Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum? Hvaðan kemur orðið grátstafur?Orðið stafur hefur fleiri en eina merkingu. Algengust er merkingin ‘stöng, prik’ en aðrar merkingar eru ‘stoð, leggur á fjöður, leturtákn, geisli, geislarák, landræma milli gilja, klettar, klettabelti’. Fjölmargar samsetningar eru til með –stafur að síðari lið en fjórar tel ég að falli að því sem spurt var um, það er feiknstafur, grátstafur, hástafur og kveinstafur. Af þessum orðum koma feikn-, há- og kveinstafur fyrir í fornu máli. Feiknstafir eru til dæmis nefndir í tveimur kvæðum í Snorra-Eddu, Grímnismálum og Sólarljóðum. Merkingin er ‘óheillarúnir, skelfingartákn’ af feikn ‘undur, ósköp, býsn’. Hástafir koma fyrir í Njáls sögu í sambandinu að gráta hástöfum. Hallgerður grét hástöfum eftir rifrildi við Glúm, eiginmann sinn (48. kafli) og er merkingin ‘hátt, ákaflega’.

Fjölmargar samsetningar eru til með –stafur að síðari lið. Fjórar falla vel að því sem spurt er um, það er feiknstafur, grátstafur, hástafur og kveinstafur. Á myndinni sést barn gráta hástöfum.
*Gledenn liwfare enn Graat-Stafer.Það er „Gleðin ljúfari en grátstafir.“ Orðið virðist kom seint fyrir í útgefnum orðabókum. Í verki Björns Halldórssonar, sem gefið var út 1814, er flettan grátr í qverkum (það er í kverkum) (1814: 302) og skýringin ‘undertrykt Graad’, það er ‘niðurbældur grátur’. Í fornmálsorðabók Eiríks Jónssonar frá 1863 er grátstafur uppflettiorð (1863:184):
GRÁTSTAFR, i: þat er g. í kverkunum á e-m en er grædefærdig.Sveinbjörn Egilsson, kennari í Bessastaðaskóla, skáld og rithöfundur, gaf út orðabók yfir skáldamálið forna með skýringum á latínu, Lexicon poeticum. Finnur Jónsson prófessor gaf verkið út að nýju með dönskum skýringum (1916/1931). Við feiknstafir stendur ‘med rædelsvirkende runer’ (1931: 127). Ég hygg að merkingin í –stafur í fyrrnefndum samsetningum eigi rætur í rúnamerkingunni og að grátstafur sé myndað með eldri orðin að fyrirmynd. Heimildir:
- Björn Halldórsson. 1814. Lexicon Islandico-Latino-Danicum. Vol. I. Havniæ.
- Eiríkur Jónsson. 1863. Oldnordisk ordbog. Kjöbrnhavn.
- Lexicon poeticum antiquæ linguæ septentrionalis. Ordbog over det norsk-islandske skjaldesprog orindelig forfattet af Sveinbjörn Egilsson. Forøget og påny udgivet .... 2. Udgave ved Finnur Jónsson 1931.
- ONP = Ordbog over net norrøne prosasprog. (Skoðað 10.08.2016).
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. (Skoðað 10.08.2016).
- Life isn't easy - a gallery on Flickr. (Sótt 29.08.2016).
- Walking Dream | Thomas Hawk | Flickr. Myndrétthafi er Thomas Hawk. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 10.08.2016).