttafræðum við Kennaraháskóla Íslands.



Laugarvatn

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um þéttbýli, dreifbýli og íbúafjölda, til dæmis:

Heimild og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.4.2004

Síðast uppfært

3.7.2017

Spyrjandi

Þórdís Sigrún Gunnarsdóttir, f. 1991
Sara Jóhannsdóttir, f. 1990
Helga Rut Torfadóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar er hægt að finna upplýsingar um fjölda íbúa í sveitarfélögum eða byggðarkjörnum á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4135.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2004, 13. apríl). Hvar er hægt að finna upplýsingar um fjölda íbúa í sveitarfélögum eða byggðarkjörnum á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4135

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar er hægt að finna upplýsingar um fjölda íbúa í sveitarfélögum eða byggðarkjörnum á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4135>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er hægt að finna upplýsingar um fjölda íbúa í sveitarfélögum eða byggðarkjörnum á Íslandi?
Vísindavefnum berast við og við spurningar um hversu margir íbúar séu í tilteknu sveitarfélagi eða þéttbýliskjarna. Hér verður farið yfir hvar hægt er að nálgast slíkar upplýsingar auk þess sem eftirfarandi spurningum er svarað:

  • Hvað búa margir í Grundarfirði?
  • Hvort er stærra og fjölmennara bæjarfélag, Akureyri eða Hafnarfjörður?
  • Hvað eru margir íbúar á Laugarvatni?

Hagstofa Íslands birtir ítarlegar töflur um mannfjölda og breytingar á honum sem byggðar eru á upplýsingum úr þjóðskrá. Þessar töflur má finna með því að fara inn á vef Hagstofunnar www.hagstofa.is og velja þar mannfjölda undir flipanum Íbúar. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um fjölda íbúa í hverju sveitarfélagi eða byggðarkjarna landsins, sundurliðaðar eftir kyni og aldri og einnig aftur í tímann.

Hér eru til dæmis upplýsingar um:

Slíkar upplýsingar eru til dæmis gagnlegar þegar sveitarfélög samanstanda af fleiri en einum byggðakjarna og við viljum aðeins skoða afmarkaða hluta þess. Sem dæmi má nefna ef við höfum áhuga á að vita hversu margir búa í Njarðvík en ekki í Reykjanesbæ öllum.

Sama á við ef við viljum vita hversu margir búa í byggðakjarna sveitarfélags og hversu margir í dreifbýli, til dæmis hversu margir búa á Skógum en ekki í öllu Rangárþingi eystra.

Einnig er hægt að skoða upplýsingar um mannfjölda eftir póstnúmerum. Þannig er til dæmis hægt að kalla fram upplýsingar um hversu margir íbúar hafa póstnúmerið 101 í Reykjavík í stað þess að skoða Reykjavík sem heild.


Hvað búa margir í Grundarfirði?

Íbúar í Grundarfjarðarbæ voru 936 þann 1. desember 2003. Í Grundarfirði sjálfum (ekki öllum Grundarfjarðarbæ) voru hins vegar skráðir 843 íbúar.



Grundarfjörður

Hvort er stærra og fjölmennara bæjarfélag, Akureyri eða Hafnarfjörður?

Þann 1. desember 2003 voru 16.048 manns með skráð lögheimili á Akureyri en 21.190 voru til heimilis í Hafnarfirði. Hafnarfjörður er þess vegna fjölmennara bæjarfélag en Akureyri. Hafnarfjörður er þriðja fjölmennasta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík og Kópavogi en Akureyri situr í fjórða sætinu.

Hvað eru margir íbúar á Laugarvatni?

Þann 1. desember 2003 voru íbúar í Bláskógarbyggð 905, þar af voru 142 skráðir til heimilis á Laugarvatni. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að þessar tölur eiga við þá sem eru með skráð lögheimili á Laugarvatni en taka ekki til þeirra nemenda sem eiga lögheimili annars staðar en dvelja á Laugarvatni yfir vetrartímann vegna náms við Menntaskólann eða í íþróttafræðum við Kennaraháskóla Íslands.



Laugarvatn

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um þéttbýli, dreifbýli og íbúafjölda, til dæmis:

Heimild og myndir:

...