Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1313 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er háhyrningurinn Keikó með boginn bakugga?

Hvalurinn Keiko er eins og öllum Íslendingum er kunnugt háhyrningur sem veiddur var við Íslandsstrendur fyrir rúmum tveimur áratugum. Árið 1993 varð Keiko kvikmyndastjarna eftir að hafa "slegið í gegn" í Hollywoodmyndunum Free Willy. Eftir að hafa verið hafður í haldi við slæman aðbúnað í sædýrasafni í Mexikó í fá...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar keisaramörgæsir?

Keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri) er ein af 17 tegundum mörgæsa (ætt Spheniscidae) sem finnast á suðurhveli jarðar og er stærst þeirra. Fullorðnir fuglar geta verið allt að 120 cm á hæð og vega 21-40 kg. Keisaramörgæsir, foreldri með unga.Keisaramörgæsin er önnur tveggja tegunda mörgæsa sem lifa einungis á ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju er tunglið ekki uppi á daginn og sólin á nóttunni?

Stutta svarið er: Af því að þá mundi ríkja dagsbirta á nóttunni og náttmyrkur á daginn, því að sólin er svo miklu bjartari en tunglið. En auðvitað getur enginn bannað okkur að kalla nóttina dag og daginn nótt ef það væri til dæmis samþykkt með miklum meirihluta í þjóðaratkvæði. En líklega er það ekki þetta sem spy...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifa iguanaeðlur í miklum hita og hver er lágmarkshiti sem þær geta lifað við?

Græneðlur (Iguanidae) eru vinsæl gæludýr víða um heim. Sú tegund ættarinnar sem nýtur mestra vinsælda meðal gæludýraeigenda á Vesturlöndum og þá sérstaklega í Bandaríkjunum er græna iguana eða græneðla (Iguana iguana) eins og hún er oftast kölluð. Samkvæmt upplýsingum frá dýralæknum og ræktendum græneðla er r...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er sólin heit?

Sólin er heit vegna kjarnahvarfa sem eiga sér stað í iðrum hennar. Í svari við spurningunni Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar? segir: Í kjarna sólar er hitinn um 15.000.000°C og þrýstingurinn er 340 þúsund milljón sinnum meiri en við yfirborð sjávar hér á jörðinni. Við þessar aðst...

category-iconLandafræði

Hvað er stöðuvatn? Er Kyrrahafið stöðuvatn?

Í Íslenskri orðabók er orðið stöðuvatn sagt merkja "allstórt vatnsflæmi landi girt á alla vegu, vatn sem stendur allan ársins hring (yfirborð þess jafnhátt yfirborði jarðvatnsins)". Mjög sambærilegar skilgreiningar má finna á enska orðinu ‘lake’ en nánast undantekningalaust er það skilgreint sem vatn umlukið landi...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju erum við á jörðinni?

Við erum á jörðinni af því að þar var líf fyrir allt að 3500 milljónum ára sem síðan hefur orðið að öllu lífi sem nú er á jörðinni. Við erum þess vegna á jörðinni af sömu ástæðu og grasið og mosinn er á jörðinni, hann er þar af því að hann varð til þar! Vísindamenn eru ekki vissir um það hvort lífið kviknaði á ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getur Plútó rekist á Neptúnus?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig þróuðust litir?

Litir hafa ekki orðið til með þróun; það er fyrst og fremst lífríki jarðar sem er talið hafa þróast frá einni örveru í öndverðu. Litur er einn af grundvallareiginleikum efnanna. Ef við lítum fyrst á frumefnin þá eru að vísu mörg þeirra í gasham við venjulegt hitastig og þá yfirleitt litlaus. En kolefnið í kolum...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað búa margir í Asíu?

Asía er fjölmennasta heimsálfa jarðar. Talið er að um mitt ár 2012 hafi Asíubúar verið um 4,2 milljarðar. Þetta er um 60% alls mannkyns. Asía. Kína er fjölmennasta ríki Asíu og jafnframt fjölmennasta ríki heims. Þar búa rúmlega 1,3 milljarðar manna eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvað búa nák...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? - Myndband

Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. Þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða lofttegundir valda gróðurhúsaáhrifum?

Skipta má lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum í tvo flokka: náttúrulegar og manngerðar. Í fyrri flokknum eru koltvíildi eða koltvísýringur (CO2), metan (CH4) og tví-nituroxíð (N2O). Af þessum efnum er langmest af koltvíildi. Manngerðar lofttegundir sem valda gróðurhúsaáhrifum eru meðal annars vetnisflúorkolef...

category-iconJarðvísindi

Hvernig hefur hitastig á jörðinni breyst síðastliðin hundrað ár?

Loft og haf á jörðinni er nú um 1°C hlýrra en fyrir hundrað árum. Á sama tíma hefur hlýnað enn meira á Íslandi eða um 1,5°C. Helmingur hlýnunarinnar hefur orðið á síðastliðnum þrjátíu árum. Mörgæsir geta ekki flogið en synda vel og vilja frekar lifa á sjávardýrum í Suður-Íshafinu en mjólkurís. Heimskautasvæ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef allir í heiminum stæðu hver ofan á öðrum, hvað myndi gerast?

Í heiminum búa um sex milljarðar manna. Meðalmassi mannkyns er líklega um 20-40 kíló (vegna fjölda barna). Þá er heildarmassi alls mannkyns um 200 milljarðar kílógramma eða 200 milljón tonn. Þetta er þó ekki nema brotabrot (um það bil 0,00000000001%) af massa jarðar þannig að þetta myndi ekki hafa nein áhrif á jör...

category-iconVeðurfræði

Hver er munurinn á hvirfilbyl og fellibyl?

Hvirfilbyljir eða skýstrókar (á ensku tornado) eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, en fellibyljir (e. tropical hurricane, hurricane) eru víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Algengt er hins vegar að skýstrókar myndist í fellibyljum. Skýstrókar og fel...

Fleiri niðurstöður