Flestir hrossasérfræðingar eru á því að fjöldi hrossakynja í heiminum sé um 250 talsins. Þessi kyn eru æði misjöfn að stærð, allt frá stærstu dráttarklárum sem eru yfir 2 metrar á hæð yfir herðakamb (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvert er stærsta hestakynið í heiminum?) niður í smæstu smáhesta svo sem Patagonian Fallabella sem eru svipaðir á stærð og þýskir fjárhundar. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli? eftir Hrefnu Sigurjónsdóttur
- Hendricks, Bonnie L. (1995). International Encyclopedia of Horse Breeds, University of Oklahoma Press
- The International Museum of the Horse
- Page Creek Ranch