Upphafleg merking orðsins mjalli er líklega ‘hvítleiki’ eins og fram kom í orðabók Björns Halldórssonar og er vel þekkt í orðinu mjallahvítur sem Orðabókin á elst dæmi um frá miðri 19. öld. Minna þekkt er orðið mjallalítill sem dæmi er um úr Píslarsögu Jón Magnússonar sem samin var á árunum 1658–1659. Þar er orðið notað í miðstigi, mjallaminni, og virðist merkingin af sambandinu að ráða vera ‘með minni skynsemi’. Orðið mjalli er skylt lýsingarorðinu mjallur ‘bjartur, hvítur’ og nafnorðinu mjöll ‘nýfallinn snjór’. Í íslensk-latneskri orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683 er mjallur settur undir flettuna mjöll og gefin er latneska merkingin ‘candidus’. Í latnesk-íslenskri orðabók Jóns biskups Árnasonar frá 1738 er candidus sagt merkja ‘skínandi, klár, bjartur, dægilegur’ en einnig ‘ærligur, hreinlyndur’ og nálgumst við þar merkinguna í mjalli. Mynd:
Upphafleg merking orðsins mjalli er líklega ‘hvítleiki’ eins og fram kom í orðabók Björns Halldórssonar og er vel þekkt í orðinu mjallahvítur sem Orðabókin á elst dæmi um frá miðri 19. öld. Minna þekkt er orðið mjallalítill sem dæmi er um úr Píslarsögu Jón Magnússonar sem samin var á árunum 1658–1659. Þar er orðið notað í miðstigi, mjallaminni, og virðist merkingin af sambandinu að ráða vera ‘með minni skynsemi’. Orðið mjalli er skylt lýsingarorðinu mjallur ‘bjartur, hvítur’ og nafnorðinu mjöll ‘nýfallinn snjór’. Í íslensk-latneskri orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683 er mjallur settur undir flettuna mjöll og gefin er latneska merkingin ‘candidus’. Í latnesk-íslenskri orðabók Jóns biskups Árnasonar frá 1738 er candidus sagt merkja ‘skínandi, klár, bjartur, dægilegur’ en einnig ‘ærligur, hreinlyndur’ og nálgumst við þar merkinguna í mjalli. Mynd: