Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1363 svör fundust
Hvernig er glamúrfólk?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni:Hvað er glamúr og hvað snýst hann um? Hvernig er manneskja sem er glamúr? Glamúr, einnig glamor, er aðkomuorð fengið að láni frá ensku glamour, einnig ritað glamor. Orðinu er þannig lýst í Collins Cobuild Dictionary að það eigi við dýrðarljóma og spennu sem virðist fylgja ...
Eru til skráð dæmi um orðatiltækið "að fá snert af bráðkveddu"?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er skráð orðatiltækið að fá snert af bráðkveddu, það er í merkingunni að bregða eða verða mikið um eitthvað? Orðabók Háskólans á þrjú dæmi um nafnorðið bráðkvedda, öll frá miðbiki 20. aldar. Í tveimur þeirra kemur fyrir "snertur af bráðkveddu". Annað dæmið er úr tímaritinu He...
Hvers vegna er fyrsti laxinn sem einhver veiðir kallaður maríulax?
Upphaflega hljómaði spurningin svona:Getið þið upplýst okkur hér í veiðihúsi hvers vegna fyrsti laxinn sem manneskja veiðir kallast maríulax?Í seðlasöfnum þeim sem safnað var til á Orðabók Háskólans um áratuga skeið eru mjög fáar heimildir um maríulaxinn og engin sem skýrir nafnið eða hvort einhver siður var að ba...
Hvaða deiga láta menn síga?
Orðasambandið að láta deigan síga er notað í merkingunni ‘missa ekki kjarkinn, gefast ekki upp, láta ekki bilbug á sér finna’. Eldri mynd orðasambandsins, sem Orðabók Háskólans á dæmi um frá 19. öld, er að láta ekki deigan á síga í sömu merkingu og sagnarsambandið að vera deigur á e-ð ‘óttast eitthvað, hafa áhyggj...
Hvaðan er orðið 'svartagallsraus' komið og hvað merkir það?
Í grísku er til orðið melankholía sem merkir ‘þunglyndi, fálæti, depurð’. Það er sett saman af orðunum mélan, hvk. af mélas, ‘svartur’ og khólos, kholē ‘gall’, það er svart gall. Á miðöldum trúðu menn því að svart gall væri einn af fjórum vessum líkamans. Hinir voru blóð, gult gall og slím. Þessa skoðun má r...
Hver er munurinn á takmarki og markmiði?
Ekki er mikill merkingarmunur á orðunum takmark og markmið. Í Íslenskri orðabók er markmið skýrt sem ‛eitthvað sem keppt er að, tilgangur’ en takmark ‛mark, mið, eitthvað til að keppa að’. Menn setja sér markmið, markmiðið getur verið skammt (eða langt) undan og að lokum ná menn markmiðinu eða ná því e...
Orðið vanræksla er mikið notað þessa dagana. Hversu gamalt er það í málinu?
Orðið vanræksla hefur hljómað hátt að undanförnu í umræðunni um orsakir efnahagshrunsins. Því bregður meðal annars alloft fyrir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Merking orðsins er skýrð þannig í Íslenskri orðabók:það að rækja e-ð ekki, láta e-ð ógert, vanhirða, hirðuleysi Orðið er augljóslega leitt af sög...
Hvaða fiskitegundir er hægt að veiða í kringum Ísland?
Á hafsvæðinu í kringum Ísland eru þekktar um 350 tegundir fiska. Það er þó langt frá því að allar þessar tegundir séu veiddar eða veiðanlegar. Margar þeirra eru sjaldséðar og koma ekki oft í veiðarfæri sjómanna. Árið 2014 veiddu íslensk skip 57 fisktegundir á miðunum í kringum landið. Þegar skoðaðar eru tölu...
Er einhver merkingarmunur á orðunum krús, mál, fantur og bolli? Ég er að læra íslensku en mér finnst þetta mjög óljóst.
Árið 1979 birti Höskuldur Þráinsson prófessor grein í tímaritinu Íslenskt mál undir heitinu „Hvað merkir orðið bolli?“ Þar studdist hann við tilraun sem bandaríski málvísindamaðurinn William Labov hafði gert 1973. Hann gerði könnun með því að sýna þátttakendum 28 myndir af einhvers konar drykkjarílátum og spyrja h...
Hversu gamalt er orðið kosningar?
Nafnorðið kosning er af sömu rót og sögnin kjósa og haft um þá athöfn sem í sögninni felst. Fleirtölumynd nafnorðsins, kosningar, hefur fengið þá merkingarlegu sérstöðu að vísa til þeirrar venju í lýðræðisþjóðfélagi að almenningur ákveði með atkvæði sínu hverjir eiga sæti á löggjafarsamkundu þjóðarinnar og í svei...
Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Hálfdanarson stundað?
Guðmundur Hálfdanarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og gegnir nú starfi forseta Hugvísindasviðs skólans. Rannsóknir hans hafa fyrst og fremst beinst að þróun samfélags á 19. og 20. öld, með sérstakri áherslu á þjóðernisvitund, þjóðernisstefnu og sögu íslenska þjóðríkisins. Hann hefur einnig skoðað ...
Af hverju heitir fuglinn kría þessu nafni?
Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Nafn sitt dregur hann af hljóðinu sem hann gefur frá sér, eins konar krí-krí. Sama orð er notað í færeysku um kríuna. Orð af þessu tagi eru nefnd hljóðgervingar og koma oft fram í barnamáli. Hundurinn er til dæmis nefndur voff-voff eða voffi eftir geltinu, öndin bra-br...
Hvar finn ég reglur um hvernig á að nota kommur í íslensku ritmáli?
Opinberar réttritunarreglur hér á landi er að finna í ritreglum Íslenskrar málnefndar. Í 21. kafla ritreglnanna er fjallað sérstaklega um kommur. Svo er einnig vert að benda á rafræna ritið Íslensk réttritun eftir Jóhannes B. Sigtryggsson. Það er samið sérstaklega til stuðnings við fyrrnefndar ritreglur og mar...
Hvað þýðir „skortstaða“ í viðskiptum?
Skortstaða er íslensk þýðing á enska hugtakinu short position. Það er notað í fjármálum til að lýsa því þegar fyrirtæki eða einstaklingur hefur fengið eign að láni og selt hana til þriðja aðila. Til dæmis gæti Björn lánað Ara hlutabréf í Hlut hf. að nafnvirði ein milljón króna og Ari selt Dóru bréfin. Þar með hefu...
Hvað eru stærstu rotturnar á Íslandi stórar?
Í grein sinni „Nagdýr á Íslandi“ í ritinu Villt íslensk spendýr, segir Karl Skírnisson líffræðingur að búklengd brúnrottunnar (Rattus norvegicus) sé 18-26 cm og halinn 15-22 cm langur. Þyngdin er á bilinu 140-400 g. Brúnrotta (Rattus norvegicus) Í erlendum rannsóknum kemur fram að afar sjaldgæft sé að rottur ver...