Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Til að geta fundið eitthvert svar við spurningunni þarf að kunna skil á því hvað séu vísindi. Hugtakið 'vísindi' þýðir 'þekking' eða 'kunnátta'. Webster's New Collegiate Dictionary skilgreinir vísindi að sama skapi sem „þekkingu sem aflað er með rannsóknum eða reynslu [e. study or practice]“. Því má gera ráð fyrir að rannsóknir og þróun sé eitt helsta starf vísindamannsins.
Í svarinu er gengið út frá því að vísindamenn séu alla jafna háskólamenntað fólk sem stjórnar rannsókna- og þróunarverkefnum. Hafa verður fyrirvara á svarinu þar sem þetta er að sjálfsögðu nokkur einföldun. Til að mynda er mikið af ungu fólki sem stundar áhugaverðar og mikilvægar rannsóknir en stjórnar þeim ekki. Dæmi eru allir þeir aðilar sem stunda doktorsnám og eru þátttakendur í verkefnum annarra reyndra vísindamanna.
Íslenskir vísindamenn stunda meðal annars rannsóknir á fiskeldi.
RANNÍS, eða Rannsóknamiðstöð Íslands, aflar gagna um rannsókna- og þróunarstarf á Íslandi, þar á meðal um fjölda starfsmanna og ársverka. Þessar upplýsingar eru síðan flokkaðar eftir kyni, starfi og menntun.
Á Íslandi störfuðu um 5.500 manns við rannsóknir og þróun árið 2003. Þetta fólk lagði til um 2.950 ársverk. Af þeim voru 600 ársverk unnin af fólki með doktorsgráðu en um 1.550 af fólki með aðra háskólagráðu. Konur lögðu fram um 1.150 ársverk og karlar tæp 1.800 ársverk.
Miðað við tölur Rannís má gróflega áætla að ársverk vísindamanna séu nálægt 2.000. Út frá gögnum Rannís má sömuleiðis finna út að það þarf um 3.700 manns til að skila 2.000 ársverkum vísindamanna. Þetta gefur til kynna að fjöldi vísindamanna á Íslandi sé um 3.700 og að þeir vinni um 2.000 ársverk við rannsóknir og þróun.
Frekara lesefni á Vísindavefnum
Þorvaldur Finnbjörnsson. „Hvað eru um það bil margir vísindamenn á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2006, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6367.
Þorvaldur Finnbjörnsson. (2006, 8. nóvember). Hvað eru um það bil margir vísindamenn á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6367
Þorvaldur Finnbjörnsson. „Hvað eru um það bil margir vísindamenn á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2006. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6367>.