Hvað er glamúr og hvað snýst hann um? Hvernig er manneskja sem er glamúr?Glamúr, einnig glamor, er aðkomuorð fengið að láni frá ensku glamour, einnig ritað glamor. Orðinu er þannig lýst í Collins Cobuild Dictionary að það eigi við dýrðarljóma og spennu sem virðist fylgja áhugaverðri persónu, stað eða starfi sem er í tísku. Í íslensku virðist orðið notað um prjál, skraut, glys, yfirleitt heldur ómerkilegt. Glamúrpía er þannig stúlka sem klæðir sig á áberandi hátt eða er með fremur ómerkilegt skraut. Glamúrlíf á fólki er heldur yfirborðslegt og glamúrflík er áberandi en ekki að sama skapi vönduð. Í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál eru nefnd orðin glamúr og glamor í fyrrgreindri merkingu en einnig glamurgála í merkingunni 'tískudrós, glæsipía (1982:41). Glamur er þar einnig talið fengið úr ensku glamo(u)r. Mynd: Magazine Data File
Útgáfudagur
17.5.2006
Spyrjandi
Eyþór I., f. 1991
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvernig er glamúrfólk?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5937.
Guðrún Kvaran. (2006, 17. maí). Hvernig er glamúrfólk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5937
Guðrún Kvaran. „Hvernig er glamúrfólk?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5937>.