Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hver er fjölmennasti bærinn á Austurlandi? Þá er ég ekki að tala um sveitarfélag heldur stað.
Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofu Íslands áttu 11.755 manns lögheimili á Austurlandi þann 1. desember 2002. Af þeim voru 9.882 (84%) skráðir til heimilis í einhverjum af hinum 17 byggðakjörnum Austurlands, en íbúar í dreifbýli töldust 1.873.
Eins og sjá má í töflu 1 hér að neðan, sem upprunnin er á heimasíðu Hagstofunnar, eru þrír byggðakjarnar á Austurlandi með yfir 1.000 íbúa. Stærsti byggðakjarninn er Höfn með 1.763 íbúa þann 1. desember 2002. Það þýðir að rétt um 15% Austfirðinga búi á Höfn. Nærst stærsti byggðakjarninn er Egilsstaðir með 1.643 íbúa og svo Neskaupstaður með 1.395 íbúa. Fámennustu austfirsku byggðakjarnarnir sem tilgreindir eru hjá Hagstofunni eru Eiðar með 29 íbúa og Hallormsstaður með 60 íbúa.
Byggðakjarni
Íbúar
Höfn, Sveitarfélaginu Hornafirði
1.763
Egilsstaðir, Austur-Héraði
1.643
Neskaupstaður, Fjarðabyggð
1.395
Eskifjörður, Fjarðabyggð
966
Seyðisfjörður
749
Reyðarfjörður, Fjarðabyggð
625
Vopnafjörður, Vopnafjarðarhreppi
592
Fáskrúðsfjörður, Búðarhreppi
569
Djúpivogur, Djúpavogshreppi
383
Fellabær, Fellahreppi
362
Stöðvarfjörður, Stöðvarhreppi
276
Breiðdalsvík, Breiðdalshreppi
182
Bakkafjörður, Skeggjastaðahreppi
114
Borgarfjörður eystra, Borgarfjarðarhreppi
96
Nesjakauptún, Sveitarfélaginu Hornafirði
78
Hallormsstaður, Austur-Héraði
60
Eiðar, Austur-Héraði
29
Strjálbýli á Austurlandi
1.873
Samtals
11.755
Tafla 1. Íbúar á Austurlandi 1. desember 2002 – skipt eftir byggðakjörnum.
Hér hefur verið greint frá íbúafjölda í einstökum byggðakjörnum en varast ber að rugla saman byggðakjörnum og sveitarfélögum. Í einu sveitarfélagi geta verið fleiri en einn byggðakjarni auk íbúa í dreifbýli. Ef skoðað er hvernig Austfirðingar skiptast á milli sveitarfélaga (tafla 2) þá kemur í ljós að Fjarðabyggð var fjölmennasta sveitarfélagið í lok árs 2002 með 3.057 íbúa, Sveitarfélagið Hornafjörður var næst fjölmennast með 2.332 íbúa og Austur-Hérað var í þriðja sæti með 2.061 íbúa. Þrjú sveitarfélög voru með innan við 100 íbúa en það eru Mjóafjarðarhreppur með 36 íbúa, Fáskrúðsfjarðarhreppur með 57 íbúa og Fljótsdalshreppur með 84 íbúa.
Sveitarfélag
Íbúar
Fjarðabyggð
3.057
Sveitarfélagið Hornafjörður
2.332
Austur-Hérað
2.061
Vopnafjarðarhreppur
762
Seyðisfjörður
749
Búðahreppur
569
Djúpavogshreppur
498
Fellahreppur
443
Norður-Hérað
286
Stöðvarhreppur
276
Breiðdalshreppur
267
Borgarfjarðarhreppur
140
Skeggjastaðahreppur
138
Fljótsdalshreppur
84
Fáskrúðsfjarðarhreppur
57
Mjóafjarðarhreppur
36
Samtals
11.755
Tafla 2. Íbúar á Austurlandi 1. desember 2002 – skipt eftir sveitarfélögðum.
Að lokum má geta þess að samhliða Alþingiskosningunum í maí 2003 kusu íbúar Stöðvarhrepps og Búðahrepps um sameiningu sveitarfélaganna og var hún samþykkt í báðum hreppum. Þegar sameiningin tekur gildi verður hið nýja sveitarfélag það fjórða fjölmennasta á Austurlandi með tæplega 850 íbúa ef miðað er við fólksfjöldatölur frá 1. desember 2002.
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er fjölmennasti bærinn á Austurlandi?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3560.
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 7. júlí). Hver er fjölmennasti bærinn á Austurlandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3560
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver er fjölmennasti bærinn á Austurlandi?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3560>.