Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fer að rigna ef maður drepur járnsmið?

Símon Jón Jóhannsson

Það er með þessa hjátrú eins og svo margt annað í þjóðtrú að nánast ógjörningur er að svara því með vissu hvers vegna slík tiltrú verður til. Til er þó sú skýring að járnsmiðir (og fleiri skordýr) leiti frekar út undir bert loft þegar von sé á rigningu og því séu einfaldlega meiri líkur á að rekast á þá við slíkar kringumstæður. Fólk hefur því ef til vill tengt þetta saman þegar það tók eftir því að það fór að rigna skömmu eftir að það drap járnsmið.

Þessi hjátrú er útbreidd hér á landi og sumir segja að menn handleggsbrotni drepi þeir járnsmiðinn með hendinni en fótbrotni noti þeir fótinn til þess. Svo er líka sagt að skríði járnsmiður á fötum manns þá eignist hann sams konar klæðnað áður en langt um líður. Fleira í þjóðtrúnni er sagt orsaka regn svo sem að skilja hrífu eftir þannig að tindarnir snúi upp.

Sú trú að drepi menn járnsmið, eða aðrar bjöllutegundir, fari að rigna er þekkt í þjóðtrú víða um heim. Í Afríku er það hluti af regndansi eða sérstökum helgiathöfnum, sem hafðar eru í frammi til að særa fram regn, að henda ákveðinni bjöllutegund í vatn. Annars eru bjöllur oftast boðberar ólukku og jafnvel dauða í þjóðtrú margra landa.

Þess má svo geta að Forn-Egyptar tignuðu litla bjöllu sem nefnist goðýfill og skartgripir og verndargripir þaðan eru gjarnan með ýfilsmynd.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Cover crops: Adaption and use of cover crops.

Höfundur

Símon Jón Jóhannsson

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

22.7.2005

Spyrjandi

Helgi Vilberg Helgason

Tilvísun

Símon Jón Jóhannsson. „Af hverju fer að rigna ef maður drepur járnsmið?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5151.

Símon Jón Jóhannsson. (2005, 22. júlí). Af hverju fer að rigna ef maður drepur járnsmið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5151

Símon Jón Jóhannsson. „Af hverju fer að rigna ef maður drepur járnsmið?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5151>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fer að rigna ef maður drepur járnsmið?
Það er með þessa hjátrú eins og svo margt annað í þjóðtrú að nánast ógjörningur er að svara því með vissu hvers vegna slík tiltrú verður til. Til er þó sú skýring að járnsmiðir (og fleiri skordýr) leiti frekar út undir bert loft þegar von sé á rigningu og því séu einfaldlega meiri líkur á að rekast á þá við slíkar kringumstæður. Fólk hefur því ef til vill tengt þetta saman þegar það tók eftir því að það fór að rigna skömmu eftir að það drap járnsmið.

Þessi hjátrú er útbreidd hér á landi og sumir segja að menn handleggsbrotni drepi þeir járnsmiðinn með hendinni en fótbrotni noti þeir fótinn til þess. Svo er líka sagt að skríði járnsmiður á fötum manns þá eignist hann sams konar klæðnað áður en langt um líður. Fleira í þjóðtrúnni er sagt orsaka regn svo sem að skilja hrífu eftir þannig að tindarnir snúi upp.

Sú trú að drepi menn járnsmið, eða aðrar bjöllutegundir, fari að rigna er þekkt í þjóðtrú víða um heim. Í Afríku er það hluti af regndansi eða sérstökum helgiathöfnum, sem hafðar eru í frammi til að særa fram regn, að henda ákveðinni bjöllutegund í vatn. Annars eru bjöllur oftast boðberar ólukku og jafnvel dauða í þjóðtrú margra landa.

Þess má svo geta að Forn-Egyptar tignuðu litla bjöllu sem nefnist goðýfill og skartgripir og verndargripir þaðan eru gjarnan með ýfilsmynd.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Cover crops: Adaption and use of cover crops. ...