Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1260 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?

Á ensku nefnist karlkanínan „buck“, en það orð er einnig notað um karlspendýr af hjartarætt. Til eru nokkur mismunandi heiti á íslensku yfir þetta enska orð eftir tegundum, til dæmis hafur, hrútur og tarfur. Kvenkanínan er á ensku kölluð „doe“ sem á sama hátt nær yfir kvendýr hjarta, antilópa, geita og skyldra dýr...

category-iconAnswers in English

How many words are there in Icelandic for the devil?

It is difficult to say how many words there are for devil in Icelandic. Most of the known examples owe their existence to the fact that it was not considered proper to name the devil, so he was referred to by nicknames or by mutation of his name. In the Icelandic thesaurus the following words are listed under fjan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir "að troða strý" í orðaleiknum "Stebbi stóð á ströndu var að troða strý..."? Hvað var Stebbi að gera og til hvers?

Strý er notað um strítt og gisið hár en í eldra máli var það einnig notað um grófan hör og hamprudda. Myndin af Stebba sýnir því ef til vill mann sem er að troða hamprudda eða einhverju slíku í poka. Orðabók Háskólans á engin dæmi um sambandið að troða strý önnur en í þulunni um Stebba sem stóð á ströndu. Jón ...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér eitthvað um gríska goðið Hades?

Gríska goðið Hades var sonur risanna Krónosar og Rheu. Bræður hans voru Seifur og Pósedon, og saman deildu þeir heiminum á milli sín. Seifur ríkti yfir himninum, Pósedon var guð hafsins en Hades guð undirheima og dauða. Hjá Rómverjum gekk Hades undir nafninu Plútó. Kona Hadesar var Persefóna, dóttir systkinann...

category-iconTrúarbrögð

Hver er munurinn á dómkirkju og venjulegri kirkju?

Kirkja er guðshús kristinna manna. Orðið á sér hliðstæðu í mörgum tungumálum; á ensku er notað orðið church, kyrka í sænsku og kirke í dönsku. Öll eru orðin komin af gríska orðinu kyriakón, sem þýðir 'það sem tilheyrir drottni' eða 'hús drottins'. Dómkirkja er kirkja þar sem biskup, erkibiskup, patríark eða pá...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju fer að rigna ef maður drepur járnsmið?

Það er með þessa hjátrú eins og svo margt annað í þjóðtrú að nánast ógjörningur er að svara því með vissu hvers vegna slík tiltrú verður til. Til er þó sú skýring að járnsmiðir (og fleiri skordýr) leiti frekar út undir bert loft þegar von sé á rigningu og því séu einfaldlega meiri líkur á að rekast á þá við slíkar...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað þýðir orðið nörd?

Merking orðsins nörd (eða njörður/nörður) er nokkuð á reiki. Stundum hefur það verið notað í niðrandi merkingu um hallærislegt fólk sem kýs tæki og tól umfram mannleg samskipti. 'Nördar' eiga því ýmislegt sameiginlegt með bæði 'lúðum' og 'proffum', en þykja oft gáfaðri en lúðarnir og ef til vill hallærislegri en p...

category-iconLögfræði

Má taka upp samtöl við lögregluna, til dæmis ef maður er stoppaður?

Vöktun með leynd, hvort sem um er að ræða mynd- eða hljóðupptöku, er ekki heimil. Þetta þýðir að þeir sem sæta vöktun, til dæmis á vinnustað, verða að vita af því. Á þessu geta þó verið undantekningar. Í sumum tilfellum er lögreglu heimilt að taka upp samtöl án vitneskju þeirra sem eru á upptökunni. Skilyrði ...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru um það bil margir vísindamenn á Íslandi?

Til að geta fundið eitthvert svar við spurningunni þarf að kunna skil á því hvað séu vísindi. Hugtakið 'vísindi' þýðir 'þekking' eða 'kunnátta'. Webster's New Collegiate Dictionary skilgreinir vísindi að sama skapi sem „þekkingu sem aflað er með rannsóknum eða reynslu [e. study or practice]“. Því má gera ráð fyrir...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða plöntur eru tvíkímblöðungar?

Tvíkímblöðungar tilheyra fylkingu dulfrævinga (Anthophyta) eða blómstrandi plantna. Í klassískri flokkunarfræði plantna er dulfrævingum skipt í þrjá undirflokka: magnólíta (Magnoliids), einkímblöðunga (Monocotyledones) og tvíkímblöðunga (Eudicotyledones). Aðeins 3% dulfrævinga tilheyra magnólítum, en þeir eru ta...

category-iconUmhverfismál

Hversu mörg lönd hafa samþykkt Kyoto-bókunina?

Á vef Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) er að finna lista yfir þau lönd sem hafa staðfest Kyoto-bókunina. Í febrúar 2007 höfðu 169 ríki auk Evrópusambandsins staðfest bókunina. Þau lönd sem staðfest hafa Kyoto-bókunina eru merkt með grænum, gul eru þau lönd sem hafa skrifað undir og munu væntanlega ...

category-iconÞjóðfræði

Hvaðan er komin sú mýta að konungborið fólk sé með blátt blóð í æðum?

Eftir því sem næst verður komist á þessi vésögn rót að rekja til spænska aðalsins í lok miðalda. Elstu og að eigin dómi göfugustu ættirnar vildu aðskilja sig frá samlöndum sínum, hinum arabísku Márum og ekki síður gyðingum. Litarháttur þeirra fyrst nefndu var ljósari og bláæðarnar því meira áberandi en hjá hinum þ...

category-iconÞjóðfræði

Hver er uppruni íslensku skotthúfunnar?

Talið er að íslenskar konur hafi farið að klæðast fyrsta vísi að peysufötum, sem einnig voru nefnd húfubúningur, í lok 18. aldar. Þá fóru konur að nota húfur með skúfi hversdags í staðinn fyrir falda eða skaut. Fyrirmynd skotthúfanna eru líklega karlmannsprjónahúfur, þá einkum húfur skólapilta sem gengu í Skálhol...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða 'mjalla' er átt við þegar menn eru ekki með öllum mjalla?

Orðið mjalli merkir ‘skynsemi, heilbrigði, vit’ en einnig ‘hvítleiki’. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um mjalla í orðasambandi er úr skrifum Árna Magnússonar handritasafnara rétt fyrir aldamótin 1700. Hann er þar að skýra sambandið ekki er mjallinn á og segir það merkja ‘ekki fer vel’. Elstu dæmi Orðabókarinna...

category-iconHugvísindi

Af hverju segja menn "klukk" þegar þeir ná einhverjum í eltingaleik?

Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er sagt frá skollaleik sem einnig var kallaður blindingsleikur þar sem bundið var fyrir augun á þeim sem var skollinn. Leikurinn hefur sennilegast borist hingað frá Danmörku þar sem hann er kallaður blindebuk (‘blindi hafur’). Jón giskar á að klukk sé le...

Fleiri niðurstöður