Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1896 svör fundust
Hvaða efni eru í "silfrinu" sem notað er við tannviðgerðir?
Amalgam eða silfurfyllingar eru notaðar til að endurbyggja skemmdar eða brotnar tennur. Þetta fyllingarefni hefur verið notað í árhundruð í billjónir tanna. Talið er að fyrsta fyllingin hafi verið sett í tönn árið 1826 í Frakklandi. Undanfarna áratugi hefur orðið ör þróun á tannlituðum fyllingum og eru þær annað h...
Hvers vegna grátum við?
Ekki er fullkomlega vitað af hverju við grátum. Við grátum oft þegar eitthvað kemur okkur í tilfinningalegt uppnám, svo sem þegar við upplifum sorg, gleði eða sársauki. Orsök gráts má rekja til lífeðlisfræðilegra breytinga sem verða til skamms tíma í miðtaugakerfinu. Ákveðin svæði í heilanum verða virk og þaðan be...
Geta kettir verið hættulegir?
Vissulega getur stafað hætta af köttum, bæði bein og óbein. Villtir kettir eiga það til að ráðast á fólk ef þeim er ógnað, til dæmis ef börn króa þá af. Slíkt er þó sjálfsagt fátítt hér á landi. Einnig eru fjölmargir með ofnæmi fyrir köttum, jafnvel bráðaofnæmi sem getur í einhverjum tilvikum reynst lífshættulegt....
Hvað er sykurstuðull?
Sykurstuðull kallast á ensku 'glycemic index' (GI). Hann var skilgreindur af dr. David D. Jenkins og félögum við Háskólann í Toronto árið 1981 en þeir unnu þá við rannsóknir á hvaða mataræði væri best fyrir sjúklinga með sykursýki. Sykurstuðull er töluleg stærð sem lýsir því hvaða áhrif mismunandi gerðir kolvetna ...
Hvers konar letur notuðu Mayarnir og um hvað fjalla varðveittir textar þeirra?
Letur Mayanna var fræðimönnum lengstum algjör ráðgáta. Þúsundir leturflata á veggjum bygginga, á minningarsúlum (e. stele) og á þeim fáu bókum og bókarslitrum sem varðveist hafa, blöstu við mönnum án þess þeir greindu á þeim haus eða sporð. Fransiskusbiskupinn Diego de Landa (1524-1579) hóf fyrstur að rannsaka let...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Ólafsdóttir rannsakað?
Sigrún Ólafsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún beint sjónum að heilsu, geðheilsu, ójöfnuði, stjórnmálum og menningu. Sigrún hefur skoðað sérstaklega hvernig stærri samfélagslegir þættir, svo sem velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið, hafa áhrif á líf einstaklinga, ti...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hrund Ólöf Andradóttir rannsakað?
Hrund Ólöf Andradóttir er prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að eðlisfræðilegum ferlum sem stuðla að dreifingu og örlögum efna í lofti og legi. Hrund hefur rannsakað virkni blágrænna ofanvatnslausna, eins og settjarna og gróðurþaka, sem miðla og hreinsa v...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristinn R. Þórisson rannsakað?
Kristinn R. Þórisson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands. Kristinn hefur stundað rannsóknir á gervigreind í 30 ár og kennt þau fræði við Columbia-háskóla, KTH og Háskólann í Reykjavík. Hann útskrifaðist með doktorsgráðu frá MIT Media Lab 1996, þar sem hann ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Jónsdóttir rannsakað?
Rósa Jónsdóttir matvælafræðingur er faglegur leiðtogi á Rannsókna- og nýsköpunarsviði Matís. Faghópurinn sem Rósa leiðir vinnur meðal annars að rannsóknum og þróun á lífvirkum efnum og matvælum, rannsóknum á nýtingu vannýttra afurða, til dæmis þörunga og loðnu og rannsóknum á heilnæmi matvæla og stöðugleika matvæl...
Hvert er stærsta þekkta sprengigos í Torfajökli?
Stærsta þekkta sprengigos í Torfajökli varð fyrir um 55 þúsund árum. Það er jafnframt eitt stærsta sprengigos sem orðið hefur á Íslandi. Talið er að gosið hafi náð tölunni 5-6 á VEI-kvarða (e. Volcano Explosivity Index), en hann er notaður til að áætla sprengivirkni gosa. Kvarðinn nær frá 1 upp í 8; gos sem eru 1 ...
Geta tæki sem framleiða hátíðnihljóð fælt flugur eins og lúsmý?
Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Ég tek eftir því að fyrirtæki eru að auglýsa tæki sem framkalla hátíðnihljóð sem eiga að fæla m.a. lúsmý frá mannabústöðum. Er vísindalega sannað að slíkt virki? Stutta svarið við spurningunni er nei. Lúsmý, moskítóflugur og aðrar mýflugur (Diptera: Nematocera...
Hvað ræður fæðuvali sauðfjár?
Rannsóknir hafa sýnt að fæðuval hjá flestum skepnum er áunnið atferli sem felur í sér bæði eigin reynslu og félagslegt nám, þar sem lært er af öðrum. Undantekningar frá þessari reglu er helst að finna hjá skammlífum tegundum sem hafa lítinn tíma til að afla sér reynslu og hjá tegundum þar sem félagsleg samskipti ...
Hverjir eru 5 bestu háskólar í heimi og hvað kostar að stunda þar nám?
Þetta er ein af þeim spurningum sem ekki er hægt að svara afdráttarlaust, en hvað telst vera best er alltaf háð ákveðnu gildismati. Nokkur eining ríkir þó um hvaða háskólar séu taldir meðal þeirra bestu, en reynt hefur verið að meta gæði skóla á hlutlægan hátt. Ein þekktasta rannsóknin á gæðum háskóla er á vegu...
Hvernig var blekið búið til sem notað var við skriftir handritanna?
Blek er litarefni í vökvaformi og hefur sem slíkt verið notað í aldaraðir til að skrifa með og teikna. Bleki má skipta í tvo megin flokka sótblek (kolefnablek) og sútunarsýrublek. Notkun á bleki má upphaflega rekja til Kína og Egyptalands frá því um 2500 f.Kr. Blekið sem þar var notað var gert úr sóti og/eða ös...
Veldur stress krabbameini?
Það virðist vera almenn trú manna að stress geti valdið krabbameini. Oft tengja nýgreindir sjúklingar myndun krabbameinsins við ákveðinn alvarlegan lífsviðburð fyrr á ævinni. Getgátur hafa verið uppi um að ónæmiskerfið bælist við stress og við það nái krabbameinfrumur að vaxa upp sem annars væri haldið niðri af ón...