Kína er fjölmennasta ríki Asíu og jafnframt fjölmennasta ríki heims. Þar búa rúmlega 1,3 milljarðar manna eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvað búa nákvæmlega margir í Kína? Næst fjölmennasta ríki heims, Indland, er einnig í Asíu. Talið er að Indverjar séu rúmlega 1,2 milljarðar. Maldíveyjar í Indlandshafi eru hins vegar fámennasta ríki Asíu. Þar búa aðeins um 320.000 eða litlu fleiri en á Íslandi. Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um fólksfjölda, til dæmis:
- Hvað eru til margir menn og konur í heiminum?
- Hvað eru margir íbúar í allri Eyjaálfu?
- Hvað búa margir í Evrópu?
- Hversu margir búa í Afríku?
- Á fólk heima á suðurpólnum eða norðurpólnum?
- Hvar er hægt að finna upplýsingar um hversu margir búa í tilteknu landi?
Þetta svar er eftir nemendur á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára.