Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1380 svör fundust
Hvernig fara minkaveiðar fram á Íslandi?
Minkar eru veiddir til þess að draga úr því tjóni sem þeir geta valdið. Veiðar hófust fljótlega eftir að minkar fóru að breiðast um landið en árið 1939 var byrjað að greiða verðlaun fyrir veiðarnar úr opinberum sjóðum. Nú er fyrirkomulag minkaveiða oftast þannig að umhverfisráðuneytið gefur út viðmiðunartaxta ...
Hver er sagan á bak við hinn gríska þurs Argos? Hverjar eru grunnheimildir?
Argos hafði viðurnefnið panoptes á grísku, en það þýðir bókstaflega 'alsjáandi' enda var skrokkur hans alsettur 100 augum. Í grískum goðsögum kemur hann mest við sögu í einu af mörgum framhjáhöldum Seifs. Mynd af morði Argosar á fornum grískum vasa. Hermes leggur til Argosar og Íó í kvígulíki stendur hægra me...
Hvað er ský á auga?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er ský á auga? Hvers vegna skemmast augasteinarnir? Ský á auga eða drer nefnist það sjúkdómsástand þegar augasteinninn er ekki glær heldur skyggður sem aftur veldur óskýrri sjón. Ef sjúkdómurinn er langt á veg kominn sést að augasteinninn er grár. Slík ský geta komið samtími...
Hverjir eru kostir og gallar atferlisþjálfunar fyrir börn?
Atferlisþjálfun er markviss notkun á vel þekktum námslögmálum í þeim tilgangi að kenna eða móta tiltekna hegðun og losna við aðra úr hegðunarmynstri einstaklings. B. F. Skinner (1904-1990) setti þessi lögmál fram einna fyrstur manna og byggja þau á þeirri grundvallarhugmynd að hegðun skilyrðist eða lærist vegna þe...
Verður maður brúnn eða kannski gulur af því að borða gulrætur?
Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um gulrætur og húðlit. Meðal þeirra eru:Er hægt að verða appelsínugulur af því að borða gulrætur og ef svo er hvað þarf mikið? (Jón Trausti) Verður maður brúnn af því að borða gulrætur? (Valborg) Er það satt að maður verður gulur af að borða mikið af gulrótum? (Mar...
Hvað getiði sagt mér um fuglinn túkan (e. Toucan) eða piparfugl?
Túkanar, eða piparfuglar eins og þeir eru yfirleitt nefndir á íslensku, eru allar tegundir innan ættarinnar Ramphastidae eða piparfuglaættar. Um er að ræða 6 ættkvíslir og 40 tegundir. Piparfuglar eru nokkuð breytilegir að stærð. Sá minnsti er leturarki (Pteroglossus inscriptus) sem er 130 g á þyngd og tæpir 30 cm...
Hvar er mesta snjóflóðahættusvæði á Íslandi?
Það er ekki til neitt eitt svar við spurningunni um hvar mesta snjóflóðahættusvæði landsins er. Til þess að hætta skapist af völdum snjóflóða þarf eitthvað eða einhver að verða á vegi flóðsins því flóð sem falla langt frá byggð og ferðalöngum valda ekki hættu. Á ýmsum svæðum á norðanverðum Vestfjörðum, miðnorðurla...
Hvað geturðu sagt mér um fisktegundina gulldeplu?
Í upphafi þessa árs (2009) hóf fiskveiðiskipið Huginn VE tilraunaveiðar á smáfisk sem nefnist norræna gulldepla (Maurolicus mulleri). Aflabrögð urðu vonum framar og landaði skipið rúmlega 628 tonnum. En hvaða fiskur er gulldepla? Gulldepla er svokallaður miðsjávarfiskur sem heldur sig mest á 100 til 200 metra d...
Hvernig útskýrið þið það sem á ensku kallast „fractional reserve banking“?
Viðskiptabankar og aðrar innlánsstofnanir lána yfirleitt jafnharðan aftur út stóran hluta þess fjár sem þeir fá sem innlán. Útlánin eru yfirleitt til nokkurs tíma en innlánin að mestu óbundin. Þetta þýðir því óhjákvæmilega að bankarnir liggja ekki með nægilega sjóði til að endurgreiða öll innlán ef stór hluti þeir...
Hve þung er Fokker 50?
Fokker 50 er flugvél af gerð svokallaðra skrúfuþota og var í almennri framleiðslu frá árinu 1987 til 1996. Samkvæmt upplýsingum á síðu Wikipedia um vélina er þyngd vélarinnar frá framleiðanda, sem sagt án eldsneytis, farms og innréttinga sem ekki eru nauðsynlegar stjórn vélarinnar, um 12.520 kg. Hámarksþyngd henna...
Hvers vegna verður húðin þurr?
Þurr húð er ekki endilega húðsjúkdómur en ástand húðarinnar einkennist af því að hún flagnar, oft með roða, ertingu og kláða. Þetta veldur mestum vandræðum á haustin og veturna. Húðþurrkur kemur yfirleitt fram í andliti, á höndum, handleggjum og fótum. Þegar verst lætur getur húðin líkst fiskhreistri (Ichtyosis). ...
Hversu langur er lífstíðardómur á Íslandi?
Þess misskilnings gætir stundum að lífstíðardómur samkvæmt íslenskum lögum feli ekki sér lífstíðarfangelsi heldur styttri refsingu. Svo er þó ekki – lífstíðardómur á Íslandi er eins og orðið gefur til kynna dómur sem gengur út á að viðkomandi er dæmdur til fangelsisvistar það sem eftir er ævinnar. Sá sem fengi slí...
Hver var fyrsta plantan á Íslandi?
Neðarlega í fjöllum á ystu nesjum Vestfjarða hafa fundist trjábolaför sem eru elstu menjar um gróður á Íslandi eins og landið lítur út í dag. Þannig för hafa til dæmis fundist í Lónafirði í Jökulfjörðum. Ekki hefur tekist að greina förin til tegunda og trúlega reynist það erfitt, en mjög líklega eru þau eftir einh...
Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin?
Samkvæmt lista á heimasíðu Veðurstofu Íslands og að viðbættu gosinu í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 eru eldgos á 20. og 21. öldinni alls 45 talsins, þar af 25 gos síðustu 50 árin og 7 á þessari öld. Eldgos í Fimmvörðuhálsi í mars 2010. Að meðaltali hefur verið eitt eldgos tæplega þriðja hvert ár frá 1...
Hversu þykkur jökull huldi Reykjavík á síðasta jökulskeiði?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað var ísaldarjökullinn þykkur yfir Reykjavíkursvæðinu á síðasta jökulskeiði? Ísöld hófst fyrir 2,6 milljónum ára. Á því tímabili skiptust á jökulskeið þegar jökulís huldi landið og hlýskeið líkt og í dag þegar jöklar hylja einungis hálendasta hluta landsins. Síð...