Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 89 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um Sæunnarsundið?
Svonefnt Sæunnarsund var mikið þrekvirki sem unnið var af kú nokkurri sem synti yfir Önundarfjörð á flótta undan örlögum sínum. Forsaga uppákomunnar er sú að árið 1987 þurfti bóndi á bænum Neðri-Breiðadal í Önundarfirði að fækka gripum sínum vegna nýrra laga um gripakvóta. Hann þurfti því að slátra einni af kúnum ...
Er hægt að deyja úr hræðslu?
Í stuttu máli er svarið; já það er hægt að deyja úr hræðslu. Hræðsla er eðlileg tilfinning og lýsir sér í líffræðilegum viðbrögðum við ytri aðstæðum. Eiríkur Örn Arnarson segir í svari sínu við spurningunni Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?Hræðsla er sértæk og tengist ákveðnum stað, aðstæðum, einstaklingi eð...
Hvar er hægt að finna sögu landnámsmannsins Atla grauts?
Frá Atla graut, eða Graut-Atla eins og hann er oftast kallaður, er sagt í Landnámabók. Þar kemur fram að bræðurnir Ketill og Graut-Atli, synir Þóris þiðranda, hafi farið úr Veradal í Noregi til Íslands og numið land í Fljótsdal. „Graut-Atli nam ina eystri strönd Lagarfljóts allt á milli Giljár og Vallaness fyrir v...
Hvað er „enska öldin“ og hvað einkenndi hana á Íslandi?
Þegar talað er um „ensku öldina“ á Íslandi er átt við tímabilið frá því skömmu eftir 1400 til um 1500, þá var Ísland á áhrifasvæði Englendinga og stundum réðu þeir hér lögum og lofum. Grundvöllur Íslandssiglinga Englendinga voru tækniframfarir í skipasmíðum og siglingatækni. Skip Englendinga voru tví- og jafnve...
Hvað getið þið sagt mér um Hraunfossa og Barnafoss?
Hraunfossar er heiti fallegra smáfossa sem renna undan Hallmundarhrauni út í Hvítá. Vatnið í fossunum er tært lindarvatn en jökulvatn er í Hvítá svo andstæður fossanna og Hvítár eru þarna miklar. Ofan við Hraunfossa eru litlir fossar eða flúðir í Hvítá, og kallast þær einu nafni Barnafoss. Þar fellur Hvítá fram af...
Hvaða orð rímar við „Elín“?
Til er sérstök íslensk rímorðabók sem er til dæmis til í mörgum skólabókasöfnum. Í Gegni eru meðal annars eftirfarandi upplýsingar um hana:Eiríkur Rögnvaldsson 1955. Íslensk rímorðabók. Reykjavík: Iðunn, 1989. 271 s.Hugmyndir um rímorð má fá einnig fá með rímorðaleit Elíasar Halldórs Ágústssonar á Reiknistofnun. A...
Hverjir voru helstu landnámsmenn Íslands og hvaðan komu þeir?
Fornleifar sýna að Ísland var fyrst byggt fólki á síðari hluta 9. aldar og á 10. öld. Víðs vegar um nánast alla þá hluta landsins sem töldust byggilegir á síðari öldum skildi fólk eftir sig byggingar og annað jarðrask á þessu tímabili. Nokkur ólík ráð eru til að tímasetja fornleifarnar, en nýtilegast til þess er s...
Hver var aðdragandinn að stofnun Ísraelsríkis árið 1948? Hver átti landið fyrir?
Í margar aldir bjuggu gyðingar víðs vegar um Evrópu en ýmsar hræringar, svo sem andgyðingleg hreyfing í Þýskalandi og ofsóknir í Rússlandi, urðu til þess að undir lok 19. aldar fékk sú hugmynd hljómgrunn að stofna ætti sjálfstætt ríki gyðinga. Áhugavert er að meðal annars var stungið upp á Úganda í Afríku sem hugs...
Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum? Hvaðan kemur orðið grátstafur? Orðið stafur hefur fleiri en eina merkingu. Algengust er merkingin ‘stöng, prik’ en aðrar merkingar eru ‘stoð, leggur á fjöður, leturtákn, geisli, geislarák, landræma milli gilja, klettar, klet...
Af hverju verða svona margir jarðskjálftar við Grímsey?
Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni Hvað veldur jarðskjálftum? kemur fram að ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þan...
Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum?
Í forníslensku merkir hugtakið víkingur „sjóræningi, maður sem stundar sjóhernað“, en einnig er til kvenkynsorðið viking „herferð á sjó“ (sbr. „að fara í víking“). Orðið er algengt í vestnorrænum mállýskum (íslensku, norsku) en sjaldgæfara í austnorrænum (dönsku, sænsku). Hugtakið komst inn í Evrópumál úr norrænu,...
Hvað er andremma og af hverju stafar hún?
Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju verður maður andfúll? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir það að verða andfúll eða losna við andfýlu? Af hverju vaknar maður andfúll á morgnana þó maður hafi burstað tennurnar kvöldið áður? Aðrir spyrjendur eru: Birna Gunnarsdóttir, Hrund Harðardóttir, Eiríkur Þorbjö...
Hver er sterkasti vöðvinn í líkama manns, hver er sá stærsti og hvað eru vöðvarnir margir?
Vöðvar eru af þremur gerðum; sléttir vöðvar, hjartavöðvinn og beinagrindarvöðvar sem nefnast einnig þverrákóttir vöðvar. Legið og vöðvar í æðaveggjum og veggjum meltingarvegarins eru dæmi um slétta vöðva. Flestir sléttir vöðvar eru aðeins ein slétt vöðvafruma og fjöldi þeirra skiptir milljörðum. Þeir eru yfirl...
Hverjir hafa verið fánaberar Íslands á Ólympíuleikum?
Setningarathöfn Ólympíuleika er mikið sjónarspil. Hluti af athöfninni felst í að þátttakendur ganga fylktu liði inn á leikvanginn undir fána sinnar þjóðar. Hver þjóð velur fánabera sem gengur fremstur í flokki. Grikkir ganga fyrstir inn á leikvanginn, sem forfeður nútímaólympíuleikana, en þar á eftir ganga aðrar þ...
Getið þið sagt mér eitthvað um Helga magra?
Í 2. kafla Íslendingabókar Ara fróða eru taldir upp fjórir landnámsmenn, einn í hverjum landsfjórðungi. Þeir eru Hrollaugur Rögnvaldsson, sagður hafa numið land austur á Síðu og verið ættfaðir Síðumanna, Ketilbjörn Ketilsson á Mosfelli í Grímsnesi, ættfaðir Mosfellinga, Auður Ketilsdóttir djúpúðga, ættmóðir Breiðf...