Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1280 svör fundust
Getið þið sagt mér eitthvað um sögu og uppruna úlfa?
Talið er að úlfurinn eins og við þekkjum hann í dag, hafi komið fram fyrir um 800.000 árum. Það mat byggir á steingervingasögu tegundarinnar. Fyrst skulum við fara nokkrar milljónir ára aftur í tímann. Talið er að hunddýr þau sem komu fram í Norður-Ameríku, til dæmis tegundir millistórra rándýra af ættkvíslunum Eu...
Geturðu sagt mér allt um birni og sýnt mér myndir?
Birnir tilheyra bjarnarætt (Ursidae) sem skiptist í tvær undirættir; Ailurinae (pandabirnir) en til hennar heyrir aðeins ein tegund risapandan (Ailuropoda melanoleuca), og Ursinae (birnir) sem inniheldur sjö tegundir í þremur ættkvíslum. Einungis verður fjallað um tegundir af Ursinae-undirættinni hér þar sem lesa ...
Hverjar voru áætlanir Þjóðverja um að ráðast inn í Ísland í seinni heimsstyrjöldinni?
Adolf Hitler varð æfur þegar hann frétti að Bretar hefðu hernumið Íslandi þann 10. maí 1940 og gaf í kjölfarið foringjum sínum í þýska flotanum fyrirskipun um að undirbúa innrás. Skömmu síðar kynntu þeir fyrir honum hernaðaráætlunina Íkarus (þ. Fall Ikarus) sem byggðist á því að innrásarfloti myndi laumast framhjá...
Hverjar eru elstu þekktu leifar um ketti á Norðurlöndum?
Upprunalega spurningin var: Hverjar eru elstu kattvistarleifar á Norðurlöndum? Kettir voru fyrst tamdir í Austurlöndum nær og Egyptalandi fyrir um 9-10.000 árum, en villti forveri heimiliskattarins er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica) sem enn finnst á þeim slóðum.[1] Elsta beinagrind af heimi...
Hvernig er dýralífið í Marokkó?
Marokkó í Norður-Afríku er eitt þriggja landa í heiminum sem á strönd bæði að Atlants- og Miðjarðarhafi. Líffræðilegur fjölbreytileiki er töluvert mikill í Marokkó enda eru náttúrlegar aðstæður, landslag, veður- og gróðurfar, nokkuð ólíkar eftir því hvar í landinu borið er niður. Landið er fjalllent, í norðurhluta...
Hvaða hluti Rússlands tilheyrir Kákasus?
Rússland, eða Rússneska ríkjasambandið (e. Russian Federation) eins og landið heitir formlega, skiptist niður í 89 stjórnsýslueiningar sem hafa mismunandi mikið sjálfræði í eigin málum. Mest sjálfstæði hafa lýðveldin sem eru 21 talsins. Þau hafa eigin stjórnarskrá, þing og forseta en lúta Moskvustjórninni í utanrí...
Hvernig í ósköpunum kom Hannibal fílum yfir ískalda Alpana?
Leiðin sem Hannibal fór er ekki þekkt í öllum smáatriðum þótt fornir sagnaritarar greini frá leiðangrinum í löngu máli. Enn fremur er ekki alltaf ljóst hvaðan upplýsingar sagnaritaranna koma og vert að velta því aðeins fyrir sér áður en lengra er haldið. Elsta og besta ritaða heimildin um Alpaför Hannibals, sem en...
Hvar eru Hveravellir og hver er jarðfræðisaga svæðisins?
Hveravellir eru einn af magnaðri stöðum hálendisins. Þeir liggja í um 600 metra hæð, mitt á milli tveggja af stærstu jökulhvelum landsins, Hofsjökuls til austurs og Langjökuls til vesturs. Í þessari hæð er gróður af skornum skammti og er svæðið heldur eyðilegt yfir að líta. Hverasvæðið sjálft er ekki mikið um sig ...
Hvað þýðir Finna- í örnefninu Finnafjörður?
Uppurnalega spurningin var Hvaðan er nafnið Finnafjörður komið? Í Landnámabók er maður sem heitir Finni kynntur til sögu og fjörðurinn Finnafjörður, þar sem nú er Langanesbyggð, kenndur við hann: ‘Finni hét maðr, er nam Finnafjǫrð ok Miðfjǫrð. Hans son var Þórarinn, faðir Sigurðar, fǫður Glíru-Ha...
Hvað er megineldstöð?
Megineldstöðvar má skilgreina með eftirfarandi eiginleikum: Þar gýs aftur og aftur, í rótum þeirra er kvikuhólf, þar myndast margvíslegar bergtegundir - basískar, ísúrar og súrar - og þar eru iðulega háhitasvæði. Krafla. Þorleifur Einarsson lýsir svo myndun og þróun megineldstöðva í bók sinni Myndun og mótun...
Hvað er Bermúdaþríhyrningurinn?
Bermúdaþríhyrningurinn svokallaði er svæði á Norður-Atlantshafi sem má afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertóríkó. Þar hafa yfir 50 skip og 20 flugvélar horfið frá því um miðja 19. öld, mörg án vísbendinga um afdrif þeirra. Þessi undarlegu hvörf hafa ...
Hvað getið þið sagt mér um tígrisháf?
Tígrisháfurinn (Galeocerdo cuvieri) er stór og hættulegur hákarl (háfur) af ættinni Carcharhinidae. Hann er frægur fyrir grimmd sína og linnulaust hræát. Hann er ein af þeim tegundum hákarla sem hættulegir eru mönnum og eru mörg þekkt tilvik þar sem þessar skepnur hafa orðið mönnum að bana. Tígrisháfar veiða...
Er hægt að vera staddur fyrir austan sól og sunnan mána? Er hægt að segja eitthvað um aðstæður þar, til dæmis hvort þar er dagur eða nótt, vetur eða sumar?
Svarið er já; það er hægt að gefa þessum orðum merkingu á skynsamlegan hátt á grundvelli stjörnufræðinnar, og kannski má bæði hafa af því nokkurt gagn og gaman! Jörðin er kúla eins og kunnugt er og sólin er á hverjum tíma beint yfir einhverjum tilteknum stað á jörðinni. Gegnum þennan stað má draga "línu" í norð...
Hvort er rétt að segja Örfirisey eða Örfirsey?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona?Á Vísindavefnum er sagt Örfirisey en í símaskránni er skrifað Örfirsey. Hvort er rétt og hvers vegna? Nafnmynd fyrrverandi eyjar við Reykjavík er Örfirisey. Hennar er getið í heimildum frá 1379 (Páll Líndal, Reykjavík. Sögustaður við Sund. 3. bindi, bls. 201). Á Breiðaf...
Af hverju er íslenski hesturinn minni en aðrar hestategundir?
Hesturinn hefur verið ræktaður víða um lönd um þúsundir ára. Mikill breytileiki getur verið í stærð hesta frá einu landssvæði til annars. Þannig hafa hestar í Norður-Noregi verið smávaxnir og eins hafa hestar á Hjaltandi verið litlir. Bæði Hjaltlandshesturinn og íslenski hesturinn munu vera komnir út af norðurnor...