Norðurnorski hesturinn er gamall þar í landi og hefur lítið komist í samband við önnur hestakyn sunnar í Noregi. Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti, taldi hann vera forföður íslenska hestsins og byggði þá ályktun á stærð og útliti norðurnorska hestsins sem hann taldi minna mjög mikið á þann íslenska. Nánar má lesa um skyldleika íslenska hestsins og þess norðurnorska í svari sama höfundar við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn? Svarið við spurningunni er því einfaldlega það að íslenski hesturinn er upprunalega kominn af smávöxnu hestakyni og hefur haldist þannig í gegnum aldirnar þar sem kynblöndun hefur ekki átt sér stað. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvernig varð íslenski hesturinn til? eftir Stefán Aðalsteinsson
- Er íslenski hesturinn sá eini í heiminum sem hefur tölt? eftir Stefán Aðalsteinsson
- Hvað er hestur? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvert er stærsta hestakynið í heiminum og hvað var stærsti hesturinn í heiminum stór? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað eru til mörg hestakyn? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli? eftir Hrefnu Sigurjónsdóttur