Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.
Brautir reikistjarnanna eru sporbaugar (e. ellipses) með sól í öðrum brennipunkti. Staðurinn sem er fjærst sól á sporbrautinni nefnist sólfirrð en sá sem er næstur sól heitir sólnánd. Flestar brautirnar eru þó nálægt hringlögun þannig að lítill munur verður á fjarlægð frá sólu í sólnánd og sólfirrð.
Plútó er undantekning frá þessu eins og fleiru; braut hans er ílangur sporbaugur með miklum mun á sólnánd og sólfirrð. Þegar Plútó er við sólnánd á braut sinni er hann jafnframt nær sól en Neptúnus. Af því mætti ætla að braut hans skeri braut Neptúnusar í tveimur punktum.
Hér sjást sporbaugar reikistjarnanna um sólu. Takið eftir hallanum á sporbaug Plútó
Svo er þó ekki því að hér kemur brautarhallinn (e. inclination of orbit) til sögunnar. Þegar Plútó er nálægt sól er hann jafnframt langt frá brautarsléttu jarðar, með öðrum orðum langt „fyrir neðan“ braut Neptúnusar, samanber myndina. Við getum því andað léttar og ályktað að Plútó mun aldrei rekast á Neptúnus frekar en bíll rekst á flugvél þó að hann sé staddur beint fyrir neðan hana.