Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2529 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Getið þið sagt mér hvaðan germanska tungumálið er upprunið?

Öll tungumál heimsins tilheyra einhverri málaætt. Ein þessara málaætta ber nafnið indóevrópsk mál. Ellefu málaflokkar teljast til þeirrar ættar. Þeir eru: Anatólísk mál Armenska Indó-írönsk mál Albanska Gríska Tokkarísk mál ...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Grímsvatnagosið árið 2011?

Öflugt gos hófst í Grímsvötnum þann 21. maí 2011 klukkan sjö um kvöld. Vísindamenn höfðu búist við gosi í nokkurn tíma, því að mælingar á landrisi í Eystri-Svíahnúk sýndu að kvikuhólfið undir vötnunum var komið í svipaða stöðu og fyrir eldsumbrotin í nóvember 2004. Þá hafði jarðskjálftavirkni heldur aukist misseri...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um eldgos undir jökli?

Rúmlega helmingur allra eldgosa á Íslandi á sögumlegum tíma hefur orðið í jöklum, í Kötlu og einkum í Grímsvötnum.1 Flest unnu þau sig upp í gegnum ísinn svo úr urðu sprengigos, oftast surtseysk tætigos. Á jökulskeiðum hafa svo til öll eldgos á Íslandi orðið í jöklum.2 Móbergsfjöllin hafa myndast í slíkum gosum. Á...

category-iconEfnafræði

Hvað getið þið sagt mér um bótúlín og bótox?

Bótúlíneitur (e. botulinum toxin) er taugaeitur sem framleitt er af bakteríunni Clostridium botulinum. Bakterían vex aðeins í súrefnissnauðu umhverfi, en myndar hitaþolin dvalagró við óhagstæðar aðstæður. Bótúlín er eitt af aleitruðustu efnum sem þekkjast, en einungis 1-2 ng/kg sprautað í vöðva eða æð, nægja til a...

category-iconÞjóðfræði

Hvað getið þið sagt mér um dansinn í Hruna?

Frá dansinum í Hruna segir meðal annars í samnefndri sögn í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem kom fyrst út á árunum 1862–1864. Sögnin er sögð gerast til forna og fjallar um prest í Hruna í Árnessýslu sem hafði þann sið að drekka og dansa í kirkjunni með sóknarbörnum sínum á jólanótt. Eina nótt stendur dansinn leng...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað getið þið sagt mér um Spánverjavígin árið 1615?

Fiskveiðar hófust við Nýfundnaland í byrjun 16. aldar, fáum árum eftir að Evrópumenn uppgötuðu heimsálfuna Ameríku. Frakkar veiddu þorsk í stórum stíl, en sjómenn frá Baskahéruðum Spánar og Frakklands eltust við norðhval, sem einnig kallast grænlandssléttbakur og grænlandshvalur. Baskar við Biskajaflóa byggðu trau...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er Haugsnesbardagi, getið þig sagt mér frá honum?

Næstum allt sem vitað er um Haugsnesbardaga er í Sturlunga sögu, í þeim hluta hennar sem talið er að hafi upphaflega verið saminn sem Þórðar saga kakala en síðan tekinn inn í safnritið Sturlungu. Bardaginn var háður 19. apríl 1246 við Djúpadalsá í Skagafirði þar sem hún rennur að austan niður í Skagafjörð. Bardagi...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Hraunfossa og Barnafoss?

Hraunfossar er heiti fallegra smáfossa sem renna undan Hallmundarhrauni út í Hvítá. Vatnið í fossunum er tært lindarvatn en jökulvatn er í Hvítá svo andstæður fossanna og Hvítár eru þarna miklar. Ofan við Hraunfossa eru litlir fossar eða flúðir í Hvítá, og kallast þær einu nafni Barnafoss. Þar fellur Hvítá fram af...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um eiturfroskinn Dendrobates pumilio?

Frosktegundin Dendrobates pumilio nefnist strawberry poison-dart frog á ensku og vísar það heiti annars vegar til litarfars frosksins sem minnir á jarðaber og hins vegar til eiturs sem sérstakar frumur í húð hans seyta. Það mætti því kannski kalla hann jarðarberja-eiturfroskinn upp á íslensku. Froskur þessi er ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur þú sagt mér allt það helsta um froskdýr?

Froskdýr (Amphibia) er einn af fimm flokkum hryggdýra, hinir eru spendýr, fiskar, fuglar og skriðdýr. Froskdýr greinast í þrjá hópa, salamöndrur (Caudata eða Urodela) sem ólíkt öðrum froskdýrum hafa rófu alla ævi, froska og körtur (Anura) sem fullvaxnir eru rófulausir og að loks hóp sem kalla má ormakörtur (Gymno...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getið þið sagt mér um non-Hodgkins-krabbamein?

Eitilfrumuæxli eru illkynja æxli upprunnin í eitilfrumum, nema þau æxli sem teljast til Hodgkins-sjúkdóms. Á ensku hefur verið vísað til þessa æxlishóps sem non-Hodgkin lymphomas. Þessi æxli, sem hér eftir verður vísað til aðeins sem eitilfrumuæxli, eru hópur illkynja æxla sem á upptök sín í eitilvef og eru um 3% ...

category-iconVísindi almennt

Hvað getur þú sagt mér um heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna?

Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins, sem haldin var í Stokkhólmi árið 1972, viðurkenndu ríki nauðsyn verndunar þar sem „það skaðar arfleifð allra þjóða heims ef einhver hluti hinnar menningarlegu eða náttúrulegu arfleifðar spillist eða hverfur“. Á sama ári var á þingi Menningarmálastofnunar Same...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um dúfnategundina Ptilinopus arcanus?

Tegundin Ptilinopus arcanus (e. Negros fruit-dove) er einlend (endemísk) tegund á Filippseyjum. Tegundin er annaðhvort í mikilli útrýmingarhættu eða útdauð. Síðasti staðfesti fundur hennar var árið 1953 á eyjunni Negros sem tilheyrir áðurnefndum Filippseyjum. Ptilinopus arcanus. Í óstaðfestum heimildum er dúfun...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um dýralíf í Svíþjóð?

Dýralíf Svíþjóðar líkt og annarra landa Skandinavíu tilheyrir hinni útbreiddu barrskógafánu. Í langflestum tilvikum nær útbreiðslusvæði tegundanna sem búa þar langt austur til Síberíuhásléttunnar. Alls eru 65 tegundir landspendýra í Svíþjóð og er engin þeirra einlend (e. endemic) í landinu. Af spendýrategundum...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um Inkaborgina Machu Picchu?

Machu Picchu er virkisborg í Andesfjöllum er gnæfir yfir Urubambadalnum. Hún er um það bil 80 km fyrir norðan Cuzco sem var hin fornu höfuðborg Inkanna. Machu Picchu liggur á 13. gráðu suðlægrar breiddar í um 2400 metra hæð yfir sjó, um 1000 metrum neðar en Cuzco, og er veðurfar þar mun mildara en í Cuzco. Borgin ...

Fleiri niðurstöður