- Bolli: ‛drykkjarílát’. Engin frekari skýring fylgdi en nefnt orðið kaffibolli og bollapar. Kaffibolli hygg ég að sé nær alltaf úr gleri eða leir, fremur lágur og með hanka. Oftast fylgir undirskál kaffibolla. Tebolli er víðari.
- Fantur: ‛(leir)krukka’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989) er aðeins ítarlegri skýring: ‛(lítil) leirkrukka eða krús (oft notuð sem drykkjarílát á seglskútum)’.
Ef skoðuð eru dæmi í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er ekki með góðu móti unnt að sjá hvort fanturinn er með hanka eða ekki. Þó er eitt öruggt dæmi um hankann:
hann tók fant ofan af snaga og hellti í hann vín.
Í öðru dæmi sést að gerður er greinarmunur á fanti og krús:Sumir höfðu þykkvar leirkrukkur (fanta), aðrir leirkönnur eða járnkönnur emaeleraðar.
Í þessu dæmi hefði ég talið fantinn hankalausan, líkan sultukrukku. Af dæmunum í Ritmálssafni að merkja var talsvert algengt til sjós að drekka úr föntum. Í ritinu Íslenskir sjávarhættir eftir Lúðvík Kristjánsson (II:469) er mynd af drykkjarfanti. Hann virðist nokkuð hár og er hankalaus. Orðið er nú vel þekkt um allt land. - Krús: ‛krukka’. Í Íslenskri orðsifjabók ‛drykkjarílát, krukka’. Algengt er að tala um ölkrús eða ölkollu og er þá átt við nokkuð hátt drykkjarílát með hanka. Í Íslenskum sjávarháttum (II:470) er mynd af kaffikrús, öðru nafni kaffihnalli. Enginn hanki er á því íláti.
- Mál: Hvorki í Íslenskri orðabók né Íslenskri orðsifjabók er lýsing á (drykkjar)máli. Upphaflega hefur líklega verið átt við ‛það sem mælt er’. Oftast er mál úr málmi eða plasti og meðal annars notað til að gefa litlum börnum að drekka.
- Coffee - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 1.7.2013).
Er einhver munur á milli orðanna krús, mál, fantur og bolli? Ég er að læra íslensku en mér finnst þetta mjög óljóst.