Af öðrum sjófuglum má nefna fýl en um 65.000 varppör eru í Vestmannaeyjum, um 57.000 langvíupör verpa í eyjunum, þar eru um 32.000 ritupör, 9.000 súlupör og um 5.600 álkupör. Loks má geta þess að Vestmannaeyjar eru eini varpstaður skrofu á Íslandi en 7-10.000 skrofupör verpa þar. Hægt er að fræðast um allar þessar fuglategundir á vefnum Heimaslóð sem er sögu-, menningar- og náttúrufarsvefur um Vestmannaeyjar. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvað getið þið sagt mér um köfun sjófugla?
- Þrífst lundi á Íslandi bara í Grímsey og Vestmannaeyjum?
- Hvernig fugl er súlan?
- Umhverfisstofnun 2003. Tillögur að svæðum á náttúruverndaráætlun 2004-2008, Vestmannaeyjar. Sótt 10. 3. 2008
- Fuglar. Á vefnum Heimaslóð. Sótt 10. 3. 2008.
- Mynd: Fulmarus glacialis on cliff.jpg. á Wikimedia Commons. Ljósmyndari: Andrew Dunn. Birt undir Creative Commons Attribution ShareAlike 2.0 leyfi. Sótt 10. 3. 2008
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.