Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1422 svör fundust
Hvernig eru þeir sem hljóta fálkaorðuna valdir?
Samkvæmt 3. grein forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu ræður nefnd fimm manna málefnum orðunnar. Samkvæmt forsetabréfinu hljóta menn orðuna fyrir einhverja sérstaka verðleika og geta misst hana ef þeir gerast sekir um misferli. Annað segir ekki um það hverjir eiga að fá fálkaorðu. Forseti Íslands kveður 4 me...
Er jarðvarmi endalaus orkulind?
Þetta er nokkuð snúin spurning eins og góðar spurningar eiga að vera. Ef jarðvarminn stafaði eingöngu af því að jörðin var heit í upphafi lægi svarið nokkuð beint við: Sá varmi var endanlegur og væri nú að mestu horfinn. En undirrót jarðvarmans sem streymir frá jörðinni er ekki eingöngu upprunalegur hiti í iðru...
Hvað merkir örnefnið ‘Smjörbítill’ og hvaðan kemur orðið ‘bítill’?
Spurningin var í heild sinni svona: Á Hólssandi ekki langt frá Dettifossi er merkt á landakort örnefnið ‘Smjörbítill’. Hvað er smjörbítill og hvað merkir orðið ‘bítill’? Smjörbítill er lítt þekkt orð í íslensku. Í Íslenskum þjóðsögum Jóns Árnasonar er í sögunni af Fóu feykirófu sagt frá syni kerlingar einnar. H...
Hvaðan kemur örnefnið Lúdent og hvað merkir það?
Lúdent er gígur austan við Mývatn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þórhallur Vilmundarson telur nafnið vera dregið af tilbúna orðinu Lútandi sem orðið hafi að Lútendi og svo Lúdent. Síðan hafi orðið stúdent haft áhrif á nafnmyndina (Grímnir 2:109-110). Hverfjall í forgrunni, Bláfjall (til vinstri) og Sellandafjall (til ...
Hver er uppruni pundsmerkisins og af hverju er það táknað með £?
Pundsmerkið sem er yfirleitt táknað svona: £, er heiti á gjaldmiðli í nokkrum löndum, til dæmis Englandi, Egiftalandi, Líbanon og Sýrlandi. Merkið er myndað eftir latneska orðinu libra sem var massaeining Rómverja. Það orð er dregið af orðum eins og libro sem merkir að koma í jafnvægi, eins og þegar vog er kom...
Hvaða fuglar aðrir en lundar eru algengir í Vestmannaeyjum?
Lundinn er algengasti fuglinn í Vestmannaeyjum enda gjarnan litið á hann sem einkennisfugl eyjanna. Talið er að yfir 1 milljón varppara séu í Vestmannaeyjum en það er rúmlega þriðjungur af íslenska lundastofninum. Nánar má lesa um lundann í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um lundann? Þótt lundi...
Hvað er innan í beinum einstaklings?
Beinin í okkur eru klædd seigri bandvefshimnu sem nefnist beinhimna. Þar fyrir innan er svonefnt þéttbein og í flestum beinum er einnig frauðbein sem er svampkennt. Í holrúmi beinanna er síðan svonefndur beinmergur. Rauður beinmergur eða blóðmergur myndar blóðkorn og hann er í öllum beinum á fósturskeiði. Hjá f...
Hvað er bóla?
Orðið bóla getur átt við ýmislegt, til dæmis við svokallaðar unglingabólur sem myndast þegar fitukirtlar í húðinni stækka. Um þannig bólur er hægt að lesa meira um í svari við spurningunni Af hverju fær fólk bólur? Svo getur bóla líka átt við tískusveiflur eða slíkt, til dæmis þegar við segjum 'þetta er bara bó...
Hver fann upp keiluíþróttina, hvenær var það og hvernig gerðist það?
Eins og við á um margar spurningar um uppruna fyrirbæra, eru skýr og klár svör ekki alveg á hreinu. Þetta geta menn til dæmis séð ef þeir lesa svar við spurningunni Hver fann upp fótboltann?. Þar kemur fram að hægt er að rekja sögu fótbolta eins og við þekkjum hann langt aftur, eftir ýmsum leiðum. Til dæmis til kí...
Eru meiri líkur á vinningi í lottóinu ef maður notar alltaf sömu tölur?
Lottóútdráttur fer þannig fram að 40 kúlur eru settar í lottóvél, þeim er þeytt til og frá í vélinni og síðan er 5 kúlum lyft upp úr henni. Hvorki kúlurnar né lottóvélin muna hvernig fyrri útdrættir hafa farið og þess vegna geta þeir ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Sérhver útdráttur er handahófskenndur og allar ta...
Hvers konar fluga er 'Bombylius major' og finnst hún á Íslandi?
Tegundin Bombylius major eins og hún nefnist á fræðimáli kallast á íslensku loðfluga eða stóra loðfluga. Loðflugan er ekki býfluga en þróunin hefur búið svo um hnútana að hún líkist humlum. Það kallast hermun (e. mimicry) þegar tegundir líkjast nákvæmlega öðrum tegundum eða jafnvel hlutum og er tilgangurinn oftar ...
Er íslenskt rúnaletur á skartgripum sem sumar verslanir selja?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er til eitthvað sem heitir íslenskt rúnaletur, til dæmis eins og sumar skartgripaverslanir segjast vera með á gripum? Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með...
Voru hunangsflugur á Íslandi á tímum Jónasar Hallgrímssonar?
Jónas Hallgrímsson (1807-1845) var ekki síður mikilsvirtur náttúrufræðingur en skáld. Meðal annars skrifaði hann og þýddi á námsárum sínum greinar um náttúruvísindi. Jónas fór í fjölmargar rannsóknarferðir um Ísland, þá fyrstu árið 1837 þar sem hann safnaði sýnishornum og gerði ýmsar athuganir sem hann hélt til ha...
Er það rétt að Grindavík sé á Mars?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Er íslenska notuð í geimnum? er það nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) sem sér um að nefna fyrirbæri á hnöttum sólkerfisins. Á Mars eru gígar sem eru innan við 60 km að þvermáli gjarnan nefndir eftir litlum bo...
Hvaðan kemur nafngiftin á Faxaflóa?
Eldra nafn Faxaflóa var Faxaós, sem fyrir kemur í Fjarðatali, sem talið er frá því um 1200 (Íslenskt fornbréfasafn III:13-17) og í Landnámabók (Íslenzk fornrit I: 38, 39, 55). Í Lýsingu Útskálaprestakalls 1839 eftir sr. Sigurð B. Sívertsen er nefnd Faxabugt (Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 72). Á korti Björns...