Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til mörg hestakyn?

Jón Már Halldórsson

Allt frá því að menn tóku hross í þjónustu sína fyrir 3-4 þúsund árum á steppum Mið-Asíu hafa hestar gegnt mikilvægu hlutverki í samfélögum manna víða um heim. Í árdaga voru villihestar mikilvæg veiðidýr en þegar fyrst var farið að halda hesta var það aðallega vegna þess að hægt var að nýta kjötið af þeim og mjólkina. Fornleifar benda til þess að á öðru árþúsundi fyrir Krist hafi hross verið notuð sem dráttardýr og í hernaði. Hesturinn hefur því lengi verið þarfasti þjónninn.

Margir fræðimenn telja hinn sjaldgæfa przewalskihest (Equus caballus przewalski) vera hinn upprunalegu hest nútímans og þann sem öll önnur hestakyn séu komin af. Einhver ágreiningur er þó um það þar sem przewalskihesturinn hefur fleiri litninga en aðrir hestar nútímans, eða 66 litninga í stað 64 litninga eins og önnur hestaafbrigði. Hægt er að lesa meira um przewalskihestinn í svari sama höfundar við spurningunni Eru villihestar til nú á dögum? og um þróun hesta í svari við spurningunni Hvað er hestur?

Fjölmörg ræktunarafbrigði eða kyn hesta hafa komið fram, ýmist vegna valbundinnar ræktunar eða landfræðilegrar einangrunar. Eitt slíkt kyn er íslenski hesturinn en lesa má um uppruna hans í svari Stefáns Aðalsteinssonar við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn uppruninn?



Flestir hrossasérfræðingar eru á því að fjöldi hrossakynja í heiminum sé um 250 talsins. Þessi kyn eru æði misjöfn að stærð, allt frá stærstu dráttarklárum sem eru yfir 2 metrar á hæð yfir herðakamb (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvert er stærsta hestakynið í heiminum?) niður í smæstu smáhesta svo sem Patagonian Fallabella sem eru svipaðir á stærð og þýskir fjárhundar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.4.2004

Spyrjandi

Sara Lísa Ævarsdóttir, f. 1990
Hildur Axelsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til mörg hestakyn?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2004, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4138.

Jón Már Halldórsson. (2004, 14. apríl). Hvað eru til mörg hestakyn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4138

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til mörg hestakyn?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2004. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4138>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til mörg hestakyn?
Allt frá því að menn tóku hross í þjónustu sína fyrir 3-4 þúsund árum á steppum Mið-Asíu hafa hestar gegnt mikilvægu hlutverki í samfélögum manna víða um heim. Í árdaga voru villihestar mikilvæg veiðidýr en þegar fyrst var farið að halda hesta var það aðallega vegna þess að hægt var að nýta kjötið af þeim og mjólkina. Fornleifar benda til þess að á öðru árþúsundi fyrir Krist hafi hross verið notuð sem dráttardýr og í hernaði. Hesturinn hefur því lengi verið þarfasti þjónninn.

Margir fræðimenn telja hinn sjaldgæfa przewalskihest (Equus caballus przewalski) vera hinn upprunalegu hest nútímans og þann sem öll önnur hestakyn séu komin af. Einhver ágreiningur er þó um það þar sem przewalskihesturinn hefur fleiri litninga en aðrir hestar nútímans, eða 66 litninga í stað 64 litninga eins og önnur hestaafbrigði. Hægt er að lesa meira um przewalskihestinn í svari sama höfundar við spurningunni Eru villihestar til nú á dögum? og um þróun hesta í svari við spurningunni Hvað er hestur?

Fjölmörg ræktunarafbrigði eða kyn hesta hafa komið fram, ýmist vegna valbundinnar ræktunar eða landfræðilegrar einangrunar. Eitt slíkt kyn er íslenski hesturinn en lesa má um uppruna hans í svari Stefáns Aðalsteinssonar við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn uppruninn?



Flestir hrossasérfræðingar eru á því að fjöldi hrossakynja í heiminum sé um 250 talsins. Þessi kyn eru æði misjöfn að stærð, allt frá stærstu dráttarklárum sem eru yfir 2 metrar á hæð yfir herðakamb (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvert er stærsta hestakynið í heiminum?) niður í smæstu smáhesta svo sem Patagonian Fallabella sem eru svipaðir á stærð og þýskir fjárhundar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir: