Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á hvirfilbyl og fellibyl?

Haraldur Ólafsson

Hvirfilbyljir eða skýstrókar (á ensku tornado) eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, en fellibyljir (e. tropical hurricane, hurricane) eru víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Algengt er hins vegar að skýstrókar myndist í fellibyljum.

Skýstrókar og fellibyljir eiga það sameiginlegt að myndast í óstöðugu lofti, en svo heitir þegar hlýtt loft er undir köldu lofti. Þá er einkar mikilvægt fyrir skýstróka að vindur aukist með hæð næst jörðu, en losun dulvarma gegnir á hinn bóginn aðalhlutverki í myndun og viðgangi fellibylja (með dulvarma er átt við varmann sem losnar þegar rakinn í loftinu þéttist).

Fellibyljir myndast yfir úthöfum og eru gjarnan 200-1000 km í þvermál, en skýstrókar geta bæði myndast yfir landi og sjó og eru þeir oft innan við hundrað metrar í þvermál. Samt sem áður verður ekki síður hvasst, og jafnvel hvassara í skýstrókum en fellibyljum. Fellibyljir lifa dögum saman, en skýstrókar stundum ekki nema í nokkrar mínútur og í mesta lagi örfáar klukkustundir.

Fellibyljir geta ekki myndast við Ísland, en leifar af fellibyljum berast stundum til landsins. Skýstrókar geta hins vegar myndast á Íslandi, en það er afar sjaldgæft.

Sagt er frá fellibyljum í öðrum svörum á Vísindavefnum sem má finna með leitarvél okkar, og í veðurorðalistum má finna þýðingar og skýringar á ýmsum enskum heitum sem stundum valda ruglingi.


Tengill í svarinu var lagaður 12.12.2019.

Höfundur

Haraldur Ólafsson

prófessor í veðurfræði við HÍ

Útgáfudagur

1.11.2000

Síðast uppfært

12.12.2019

Spyrjandi

Auður Örlygsdóttir, Sólveig Sveinsdóttir, Kristrún Gunnarsdóttir

Tilvísun

Haraldur Ólafsson. „Hver er munurinn á hvirfilbyl og fellibyl?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1062.

Haraldur Ólafsson. (2000, 1. nóvember). Hver er munurinn á hvirfilbyl og fellibyl? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1062

Haraldur Ólafsson. „Hver er munurinn á hvirfilbyl og fellibyl?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1062>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á hvirfilbyl og fellibyl?
Hvirfilbyljir eða skýstrókar (á ensku tornado) eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, en fellibyljir (e. tropical hurricane, hurricane) eru víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Algengt er hins vegar að skýstrókar myndist í fellibyljum.

Skýstrókar og fellibyljir eiga það sameiginlegt að myndast í óstöðugu lofti, en svo heitir þegar hlýtt loft er undir köldu lofti. Þá er einkar mikilvægt fyrir skýstróka að vindur aukist með hæð næst jörðu, en losun dulvarma gegnir á hinn bóginn aðalhlutverki í myndun og viðgangi fellibylja (með dulvarma er átt við varmann sem losnar þegar rakinn í loftinu þéttist).

Fellibyljir myndast yfir úthöfum og eru gjarnan 200-1000 km í þvermál, en skýstrókar geta bæði myndast yfir landi og sjó og eru þeir oft innan við hundrað metrar í þvermál. Samt sem áður verður ekki síður hvasst, og jafnvel hvassara í skýstrókum en fellibyljum. Fellibyljir lifa dögum saman, en skýstrókar stundum ekki nema í nokkrar mínútur og í mesta lagi örfáar klukkustundir.

Fellibyljir geta ekki myndast við Ísland, en leifar af fellibyljum berast stundum til landsins. Skýstrókar geta hins vegar myndast á Íslandi, en það er afar sjaldgæft.

Sagt er frá fellibyljum í öðrum svörum á Vísindavefnum sem má finna með leitarvél okkar, og í veðurorðalistum má finna þýðingar og skýringar á ýmsum enskum heitum sem stundum valda ruglingi.


Tengill í svarinu var lagaður 12.12.2019....