Ýmsir fylgikvillar geta komið upp þegar bein grær og valdið því að sársauki ágerist og ílengist. Sem dæmi má nefna ef sýking kemur í brotið eða ef bein grær rangt saman. Vaxtarverkir eru ekki sömu verkir og fólk finnur fyrir vegna beinbrots. Þeir eru algengir í börnum, sérstaklega á aldrinum þriggja til fimm ára og átta til tólf ára, en ekki er vitað hvað veldur þeim. Verkurinn kemur frekar fram í vöðvum en beinum og börn finna helst verk í kálfum, bak við hné og ofarlega í lærum. Verkurinn kemur oftast eftir áreynslu, í lok dags eða að næturlagi. Engin meðferðarúrræði eru við vaxtarverkjum en oft getur hjálpað að nudda auma svæðið eða teygja á vöðvanum á meðan sársaukinn líður hjá. Heimildir og frekari fróðleikur: Mynd:
- Wikipedia - bone healing. Sótt 4. 7. 2011.