Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er stöðuvatn? Er Kyrrahafið stöðuvatn?

EDS

Í Íslenskri orðabók er orðið stöðuvatn sagt merkja "allstórt vatnsflæmi landi girt á alla vegu, vatn sem stendur allan ársins hring (yfirborð þess jafnhátt yfirborði jarðvatnsins)". Mjög sambærilegar skilgreiningar má finna á enska orðinu ‘lake’ en nánast undantekningalaust er það skilgreint sem vatn umlukið landi. Sundum eru tiltekin fleiri atriði til nánari skýringar svo sem að stöðuvötn séu stærri en tjarnir (e. pond), séu oftast ferskt vötn og að gjarnan renni í þau ár. Hins vegar eru margar undantekningar frá þessum viðbótaratriðum, þannig að þau ein og sér duga ekki til að skilgreina stöðuvatn.



Kyrrahafið er stærst hinna svokölluðu heimshafa eða úthafa, 179.680.000 km2 að flatarmáli ef innhöf, strandhöf og flóar eru talin með, en 165.250.000 km2 án þeirra. Hin úthöfin eru Atlantshaf og Indlandshaf. Stundum er Suður-Íshafið einnig talið til úthafanna og jafnvel Norður-Ísahafið (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvert er stærsta úthafið?). Venjulega er talað um að heimshöfin umlyki meginlönd jarðar en ekki að meginlöndin umlyki höfin. Kyrrahafið verður því seint talið stöðuvatn þar sem það uppfyllir ekki kjarnann í þeirri skilgreiningu sem notuð er um þau, það er að þau séu umlukin landi.

Í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? er lítillega fjallað um myndun stöðuvatna á Íslandi. Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um stöðuvötn, til dæmis:

Mynd: Implementology.org.pf

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.1.2006

Spyrjandi

Jovan Rey Calderon

Tilvísun

EDS. „Hvað er stöðuvatn? Er Kyrrahafið stöðuvatn?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5558.

EDS. (2006, 12. janúar). Hvað er stöðuvatn? Er Kyrrahafið stöðuvatn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5558

EDS. „Hvað er stöðuvatn? Er Kyrrahafið stöðuvatn?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5558>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er stöðuvatn? Er Kyrrahafið stöðuvatn?
Í Íslenskri orðabók er orðið stöðuvatn sagt merkja "allstórt vatnsflæmi landi girt á alla vegu, vatn sem stendur allan ársins hring (yfirborð þess jafnhátt yfirborði jarðvatnsins)". Mjög sambærilegar skilgreiningar má finna á enska orðinu ‘lake’ en nánast undantekningalaust er það skilgreint sem vatn umlukið landi. Sundum eru tiltekin fleiri atriði til nánari skýringar svo sem að stöðuvötn séu stærri en tjarnir (e. pond), séu oftast ferskt vötn og að gjarnan renni í þau ár. Hins vegar eru margar undantekningar frá þessum viðbótaratriðum, þannig að þau ein og sér duga ekki til að skilgreina stöðuvatn.



Kyrrahafið er stærst hinna svokölluðu heimshafa eða úthafa, 179.680.000 km2 að flatarmáli ef innhöf, strandhöf og flóar eru talin með, en 165.250.000 km2 án þeirra. Hin úthöfin eru Atlantshaf og Indlandshaf. Stundum er Suður-Íshafið einnig talið til úthafanna og jafnvel Norður-Ísahafið (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvert er stærsta úthafið?). Venjulega er talað um að heimshöfin umlyki meginlönd jarðar en ekki að meginlöndin umlyki höfin. Kyrrahafið verður því seint talið stöðuvatn þar sem það uppfyllir ekki kjarnann í þeirri skilgreiningu sem notuð er um þau, það er að þau séu umlukin landi.

Í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? er lítillega fjallað um myndun stöðuvatna á Íslandi. Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um stöðuvötn, til dæmis:

Mynd: Implementology.org.pf...